Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1978, Blaðsíða 27
í lok fyrstu lotu
Vorið 1977 birtist yfirlætislítil auglýsing frá
menntamálaráðuneytinu um nám við Kennarahá-
skóla íslands handa hjúkrunarfræðingum.
Sett var upp sérstök skrá handa hópnum, sem
er nú 29 nemendur.
Við erum á aldrinum 27-48 ára með 5-23 ára
gömul hjúkrunarpróf upp á vasann. Gagnfræð-
ingar, stúdentar, almennir hjúkrunarfræðingar
og sérfræðingar, með mismunandi mikla starfs-
reynslu. Sú margbreytni, sem felst augljóslega
í þessum staðreyndum hefur einkennt hópinn og
starfsemi hans. Þarna eru hjúkrunarfræðingar,
sem hafa kennt eða stundað margs konar hjúkr-
unarstörf, sem jafnan fela í sér mikla kennslu.
Hugmyndasaga, sálarfræði, hópefli. Þannig
hófst það. Flestum framandi að stunda strangt,
tiltölulega afmarkað nám með margvíslegum
störfum sínum, þótt fylgst hafi verið með þróun á
sviði heilbrigðismála eftir getu. í fyrstu virtist á
stundum sem við værum ringlaðar, jafnvel ó-
tryggar í viðureign okkar við menntagyðjuna.
Orðið PRÓF er greinilega mjög illa þokkað og er
betra að komast hjá notkun þess ef hægt er, líkt
og með ýmis lyf, sem má nota gegn sjúkdómum
en geta valdið herfilegu ofnæmi.
Tilraunirnar í lífeðlisfræðilegu sálfræðinni
rykktu okkur upp úr djúpu fari vanans og ráku
okkur út úr hversdagslegum skynheimi okkar
inn í skynheim barna og orsökuðu nýja skyntúlk-
un eigin skynáreita. Þar var unnin hópvinna með
fjölskrúðugum niðurstöðum byggðum á sjálfs-
skoðun eða öðru mati. Engin leið að falla eða
standast því skynjunin er einstaklingsbundin og
þegar hún er rugluð, þá ruglast hún einstaklings-
bundið - en hún ruglast.
Vangaveltur um formúlu fyrir lífshamingjunni,
með töluðum orðum eða orðuðum tölum og kom-
ast svo að raun um, að verkefnið er nú óleysan-
legt.
Hrífast eða felmtrast yfir stórmennum hug-
myndasögunnar. Þótt aðeins örli á tilvist og
kænskubrögðum kvenna að baki styrjalda- og
valdasögu veraldar, þá ber nánast hvergi á kon-
um að baki hugmynda- og menntasögunni, sem
er ívafin sögu lista og vísinda. Þó er þess getið,
að konur hafi verið til á þessum tímum og jafn-
vel að þær séu öðrum betur fallnar til frum-
kennslu og uppeldisstarfa. Einnig kemur fram að
móðurmissir í bernsku hafi sett svip sinn á upp-
vöxt og viðhorfamótun sumra stórmenna sög-
unnar.
Voru störf kvennanna svo mikilvæg og ómiss-
andi að ekki var þörf að geta þeirra. E. t. v. eitt-
hvað í líkingu við nútíma mismun á viðhorfum
til lækninga og hjúkrunar. Eða áhrif þau og
heilaleikfimi, sem efnafræðin kom af stað. Slá-
andi dæmi um „cognetive conflict" þróunarsál-
arfræðinnar.
í fyrstu stöppuðum við völtum fótum með
göngulagi hinna ársgömlu og hnutum í öðru
hverju skrefi. Tókum svo stökkbreytingum. Eftir
að hafa unnið og yfirunnið efnið og andann (eig-
in konflikta) renndum við okkur fótskriðu fram
og til baka í efnahvörfum, klifum orkuhóla og
reiknuðum pH-stig sýru og lúts, eins og það
væri okkur í blóð borið. Jafnvægi hafði náðst
með hliðrun skv. reglu Le Chateliers.
Kafað var í heimildum við ritgerðasmíðar.
Samdar og valdar spurningar um ellina, dauð-
ann og hlutverk hjúkrunarfræðinga við hin marg-
víslegustu viðfangsefni mannlífsins. Vitneskju-
miðlun óendanieg.
Vandasöm verkefni um menntunarmál okkar
stéttar í nútíð og framtíð meðhöndluð af víðsýni
og viðhorfum, sem bera vott um nána snertingu
við þjóðlífið á víðum velli þess og sterka vitund
um stöðu stéttar okkar í dag í starfi og menntun.
Gagnlegar umræður með forráðamönnum hjúkr-
unarfræðslu, hjúkrunarfélags og fleiri áhuga-
sömum.
„Brain storming" fjársöfnun til menntunar-
styrks, sem kennd verður við 12. maí, dag hjúkr-
unar.
Mér fannst líða andvarp léttis af einhvers vör-
um. Var einhver að nefna þreytu?
Á morgun líkur prófunum, við erum nestaðar
með umhugsunarefni til síðsumars.
Þökk fyrir alla veitta visku, sem ekki var hvað
síst í því fólgin, að njóta afburða hæfileikafólks
í kennslu og prófagerð, sem setur manngiidið í
fyrirrúm, án þess að rýra þekkingarkröfur byggð-
ar á vísindalegum grunni.
Garðabæ, 28. maí 1978,
Jóna Valg. Höskuldsdóttir.