Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Blaðsíða 39

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Blaðsíða 39
Forgangsverkefni innan heilbrigðisþjónustunnar Fulltrúafundur SSN 1979 Fyrir hönd danska hjúkrunarfélags- ins bauð Annalise Gregersen, for- maður svæðisdeildarinnar í Vejle, þátttakendur velkomna og Toini Nousiainen, formaður SSN, setti fulltrúafundinn sem er sá 9. sem haldinn er eftir reglugerðarbreyt- inguna sem átti sér stað hér á ís- landi 1970. Að loknum aðalfundarstörfum veitti Kirsten Stallknecht, formað- ur Dansk Sygeplejerád's, fróðlegar upplýsingar um kröfur þær sem gerðar eru til hjúkrunarfræðinga frá löndum innan Efnahagsbandalags Evrópu (EBE), vegna atvinnuleyfis í Danmörku. Á/undi 14.-15. ágúst sl. samþykkti J Dansk Sygeplejerád athugasemdir til heilbrigðisyfirvalda varðandi hjúkrunarfræðinga sem koma frá viðkomandi löndum og óska eftir stöðum í Danmörku. Þar sem greinargerð danska félagsins er um- fangsmikil, viljum við benda á að hún var birt í „Sygeplejersken“ nr. 37, 1979 (septemberblað). Grein- argerðin ber heitið: EF-statsborg- eres adgang til at virke som syge- plejersker i Danmark. Það má þó vekja athygli á því að danska hjúkr- unarfélagið leggur mikla áherslu á að umsækjendur uppfylli þær kröf- ur að hafa nægilegt vald á danskri tungu. Án þess væri ekki hægt að hjúkra sjúkum. Ennfremur kynnti Dorothy C. Hall, hjúkrunarmálafulltrúi Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar skýrsl- Fulltrúafundur Samvinnu nor- rænna hjúkrunarfrœðinga varhald- inn dagana 11.-14. september sl. á Hotel Munkebjerg við Vejle í Dan- mörku. Aðalumræðuefni fundarins var: Forgangsverkefni innan heil- brigðisþjónustunnar. Frá sjónarhóli SSN hefur það úr- slitaþýðingu, að hjúkrunarfræðing- ar takiþátt íáætlanagerð og ákvarð- anatöku, svo að því stefnumarki innan heilbrigðismála verði náð — að efla heilbrigði fremur en að með- höndla sjúkdóma. Fundinn sátu 69 þátttakendur frá öllum aðildarfélögunum, en SSN hefur um 170 þúsund hjúkrunar- fræðinga innan sinna vébanda. una „WHO's Medium Program in Nursing/Midwifery". í Finnlandi eru þegar hafnar um- ræður og tilraunir samfara þessari áætlun sem miðar að sjálfstæðari hjúkrunarstörfum. Fram kom að 17 heilsugæslustöðvar og 8 sjúkrahús óskuðu eftir því að vera með í þess- um tilraunum. Varðandi menntun hjúkrunarfræð- inga tók Dorothy C. Hall það fram að síðan 1973 hafi ísland verið skrefi á undan hinum Norðurlönd- unum, en það ár hóf námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands göngu sína. Þetta kemur einnig fram í nýútkominni danskri hjúkr- unarsögu sem er kennslubók fyrir hjúkrunarnema, eftir Inger Götzsche, forstjóra. Bókin ber heit- ið: Sygeplejens udvikling og kultur- historiske baggrund. Á fundinum var einnig skýrt frá helstu viðfangsefnum hvers aðild- arfélags á sl. ári. Þar kom m.a. fram að í Noregi, en þar hafa stjórnunar- störf hjúkrunarfræðinga í heilsu- gæslu verið til margra ára mjög sjálfstæð, liggur nú fyrir tillaga frá 1.1. 1979 þar sem mjög er gengið á þennan hefðbundna rétt. Þetta á sérstaklega við um geðvernd. Norska hjúkrunarfélagið fór því fram á stuðningsyfirlýsingu frá SSN varðandi þetta mál. „Fulltrúafundur Samvinnu nor- rænna hjúkrunarfræðinga (SSN) haldinn á Hotel Munkebjerg í Vejle, 11.-14. september 1979, er ákveðið þeirrar skoðunar að hjúkr- unarfræðingar beri ábyrgð á stjórn- un og framkvæmd hjúkrunar á öll- um sviðum innan sjúkrahúsa og heilsugæslu. Fulltrúafundur SSN styður tillögu norska hjúkrunarfélagsins þess efn- is að eingöngu hjúkrunarfræðing- um verði falin ábyrgð á stjórnun og sérhæfingu hjúkrunarþjónustunn- ar.“ HJÚKRUN 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.