Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Blaðsíða 44

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Blaðsíða 44
Hverjar voru helstu umrœður og niðurstöður í þeim hópi sem þú starfaðir í? — Spurningin sem hópurinn fjallaði um var „Hvernig á að byggja upp og þróa samvinnu milli heilsuverndar/ heimilishjúkrunar og sjúkrahús- anna?“ Allir í hópnum voru sammála um að upplýsingamiðlun frá sjúkrahús- unum til heilsuverndar/heimils- hjúkrunar væru langt frá því að vera fullnægjandi. Rætt var um ýmislegt til úrbóta. M.a. skyldi reynt að hafa áhrif á stjórnendur, stjórnmála- menn, lækna o.fl. um mikilvægi þess að samstarfið milli heilsu- verndar, sjúkrahúsa og heima- hjúkrunar geti orðið að veruleika. Tryggja verði með lögum að tjá- skipti milli ólíkra meðferðaraðila séu virk svo að tryggt verði áfram- hald í meðferð sjúklinga/skjól- stæðinga eftir af sjúkrahúsi kemur. Hópurinn taldi mikilvægt: — að skipuleggja verði samvinnu milli hinna ólíku meöferðaraðila — að sá hjúkrunarfræðingur sem tæki þátt í þeirri skipulagningu, hefði fram- haldsmenntun í stjórnun. Hvað áleit hópurinn að vœri til ráða? — Breyta innihaldi hjúkrunar- menntunarinnar þannig að meira sé miðað við heilbrigði og viðhald þess. Reglubundnar ráðstefnur og nám- skeið til aö viðhalda skilningi og þekkingu á starfssviði hópanna inn- an hjúkrunarþjónustunnar. Heimsóknir og samstarf milli þeirra sem vinna í heilsuvernd/heima- hjúkrun og þeirra sem starfa á sjúkrahúsum. Fljótlega kemur tölvuvæðing, sem upplýsingamiðill inn í myndina. Niðurstaða hópsins var því að ítreka að gera skuli hjúkrunarfræð- ingnum kleift að hafa aukin áhrif á þróunina innan síns sérsviðs. Ingibjörg R. Magnúsdóttir Ase Andersson, formaður Árósa- svæðis hjúkrunarfélagsins danska bar fram eftirfarandi fyrirspurn til Ingibjargar R. Magnúsdóttur deild- arstjóra og námsbrautarstjóra hjúkrunarfræði í Háskóla íslands, en Ingibjörg sat fundinn sem á- heyrnarfulltrúi: Hvert er viðhorf gagnvart hjúkrun- arfræði í Háskóla Islands og hverer reynsla af starfi hjúkrunarfræðinga þaðan. Ingibjörg fór nokkrum orðum um hjúkrunarfræðinám í háskólanum og rakti aðdraganda þess. Hún sagði að háskólinn væri búinn að brautskrá 36 hjúkrunarfræðinga með BS gráðu. Nokkrir þeirra hefðu haldið áfram í háskólanum og lokið námi í uppeldisfræðum til kennsluréttinda, nokkrir væru við nám eða störf erlendis og aðrir við störf í skólum, sjúkrahúsum og við heilsugæslu. Enn væri of snemmt að leggja dóm á störf hjúkrunarfræð- inga BS. Augljóst væri, að þeir væru fúsari á að taka að sér kennslustörf, en hjúkrunarfræðingar hafa verið til þessa, en flestir vildu afla sér meiri reynslu í starfi áður en þeir tækju að sér stjórnun. Að því leyti væru þeir ekkert frábrugðnir öðr- um einstaklingum nýkomnum frá prófborði. Þá nefndi Ingibjörg að í nýjum lögum um heilbrigðisþjón- ustu (frá 1978) væri kveðið á um ábyrgð hjúkrunarfræðinga og stjórnun hjúkrunar og að „aukin á- byrgð í starfi krefðist meiri þekking- ar og betri menntunar. ‘ ‘ Móttaka danska félagsins Dansk Sygeplejerád tók að vanda á móti sínum norrænu gestum með mikilli reisn. Sá stutti tími sem var til lystisemda var notaður til þess að bjóða þátttakendum að skoða hina fornu Jelling kirkju. Þar var fyrsta kirkjan reist 960. Við kirkjuna standa stórbrotnir rúnasteinar frá sama tíma, sem eru merkustu stein- ar Danmerkur. Ennfremur var boðið í Legoland, sem er Legokubbaborg með öllu tilheyrandi. Þar mátti sjá bæi, borg- ir og minnismerki víðs vegar að úr heiminum. Við fslendingarnir söknuðum þó þess að þar var ekkert að finna frá íslandi. Úr því mætti bæta t.d. með fyrirmynd frá Vestmannaeyjum eða öðrum á- móta þekktum stöðum. Ennfremur bauð danska hjúkrunarfélagið til hátíðarkvöldverðar. Við það tæki- færi var fráfarandi stjórnaraðilum þeim Gerd Zetterström Lagervall Svíþjóð, Monu Donner Finnlandi og síðast enn ekki síst Maríu Pétursdóttur þakkað margra ára ötult starf í þágu SSN. María Pétursdóttir var því miður ekki viðstödd til að taka á móti gjöf og þakklæti frá samtökunum en Svan- laug Árnadóttir, formaður HFÍ, veitti gjöfinni viðtöku og var hún beðin fyrir hinar bestu kveðjur og þakkir til Maríu. Menntunarmál rœdd á íslandi 1980 Næsti fulltrúafundur verður hald- inn á Hótel Loftleiðum í september 1980. Aðalumræðuefni fundarins verður: menntun hjúkrunarfræð- inga á Norðurlöndum og hvort menntunin uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til hjúkrunarfræð- inga. □ 32 HJÚKRUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.