Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Blaðsíða 35

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Blaðsíða 35
Guðmundur Þór Pálsson arkitekt Börnin og opinberar byggingar Umhverfi barna var tilefni ráðstefnu sem haldin var á vegum félaganna: Arkitektafélags íslands, Félags húsgagna- og innanhúsarkitekta og Félags íslenskra landslagsarkitekta í apríl sl. Á ráðstefnunni voruflutt 15 erindi og eru mörg þeirra mjög athyglisverð og koma beint eða óbeint inn á svið hjúkrunarfrœðinga. Ritstjórnin bað Guðmund Þór Pálsson arkitekt, en hann fjallaði um barnið og sjúkrahúsið, um birtingarleyfi og varð hann við þeirri ósk. Ritstjórnin þakkar höfundi hans framlag og væntir þess jafnframt að geta birt fleiri greinar um umhverfi barna, þvíþessi félög gengust síðan fyrir fram- haldsráðstefnu um sama mál, sem haldin var í nóvember sl. ERINDI mitt ber, samkvæmt dag- skrá, lieitið „Börnin og opinberar byggingar." Hér hefir áður verið rætt um skóla og dagvistunarheim- ili, en þetta eru vissulega einnig opinberar byggingar. Þrátt fyrir heiti erindi míns, ætla ég eingöngu að fjalla um barnið og sjúkrahúsið. Erindi þetta á aðallega að fjalla um barnadeildir við sjúkrahús og sumt af því, sem við hönnuðir þurfum að taka tillit til m.a. í sambandi við að gera umhverfi þeirra vistlegra. Til þess að þetta verði mögulegt, verð ég að koma inn á ýmis svið, sem mér eru því miður ekki nægi- lega kunn, t.d. álit lækna, hjúkrun- arfræðinga og annars starfsliðs er varðar þessa sérstöku aðstöðu, sem áður greinir. Flest börn þekkja eitthvað til sjúk- dóma og þar með til lækna. Sjúkra- húsið sjálft er hinsvegar í þeirra huga fjarlægur hlutur, — óþekktur, — jafnvel ógnvekjandi. Þegar leggja þarf barn inn á sjúkra- hús, verður það oftast að skilja við sína nánustu, — barnið kemur í nýtt umhverfi, sem er mjög frábrugðið umhverfi heimilisins. Barnið sér nýja liti, ný hljóð berast því til eyrna, það finnur nýja lykt og sér ný andlit. Hvað skal gera? — Nú skírskota ég til ýmissa áhugaverðra upplýsinga, sem ég hefi fengið úr danska hjúkr- unartímaritinu „Sygeplejersken" og íslenska hjúkrunartímaritinu „Hjúkrun." Hægt er að undirbúa barnið undir sjúkrahúsvist, t.d. með því að kynna starfsemi þessa í skólum, og jafnvel heirna, þar sem hægt er að fara í einskonar sjúkrahúsleiki. Það besta er að börn, jafnvel heilar bekkjar- deildir skóla, fái tækifæri til þess að heimsækja sjúkrahúsin meðan þau eru ung og væntanlega heilbrigð, — þannig að hér sé um leik að ræða. Sjúkrahúsin verða þá einnig að vera þannig gerð að þetta sé mögulegt. Þá er mjög nauðsynlegt talið að læknar og starfslið hjúkrunar taki þátt í slíkum leikjum og kynnisferð- um barnanna. í þessum kynnisferðum þarf að vera aðstaða til þess að sýna börnunum hinar ýmsu deildir. Það þarf að vera hægt að sýna þeim svæfingatæki, röntgentæki, hlustunartæki, — einnig e.t.v. EKG tæki og leyfa þeim sjálfum að sjá og fylgjast með tilgangi tækisins á sjónvarpsskermi. Þegar að því kemur að börn þurfa að leggjast inn á sjúkrahús er margt að athuga, bæði varðandi hönnun og hugarfar barnsins. Erlendis er mjög mikið lagt upp úr því að foreldrar geti komið í heim- sókn hvenær dags sem er, þar sem ákveðinn heimsóknartími hentar ekki alltaf útivinnandi foreldrum. Það eru ekki mörg ár síðan, að for- eldrar fengu alls ekki að heimsækja börn sín á sjúkrahús, nema þá e.t.v. einu sinni í viku. Samkvæmt upp- lýsingum, sem ég hefi fengið frá barnadeild Landakotsspítala og Barnaspítala Hringsins, hefir það þó verið leyft hér í nokkur ár að foreldrar geta farið og komið að vild. Skoðanir lækna á þessu fyrirkomu- lagi eru misjafnar. Einn læknir sagði mér að oft færi meiri tími á stofugangi í það að tala við mæður og hugga þær en það tekur að rann- saka börnin sjálf. Eins veigruðu þeir sér e.t.v. við að rannsaka barn- ið eins nákvæmlega, ef móðirin stendur hjá og fylgist með. Ef það er viðurkennt að svona skuli þetta vera, þarf að gera viðeigandi ráðstafanir til þessa í húsnæðinu sjálfu. Meðan ég undirbjó þetta erindi 23 HJÚKRUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.