Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Blaðsíða 24

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Blaðsíða 24
Ragnheiður Sigurðardóttir deildarstjóri Starfsemi vökudeildar Vökudeild Barnaspítala Hringsins, sem staösett er á þriöju hæð Kvennadeildar Landspítalans, hóf starfsemi sína 2. febrúar 1976. Vökudeildin veitir móttöku öllum nýburum, sem þurfa á sérmeðferð að halda. Innlagningaraldur barn- anna er frá fæðingu til 7 daga aldurs og að sjálfsögðu eru börnin af öllu landinu. Á deildinni sjálfri er rúm fyrir 14 börn, en rúm er fyrir 4 börn á einangrunardeild, sem staðsett er á annarri hæð Kvennadeildar. Á einangrunardeild fara börn með smitandi sjúkdóma, eða börn sem talið er að geti valdið smiti. Deildin skiptist í þrjár sjúkrastofur, aðgerðarstofu, vaktstofu og fordyri fyrir aðstandendur barnanna. í stofu númer I eru 3-4 hitakassar. í þessari stofu dvelja veikustu börnin sem þurfa á mestri hjúkrun og gæslu að halda. í stofu númer II eru 4 hitakassar. í þessari stofu eru börn sem þurfa minni gæslu og búist er við, að dvelji skemur í hitakassa. í stofu númer III eru 6 vöggur fyrir börn sem ekki þurfa að vera í hita- kössum. í aðgerðarstofu er aðgerðarborð með sjálfvirkum hitastilli, þar sem aðstaða er til ýmissa smærri að- gerða, svo sem blóðskipta, vökva- uppsetninga í naflaæð, lífgana, Intubationa, mænuholsástunga, o.fl. Einnig fer þar fram öll vökva- og lyfjatiltekt. í aðgerðarherbergi eru: sog og súrefnisáhöld, Intu- bationsbakki, vökva- og blóð- skiptabakkar og öndunarvélar til- búnar til notkunar. Mikilvægt er að aðgerðaherbergi sé vel útbúið og allir hlutir þar í góðu lagi, þar sem það er oft fyrsti viðkomustaðurinn, við innlögn á deildina. Helstu tilfelli 1. Fyrirburðir — börn sem fædd erufyrir 37. meðgönguviku. 2. Börn sem eru lítil fyrir með- göngulengd — svo sem börn mœðra með fæðingareitrun. 3. Börn með lágan APGAR. 4. Tangar- eða sogklukkufæðing- ar. 5. Börn mœðra með sykursýki. 6. Sitjandi stöður. 7. Hafi legvatn verið farið lengur en í 24 klst. fyrir fæðingu. 8. Tvíburar— oft erseinna barnið í sitjandi stöðu. 9. Vansköp. Tœkjakostur deildarinnar Hitakassar eru 10 talsins, ýmist með eða án sjálfvirks hitastillis. Rakagjafi og súrefnisinntak er á öll- um kössum. Á stofu númer I fylgir hverjum hitakassa hjarta- og öndunarmonitorar, sem ekki eru færanlegir. Súrefnismælir, því aldrei er börnunum gefið 02 án þess að % magn sé mælt, og að sjálf- sögðu er við hvern kassa sog og súr- efni, ballon og maski. Á stofu II eru færanlegar hjarta- og eða öndunarvélar, einnig er þar öndunardýna, sem börnin liggja á, en þurfa ekki elektróður. öll þessi áhöld er hægt að stilla þannig, að ef
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.