Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1978, Blaðsíða 26

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1978, Blaðsíða 26
IJndirbúningsncjnd til móttöku sœnskra heilsuverndarhjúkrunarjrœðinga í maí ’78. Björg Olafsdóttir, Ingibjörg Arnadóttir, Ragnhildur Guðmundsdóttir, Bergljót Líndal, Svanlaug Arnadóttir, Þuríður Backman. HjúkrunarráS: Ingibjörg R. Magnúsdóttir, Magdalena Búadóttir, Sigurbelga Pálsdóttir. Fulltrúi HFl í HeilbrigSisráSi Islands: Sigurlín Gunnarsdóttir bjúkrunarforstj. Nejndir, sem julltrúar jrá jélaginu eiga sœti í: Skólanejnd Hjúkrunarskóla Islands: Sigurveig Sigurðardóttir svæfingahjúkr- unarfræðingur, fulltr. HFl, Ólafur Ólafsson landlæknir, formaður, Helgi Elíasson, fyrrv. fræðslumálastj., Vigdís Magnúsdóttir bjúkrunarforstj., Hjalti Þórarinsson læknir. Skólanefnd Nýja hjúkrunarskólans: Guðrún Margrét Þorsteinsdóttir bjúkr- unarfræðslustjóri, fulltrúi HFÍ, Kristín Jónsdóttir læknir, formaður, Ingibjörg R. Magnúsdóttir deildarstjóri, Margrét Héðinsdóttir, fulltrúi hjúkrun- arnema. Skólanejnd SjúkraliSaskóla Islands: Sigríður Þorvaldsdóttir bjúkrunarforstj., formaður, Ingibjörg Agnars, fornt. Sjúkraliðafél. tslands, Ragnar Júlíusson skólastjóri, Anna S. Stefánsdóttir hjúkrunarfr., full- trúi HFÍ, en Björg Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur tók við af henni 20. okt. 1977. Stjórn Námsbrautar í hjúkrunarjrœSi í Háskóla Islands: Arinbjörn Kolbeinsson dósent, form., Kristín E. Jónsdóttir dósent, Arni Kristinsson dósent, Ingibjörg R. Magnúsdóttir námsbrautar- stjóri. Marga Thome lektor, 3 fulltrúar hjúkrunarfræðinema. HFI er aSili aS ejtirtöldum jélögum: Alþjóðasamandi hjúkrunarfræðinga (International Council of Nurses), Samvinnu hjúkrunarfræðinga á Norður- löndum (SSN), Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), Bandalagi kvenna, Samtökum heilbrigðisstétta, Landssambandinu gegn áfengisbölinu. Menntunarmál Menntunarmál hjúkrunarstéttarinnar liafa verið efst á baugi innan félagsins á sl. ári. I aprfl sl. var formaður HFl og skóla- stjóri Hjúkrunarskóla Islands boðaðir á fund í menntamálaráðuneytinu nteð Stef- áni Ólafi Jónssyni, Herði Lárussyni, Árna Gunnarssyni, Guðmundi Sveinssyni, skóla- stjóra Fjölbrautaskólans í Breiðholti, og landlækni. Erindið var þess efnis að lögð var fram beiðni um að hópur nemenda í Fjölhrautaskólanum, sem lyki sjúkraliða- prófi í vor eftir tveggja ára nám, fengi einn vetur til viðbótar á heilsugæslubraut 1977-78, yrði síðan tekinn inn í Hjúkrun- arskóla Islands og byrjaði þá á öðru ári í hjúkrun. Stjórn HFI þótti þetta skref aftur á hak og fremur þörf fyrir bætta menntun og svaraði því ])essari beiðni menntamála- ráðuneytisins á þann veg að: Stjórn HFÍ sé einróma mótfallin því að bjúkrunarnám verði á fjölbrautaskólastigi, en fagnar því að gott undirbúningsnám fari fram þar og verði skipulagt í samráði við Hjúkrunar- félag íslands og hjúkrunarskóla landsins. Á fulltrúafundi 11. mars 1977 urðu um- ræður unt menntun hjúkrunarstéttarinnar. 