Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Blaðsíða 12
ið Nýi hjúkrunarskólinn og hóf
hann starfsemi sína haustið 1972.
Fyrsti hópurinn, sem stundaði nám
í skólanum voru ljósmæður. f*ær
hófu nám í hjúkrunarfræði árið
1972 á vegum heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytisins. Er Nýi
hjúkrunarskólinn tók til starfa flutt-
ust þær yfir í hann að beiðni ráðu-
neytisins og af þeim hópi braut-
skráðist 21 frá skólanum í desem-
ber 1974. Annar hópur ljósmæðra,
18 að tölu auk tveggja þroskaþjálfa,
lauk prófi í desember 1977. Þriðji
hópur nemenda lauk hjúkrunar-
fræðinámi í skólanum í desember
1978, þeir voru 14.
Þótt Nýi hjúkrunarskólinn hafi
upphaflega átt að starfa á svipuðum
grundvelli og Hjúkrunarskóli Is-
lands og samkvæmt sömu reglu-
gerð, kom brátt í ljós að mikil eftir-
spurn og ákveðnar óskir komu frá
hjúkrunarfræðingum um, að skól-
inn yrði fremur rekinn sem fram-
haldsskóli fyrir hjúkrunarfræðinga
en venjulegur hjúkrunarskóli. Skól-
inn hefur því með samþykki
menntamálaráðherra farið inn á
þær brautir að veita framhaldsnám í
ýmsum framhaldsgreinum hjúkr-
unar: Geðhjúkrun, skurðhjúkrun,
svæfingahjúkrun, gjörgæslu og
hjúkrun á handlækninga- og lyf-
lækningadeildum.
Á þessum árum hefur skólinn
brautskráð alls 55 hjúkrunarfræð-
inga og 80 hjúkrunarfræðinga úr
framhaldsnámi ýmiss konar.Við
framhaldsnám eru nú 43 hjúkrun-
arfræðingar og 12 ljósmæður í
hjúkrunarnámi. Gert er ráð fyrir að
kennsla í félagshjúkrun eða heilsu-
gæslu hefjist í janúarbyrjun á næsta
ári.
Með tilkomu Nýja hjúkrunarskól-
ans hafa hjúkrunarfræðingum opn-
ast nýjar leiðir til framhaldsnáms
hér á landi, kostnaðarminni og auð-
veldari en er þeir þurftu að fara ut-
an.
Þá var lyft því Grettistaki á þessum
áratug að færa hjúkrunarfræðinám
inn í Háskóla íslands. Námsbraut í
hjúkrunarfræði var stofnuð við há-
skólann haustið 1973 ítengslum við
læknadeild. Þetta er fjögurra ára
nám, er lýkur með BS. gráðu í
hjúkrunarfræði. Námið er allfrá-
brugðið hinu hefðbundna hjúkr-
unarfræðinámi, er kennt hefur ver-
ið í Hjúkrunarskóla íslands og Nýja
hjúkrunarskólanum. Bóklegt nám
er allmiklu meira en verklegt nám í
sjúkrahúsum (kliniskt nám) mun
minna. Háskóli íslands hefur þegar
brautskráð 36 hjúkrunarfræðinga,
af þeim hafa 8 auk þess lokið prófi í
uppeldisfræðum til kennsluréttinda
og tveir verða á þessum vetri við
framhaldsnám í háskólum í Banda-
ríkjunum.
í Háskóla íslands stunda nú um 100
nemendur nám í hjúkrunarfræði.
Allmikill gustur hefur staðið um
þessa námsbraut í háskólanum,
sumir telja hana lyftistöng fyrir
hjúkrunarfræðinga og hjúkrunar-
þjónustu í landinu, aðrir telja hjúkr-
unarfræði ekki eiga heima í vísinda-
stofnun. Hjúkrunarfélag íslands
hefur sýnt afstöðu sína með því að
óska eftir því við yfirvöld, að allt
nám í hjúkrunarfræði fari fram í há-
skólanum eins fljótt og því verður
viðkomið.
Við námsbrautina er starfandi einn
lektor í hjúkrunarfræði og einn adj-
unkt, auk þess var á síðastliðnu
sumri auglýst til umsóknar staða
dósents í hjúkrunarfræði.
Þá hafa um 35 hjúkrunarfræðingar
lokið eins árs námi frá Kennarahá-
skóla Islands.
Rit
í febrúarbyrjun 1978 gaf heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðuneytið út
Hjúkrunarmál, yfirlit yfir nám og
störf hjúkrunarfræðinga og sjúkra-
Iiða. Þetta rit, sem út kom í 500
eintökum seldist upp á 7 mánuðum.
Þetta er fyrsta ritið, sem gefið er út
um hjúkrunarmál hér á landi og
hefur ráðuneytið áhuga á að gefa
það út að nýju á árinu 1980, senni-
lega þá aukið og endurbætt.
Lokaorð
I þessu stutta yfirliti hefi ég stiklað á
stóru og einkum drepið á þau mál-
efni, er fjallað hefur verið um af
löggjafa og ráðuneytum.
Heiti greinar minnar geri ég að
lokaorðum og bið félaga mína að í-
huga: „Höfum við gengið til góðs.“
15. október 1979
8
HJÚKRUN