Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Blaðsíða 46
Gerríe Kilburn, lektor
Atvinnu-
heilbrigðismál
Nýlega var stödd hér á landi Gerrie
Kilburn, hjúkrunarfræðingur. Hún
er kennari við City College School
of Nursing City University í -New
York. Hélt hún erindi á vegum
Hjúkrunarfélags íslands í Hjúkrun-
arskóla íslands 25. september sl.
Fjallaði það um atvinnuheilbrigðis-
mál og var fyrirlesturinn auglýstur
og opin öllum hjúkrunarfræðingum
og nemum.
Flestir hafa einhverja hugmynd um
atvinnusjúkdóma, en lítt er kannað
hversu mörg sjúkdómstilfelli megi
rekja til atvinnu eða vinnustaða
manna. Um fyrirbyggjandi aðgerðir
og störf hjúkrunarfræðinga á vinnu-
stöðum höfum við ekki orð yfir á
íslenku annað en heilsuvernd, en á
ensku kallast það occupational
health nursing (OHN).
Þar sem þessi mál eru lítt þróuð hér
á landi, þykir okkur viðeigandi að
kynna í stuttu máli það sem Gerrie
Kilburn fjailaði um í erindi sínu.
Skilgreining ameríska hjúkrunar-
félagsins á OHN er: að beita hjúkr-
unarfræði í framkvæmd til að auka,
endurbæta og viðhalda heilsu
starfsfólks á vinnustöðum.
Hjúkrunin beinist að starfsmannin-
um og heilsu hans á vinnustað. Til
þess þarf hjúkrunarfræðingurinn
sérþekkingu tengdri vinnuaöstöðu
eða umhverfi.
Árið 1888 var fyrsti hjúkrunar-
fræðingurinn á þessu sviði ráðinn af
kolaframleiðendum í Pennsylv-
aníu. Nú stunda 20 þúsund hjúkr-
unarfræðingar heilsugæslu á vinnu-
stöðum 80 miljóna starfsmanna.
Flestir hafa þeir 3ja ára hjúkrunar-
nám, nokkrir B.S. próf og fáeinir
2ja ára nám.
Starf þeirra er mismunandi mikið,
en flestir eru einir á sínum vinnu-
stað.
Helstu viðfangsefni þeirra eru: 1)
að vinna með stjórnendum og lækn-
um við að skipuleggja og fram-
kvæma starf heilsugæsludeildar-
innar, 2) velja vörur, tæki o.fl, 3)
halda skýrslur um öll óhöpp sem
koma fyrir, 4) þjálfa og stjórna að-
stoðarfólki við heilsugæsluna, 5)
taka þátt í slysavörnum og aðgerð-
um sem fyrirbyggja atvinnusjúk-
dóma, 6) meðferð slysa, 7) vísa
starfsmönnum til annarra aðila ef
þörf gerist, 8) taka þátt í læknis-
skoðunum, 9) leiðbeina starfsfólki,
10) endurhæfa þegar þörf er á, 11)
fylgjast með slysagildrum á vinnu-
stöðum, 12) taka þátt í og fram-
kvæma rannsóknir.
Hafa ber í huga að markmið fyrir-
tækisins er að framleiða eða veita
ákveðna þjónustu, frekar en að
tryggja heilsufar starfsfólks. Flestir
starfsmanna eru heilbrigðir en
margir atvinnusjúkdómar, og þá
oftast af völdum mengunar, geta
haft langan meðgöngutíma, 20-30
ár s.s. asbestosis o.fl. En þegar
menn vinna lengi á sama vinnustað
gefst ákjósanlegt tækifæri til að
fylgjast með heilsufari og þörfum
þeirra.
Formleg kennsla í occupational
health nursing í Bandaríkjunum er
lítil eða engin ennþá, en hægt er að
taka það sem valgrein á B.S. stigi í
háskóla.
Því er spáð að þessum þætti heil-
briðisþjónustunnar verði gerð betri
skil í námi og framkvæmd í framtíð-
inni vegna aukinnar þekkingar. En
ekki þarf sérmenntun til þess að sjá
samræmið milli heilsu starfsfólks og
aðbúnaðar á vinnustað.
Þótt áheyrendur Gerrie hafi ekki
fyllt marga tugi, þá vakti erindið
mikinn áhuga viðstaddra og stóðu
umræður í rúma klukkustund á eft-
ir. Kunnum við Gerrie Kilburn
bestu þakkir fyrir fróðlegt og
skemmtilegt erindi. A.S.I
Frá fyrirlestri Gerrie Kilburn. Ljósm.: Sigrún Hulda Jónsdóttir
34
HJÚKRUN