Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Blaðsíða 51
Fækkun starfsfólks á
sjúkrahúsum
Síðastliðna 2-3 mánuði hefur verið starfandi nefnd
með fulltrúum flestra starfshópa, sem vinna á sjúkra-
húsum.
Nefnd þessi tók til starfa vegna boðskapar stjórnar-
nefndar ríkisspítalanna í júlí sl. um að fækka ætti
starfsfólki á sjúkrahúsum. Nefndin einsetti sér að
reyna að komast að því, hvernig standa ætti að þessum
fækkunum, hvaða starfsfólki er ofaukið og hvar eigi að
skerða þjónustu við sjúklingana, en það hlýtur að
verða eðlileg afleiðing starfsfólksfækkunar.
Til þessa hefur verið erfitt að fá svör við þessum atrið-
um, þrátt fyrir ýtarlegar tilraunir. 5. nóv. var haldinn
opinn fundur að Hótel Sögu og þangað boðið ýmsum
ráðamönnum, sem þarna fengu tækifæri til að svara
fyrir sig, auk þess sem umræður voru opnar.
Troðfullur Súlnasalur sýndi svo ekki var um villst, að
starfsfólk sjúkrahúsanna lét þetta mál sig miklu
skipta.
Fyrirlesari af hálfu HFÍ var Þuríður Backman.
Á fundinum var m.a. á það bent, af hálfu starfsfólks,
að enginn liti neikvætt á aukna hagræðingu og breyt-
ingar þar sem þeim væri við komið. Rannsóknir þyrftu
þó að liggja fyrir, sem sýndu og sönnuðu að slíkt ætti
ekki eftir að koma niður á þjónustunni við sjúka.
Ekki hefur verið hafist handa varðandi niðurskurð
þennan, enn sem komið er.
Málið er enn í athugun og mun nefndin starfa áfram.
Fundarstjórar voru hjúkrunarfræðingarnir Ingibjörg
Helgadóttir og Jóna V. Höskuldsdóttir.
Á fundinn kom sögsveitin Kjarabót og flutti brag sem
saminn var af þeim félögum í tilefni fundarins, við lög
úr Kardimommubænum, og fer hann hér á eftir:
KARDIMOMMURÍKIÐ
Við erum stödd í Kardimommuríkinu. Þar hefur verið
gripið til mikilla sparnaðarráðstafana. Við heyrum
fyrst í niðurskurðarnefndinni: (lag: Við læðumst hægt
um laut oggil ...)
Á spítölunum spörum viö
og splæsum ekki krónu
sjá tillt þetta Sóknarlið
þœr Siggu, Möggu og Jónu.
ídrulluverkin dygði ein
þótt deildin yrði ekki eins hrein.
Þófœkkum við aldrei um ofeða van
hvorki kratar né kommar né íhaldið.
Við nálgumst hœgt um næturbil
með niðurskurðarhnífa,
ef sjúkraliða sjáum við
síst þeim munum hlífa,
og flesta þessa fræðinga
við flokkum ei sem gæðinga
og aflífum þá eins og afsláttarhross
bæði háskólamenntaða og hins'egin.
Þá víkur sögunni að lækninum. Hann kemur til vinnu
sinnar á skurðstofugangi nokkru eftir að sparnað-
urinn hófst og er orðinn langþreyttur á ástandinu.
Doktor Saxi:
Hvar er húfan mín, hvar er handklæðið,
hvar er hjúkkan mín, sem á að standa mér við hlið,
hvar erskammelið, hvar erskurðborðið,
því að skera þennan sjúkling þolir enga bið,
það var lán að enginn lést hjá mér í gœr.
HJÚKRUN
39