Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Blaðsíða 37

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Blaðsíða 37
Drengurinn sem við hittum á Barnaspítala Hringsins var að byggja sjúkrahús í líflegum litum. Sjúkrahús eiga ekki að vera hönnuð né útbúin þannig að börnin hafi það á tilfinningunni að þau séu ífangelsi. Landspítalanum. Það er gott að þetta er samræmt, en aðstaðan mætti svo sannarlega vera betri. Á langlegudeildum þarf að vera vel útbúin kennslustofa það stór, að hægt sé að koma þar fyrir rúmliggj- andi börnum. Gera þarf ráð fyrir góðri aðstöðu fyrir föndur, — aðstöðu fyrir þau börn sem vilja teikna og leika sér með liti og leir. í þessu sambandi, verður að gæta þess, að einnig hér sé hægt að koma fyrir rúmliggjandi börnum. Þá er einnig nauðsynlegt að ráðinn sé hæfur starfskraftur til þess að leiðbeina börnunum. í þessu sambandi er einnig mjög þýðingarmikið að gera ráð fyrir möguleika til þess að börnin geti hengt upp myndir sínar á þar til gerðar töflur, en ekki límdar á veggi með límbandi. Slíkar töflur eru ó- dýr lausn. — Að hengja upp myndir og hluti sem börnin gera, er bæði höfundunum til uppörfunar og öðr- um börnum til ánægju. Slíkar sýn- ingar ættu ekki að vera bundnar við barnadeildir, heldur ættu þær að geta orðið farandsýningar á milli allra deilda sjúkrahússins, — þá einnig fullorðnum til gleði. Oft er það svo að með slíkum myndum tjá börnin hug sinn um sjúkrahúsvistina. Ættu hönnuðir, starfsfólk á sjúkrahúsum, sálfræð- ingar o.fl. að gefa gaum að þessum myndum og draga lærdóm af þeim. Sigríður Björnsdóttir listamaður hefir lagt grundvöll að slíkri fönd- urstarfsemi á Barnaspítala Hrings- ins og hefir hún þar og víðar verið mjög löfuð fyrir það starf. Aðstöð- una þarf hinsvegar að bæta mjög. Umhverfi barnadeilda þarf að vera þægilegt, og svipað venjulegum heimilum. Litir hafa mikið að segja fyrir umhverfið. Þó eru ekki allir sammála þessu. Get ég í þessu sam- bandi, að þegar við teiknuðum sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum, fengum við mjög frjálsar hendur um litaval, — fengum meira að segja að velja lit á sængurfötin. Við gerðum það með mestu gleði, — og liturinn var svo sannarlega ekki hvítur. Við vígsluna var þetta mjög gagnrýnt, — sérstaklega af hjúkrunarfræðing- um. Síðan hefi ég rætt þetta við lækna, bæði í Vestmannaeyjum og víðar. Læknar segja að herbergislitir geti t. d. haft áhrif á sjúkdómsgreining- ar, — ef herbergið er gult mun vera mjög erfitt að skilgreina gulu. í viss- um litum er mjög erfitt að greina hvort fólk sé að blána í andliti, fölna eða roðna. Þá hafa vissar tegundir tlúrljósa mjög mikil áhrif á litarhátt fólks. Varðandi liti get ég einnig nefnt það, að í Vestmannaeyjum völdum við dökkbláan gólfdúk. Við fengum þar einnig kvartanir. Af hverju? Jú það var vegna þess að það sást of mikið á honum, — bæði ryk o.fl. Það var einmitt þess vegna sem við völdum þennan lit. Hjúkrunarstjóri Barnaspítala Hringsins tjáði mér að önnur hæð deildarinnar hefði verið máluð fyrir u. þ.b. tveimur árum og þá með all- óvenjulegum litum. Þegar ég spurði hana, hver hefði ráðið litavalinu var svarið: „Ja, deildinni var lokað þegar við vorum í sumarleyfi, — þá var þetta málað. Ég held bara að málararnir hafi HJÚKRUN 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.