Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Síða 39

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Síða 39
Forgangsverkefni innan heilbrigðisþjónustunnar Fulltrúafundur SSN 1979 Fyrir hönd danska hjúkrunarfélags- ins bauð Annalise Gregersen, for- maður svæðisdeildarinnar í Vejle, þátttakendur velkomna og Toini Nousiainen, formaður SSN, setti fulltrúafundinn sem er sá 9. sem haldinn er eftir reglugerðarbreyt- inguna sem átti sér stað hér á ís- landi 1970. Að loknum aðalfundarstörfum veitti Kirsten Stallknecht, formað- ur Dansk Sygeplejerád's, fróðlegar upplýsingar um kröfur þær sem gerðar eru til hjúkrunarfræðinga frá löndum innan Efnahagsbandalags Evrópu (EBE), vegna atvinnuleyfis í Danmörku. Á/undi 14.-15. ágúst sl. samþykkti J Dansk Sygeplejerád athugasemdir til heilbrigðisyfirvalda varðandi hjúkrunarfræðinga sem koma frá viðkomandi löndum og óska eftir stöðum í Danmörku. Þar sem greinargerð danska félagsins er um- fangsmikil, viljum við benda á að hún var birt í „Sygeplejersken“ nr. 37, 1979 (septemberblað). Grein- argerðin ber heitið: EF-statsborg- eres adgang til at virke som syge- plejersker i Danmark. Það má þó vekja athygli á því að danska hjúkr- unarfélagið leggur mikla áherslu á að umsækjendur uppfylli þær kröf- ur að hafa nægilegt vald á danskri tungu. Án þess væri ekki hægt að hjúkra sjúkum. Ennfremur kynnti Dorothy C. Hall, hjúkrunarmálafulltrúi Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar skýrsl- Fulltrúafundur Samvinnu nor- rænna hjúkrunarfrœðinga varhald- inn dagana 11.-14. september sl. á Hotel Munkebjerg við Vejle í Dan- mörku. Aðalumræðuefni fundarins var: Forgangsverkefni innan heil- brigðisþjónustunnar. Frá sjónarhóli SSN hefur það úr- slitaþýðingu, að hjúkrunarfræðing- ar takiþátt íáætlanagerð og ákvarð- anatöku, svo að því stefnumarki innan heilbrigðismála verði náð — að efla heilbrigði fremur en að með- höndla sjúkdóma. Fundinn sátu 69 þátttakendur frá öllum aðildarfélögunum, en SSN hefur um 170 þúsund hjúkrunar- fræðinga innan sinna vébanda. una „WHO's Medium Program in Nursing/Midwifery". í Finnlandi eru þegar hafnar um- ræður og tilraunir samfara þessari áætlun sem miðar að sjálfstæðari hjúkrunarstörfum. Fram kom að 17 heilsugæslustöðvar og 8 sjúkrahús óskuðu eftir því að vera með í þess- um tilraunum. Varðandi menntun hjúkrunarfræð- inga tók Dorothy C. Hall það fram að síðan 1973 hafi ísland verið skrefi á undan hinum Norðurlönd- unum, en það ár hóf námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands göngu sína. Þetta kemur einnig fram í nýútkominni danskri hjúkr- unarsögu sem er kennslubók fyrir hjúkrunarnema, eftir Inger Götzsche, forstjóra. Bókin ber heit- ið: Sygeplejens udvikling og kultur- historiske baggrund. Á fundinum var einnig skýrt frá helstu viðfangsefnum hvers aðild- arfélags á sl. ári. Þar kom m.a. fram að í Noregi, en þar hafa stjórnunar- störf hjúkrunarfræðinga í heilsu- gæslu verið til margra ára mjög sjálfstæð, liggur nú fyrir tillaga frá 1.1. 1979 þar sem mjög er gengið á þennan hefðbundna rétt. Þetta á sérstaklega við um geðvernd. Norska hjúkrunarfélagið fór því fram á stuðningsyfirlýsingu frá SSN varðandi þetta mál. „Fulltrúafundur Samvinnu nor- rænna hjúkrunarfræðinga (SSN) haldinn á Hotel Munkebjerg í Vejle, 11.-14. september 1979, er ákveðið þeirrar skoðunar að hjúkr- unarfræðingar beri ábyrgð á stjórn- un og framkvæmd hjúkrunar á öll- um sviðum innan sjúkrahúsa og heilsugæslu. Fulltrúafundur SSN styður tillögu norska hjúkrunarfélagsins þess efn- is að eingöngu hjúkrunarfræðing- um verði falin ábyrgð á stjórnun og sérhæfingu hjúkrunarþjónustunn- ar.“ HJÚKRUN 27

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.