1 tillögu sem kennaradeild lagði fram, kemur fram að, í samræmi við áður yfir- lýstan vilja Kennaradeildar HFI, að öllu grunnnámi hjúkrunarfræðinga verði sem fyrst komið á háskólastig, skorar aðalfund- ur deildarinnar á fulltrúafund HFÍ að veita þessu máli fullan stuðning. Jafnframt að styðja álit deildarinnar á því að innan samræmds framhaldsskóla fari aðeins fram undirbúningsnám fyrir hjúkrunarnánt eins og undirbúningur fyrir annað nám á há- skólastigi. I lok umræðnanna var samþykkt eftir- farandi tillaga: „Fulltrúafundur HFÍ 11. mars 1977 sam- þykkir að fara þess á leit við stjórn HFI að hún sendi öllum sérgreina- og svæðis- deildum upplýsingar um menntunarmálin eins og þau liggja nú fyrir. Síðan sé öll- um deildum skylt að fjalla um þessi mál á heimavelli og auka-fulltrúafundur verði svo boðaður að ákvörðun stjórnar.“ I samræmi við þetta sendi stjórn HFÍ 25. maí öllum fulltrúum félagsins fundar- boð og gögn fyrir auka-fulltrúafund 7. september 1977. Meðal þeirra gagna sem send voru út, var frumvarp til laga um framhaldsskóla sem HFl hafði fengið til umsagnar frá menntamálaráðuneytinu og Alþingi. Farið var fram á að umsögn yrði gefin fyrir 1. júlí 1977. Þá var fulltrúum einnig sent eftirfarandi: Upplýsingar um nám á Norð- urlöndum, og námsskrá Hjúkrunarskóla ís- lands. Drög að frumvarpi til laga um hjúkrunarskóla, námsbraut í hjúkrunar- fræði, og upplýsingar um framhaldsnám í Nýja hjúkrunarskólanum, er fulltrúar voru beðnir að kynna sér í Tímariti HFÍ. Einnig var send beiðni menntamálaráðu- neytis viðvíkjandi nemendum Fjölbrauta- skólans í Breiðholti og svar stjórnar HFÍ og skólastjóra HSÍ. Þegar lagt var fram frumvarp til Iaga um frambaldsskóla vorið 77, sem gerir ráð fyrir því að hjúkrunarnám fari franr á framhaldsskólastigi, þótti hjúkrunarfræð- ingurn að við svo búið mætti ekki standa. Rétt þótti að kanna álit félagsmanna og voru deildir því beðnar að senda umsögn inn til félagsins. Með hliðsjón af þeim um- sögnum sem hárust, var ljóst að allt hneig í þá átt að færa ætti allt hjúkrunarfræði- nám á háskólastig. Á auka-fulltrúafundinum 7. september var gerð eftirfarandi samþykkt: „Auka-fulltrúafundur Hjúkrunarfélags íslands 7. september 1977 vill gera að til- lögu sinni að „Frumvarpi til laga um framhaldssskóla“ (lagt fram á Alþingi á 98. löggjafarþingi 1976-77), verði hafnað í núverandi mynd. Fundurinn telur að undirbúningur fyrir hjúkrunarfræðinám skuli vera stúdents- próf eða sambærileg menntun. Hjúkrunarskóli íslands verði gerður að Hjúkrunarbáskóla, allt grunnnám í hjúkr- unarfræði verði þannig samræmt og fært á háskólastig að nauðsynlegum aðlögunar- tíma liðnum. Að próf sem veita tiltekin starfsréttindi skulu metin jafngild án tillits til þess á hvaða tíma þau eru tekin. Að séð verði fyrir símenntun og fram- haldsmenntun eftir þörfum hjúkrunarstétt- arinnar. Hjúkrunarfélag Islands skal eiga full- trúa í öllum nefndum, starfshópum og ráð- um af svipuðu tagi, sem gera áætlanir um og skipuleggja menntun á sviði heilsu- gæslu og hjúkrunar og álits leitað, vegna sérþekkingar þeirra. Jafnframt leggur fundurinn áherslu á: 24 HJUKRUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.