Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Blaðsíða 40
Islensku þátttakendurnir eru fremstir á myndinni. Frá vinstri: Svanlaug Árnadóttir formaður Hjúkrunarfélags íslands, Ása St. Atladóttir
varaformaður félagsins, Helga Bjarnadóttir hjúkrunarnemi, Ingibjörg R. Magnúsdóttir deildarstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, Steinunn Sigurðar-
dóttir hjúkrunarforstjóri Sjúkrahúss Akraness, Áslríður Karlsdóttir Tynes heilsuverndarhjúkrunarfrœðingur, Anna María Andrésdóttir hjúkrun-
arfrœðingur, Jón Karlsson hjúkrunarnemi og Ingibjörg Árnadóttir ritstjóri tímaritsins Hjúkrun. Fyrir aftan, við ncestu tvö borð sitja sœnsku
þátttakendurnir og síðan þeir dönsku. Gagnstætt til vinstri sátu Finnar og síðan Norðmenn.
Tilraunamiðstöð — Barnsburð-
arleyfi
í Finnlandi hefur verið komið á fót
tilraunamiðstöð varðandi tölvu-
væðingu innan sjúkrahúsa. Stöð
þessi kemur væntanlega til með að
marka línur í framtíðarþjónustu á
þessu sviði þar í landi.
Finnska hjúkrunarfélagið færði því
danska hjúkrunarfélaginu sérstakar
þakkir fyrir framgang þess og fram-
lag, en tölvuvæðing innan sjúkra-
húsa var aðalumræðuefni fulltrúa-
fundarins 1978. „Án þeirra upplýs-
inga sem þar komu fram hefðum
við ekki verið nægilega undurbúin
til þátttöku í þessu verki, en við höf-
um verið með í skipulagningunni
frá byrjun," sagði fulltrúi finnska
félagsins.
Það kom einnig fram hjá Finnum að
barnsburðarleyfi er 9 mánuðir fyrir
móður og 12 dagar fyrir föður.
Kostnaður— Hagnaður
Vegna umræðuefnisins „Forgangs-
verkefni innan heilbrigðisþjónust-
unnar” voru tilkallaðir áhrifaaðilar
heilbrigðisþjónustu hvers lands sem
fyrirlesarar. Hjúkrunarfélag ís-
lands fór þess á leit við Davíð
Gunnarsson, framkvæmdastjóra
ríkisspítala að hann tæki það verk-
efni að sér og varð hann við þeirri
beiðni. Hann fjallaði síðan um það
hvaða þættir heilbrigðisþjónust-
unnar ættu að hafa forgang og sagði
m.a.: „Aðalatriði við heilsugæsluna
til langs tíma litið, eru fyrirbyggj-
andi aðgerðir sem geta vafalaust
sparað verulegan kostnað vegna
heilbrigðisþjónustu. Sé aftur á móti
litið til stutts tíma, er augljóst að
aukin heilsugæsla mun ekki draga
úr kostnaði vegna sjúkrahúsþjón-
ustu. Við getum því ekki vænst þess
að sjá fjárhagslegan árangur auk-
innar heilsugæslu eftir stuttan tíma
en langtímaáætlunin gæti tekist
með góðri samvinnu heilbrigðis-
þjónustunnar innan sjúkrahúsa og
utan,“ sagði Davíð Gunnarsson að
lokum.
Það vakti athygli á fundinum er
Davíð Gunnarsson snaraði yfir á
sína ágætu sænsku, kafla úr lögum
um heilbrigðisþjónustu frá 1978,
þar sem fram kemur „hjúkrunar-
stjóri skipuleggur hjúkrun á deild-
inni í samráði við hjúkrunarfor-
stjóra og ber ábyrgð á henni“, því
íslenskir hjúkrunarfræðingar eru
þeir einu á Norðurlöndum sem hafa
slík ákvæði í lögum.
Stjórnarkjör
Toini Nousiainen frá Finnlandi var
endurkjörin formaður SSN, Kirsten
Stallknecht, Danmörku endurkjör-
in 1. varaformaður, Svanlaug
Árnadóttir var á fundinum kjörin 2.
varaformaður samtakanna.
Kosning er til eins árs í senn.
28
HJUKRUN