Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Blaðsíða 38
ráöiö þessu." Ég spurði þá hver viö-
brögðin heföu orðið. „Okkur
fannst nokkrir litanna vera nokkuð
djarfir, en þá létum við bara mála
yfir þá með öðrum litum."
Pá finnst mér vakna sú spurning, —
hver á að ráða? Á að ráða einhvern
til þess að velja liti, — aðila sem
virkilega hefir vit á slíku, — eiga
málararnir að ráða, — eða starfs-
fólkið? Starfsfólk kemur og fer, —
sá næsti segist ekki vilja þessa liti
sem fyrir voru, — á að mála aftur?
Þarna þarf einhvern ábyrgan aðila,
sem ákveður þetta í eitt skipti fyrir
öll.
I skólum sem byggðir eru í dag er
viðurkenndur ákveðinn hundraðs-
hluti af byggingarkostnaði til list-
skreytinga og ættu hönnuöir að
fylgja því mjög vel eftir. Ekki veit ég
til þess að þetta sé þó viðurkennt
varðandi sjúkrahús.
Að mínum dómi ber umhverfi
barnadeildarinnar á Landakots-
spítala af, e.t.v. vegna þess að hún
hefir færri sjúkrarúm. Einnig má
geta þess í þessu sambandi að list-
skreytingar eftir Gunnar Bjarnason
leiktjaldamálara, eru á tlestum
sjúkrastofum, en þær setja mjög
hlýlegan og skemmtilegan blæ á
stofurnar. Því miður er ekki slíkt að
sjá í setustofu né leikstofu.
Erlendis hefir nú yfirleitt verið
komið fyrir dýrabúrum t.d. með
kanínum, marsvínum og hömstr-
um. Spurning vaknar um ofnæmi
hjá börnum. Nú er sagt að börnin
finni þetta sjálf svo og starfsfólkið,
ekki síst ef allir vinna saman, bæði
börn og hjúkrunarstarfslið. Fiska-
búreru einnig vinsæl.
Væri ekki hugsanlegt að útbúa
gróðurhús, sem börn get heimsótt
og jafnvel fengið lánaðar plöntur,
— plöntur sem börnin geta farið
með á viðkomandi sjúkrastofu.
Ef slíkt á sér stað fer að vakna þessi
sígilda spurning um bakteríur, —
bæði er varðar mold og dýr. Ég held
að læknar og hjúkrunarfræðingar
séu að miklu leyti hættir að hugsa
eins mikið um bakteríur í þessu
sambandi og áður.
í viðtölum við starfsfólk á áður-
nefndum barnadeildum hér á landi
kom í ljós, að hér eru leyfð fiskabúr
og plöntur, — þó innan glers. Dýr
að öðru leyti eru ekki leyfð, — en
væri ekki hægt að leyfa þau. — þá
einnig innan glers.
í þessu sambandi vakti það athygli
mína, aö á Barnaspítala Hringsins
er börnum leyft að leika sér með
sand í sandkassa. Hvað þá með
bakteriur?
Hönnuðir ættu einnig að taka tillit
til barna varðandi gluggahæðir, —
þau verða einnig að geta notiö út-
sýnis.
Barnið og sjúkrahúsið. Þetta efni
eitt, gæti orðið aðalefni á heilsdags-
ráðstefnu og vissulega væri tilefni til
þess, — jafnvel þótt ekki væri
barnaár.
Hönnuðir þurfa samvinnu við
lækna, hjúkrunarfræðinga og
fóstrur til þess að geta hannað slíkar
deildir eða verið ráðgefandi um liti.
Ég sakna þess að þessir aðilar,
læknar og hjúkrunarfræðingar skuli
ekki hafa haft tækifæri til þess að
taka virkari þátt í þessari ráðstefnu.
Að lokum. Fimm ára drengur, sem
lá á sjúkrahúsi, var að hlaða og
byggja úr kubbum, þegar hjúkrun-
arfræðingur kom að og spurði hvað
hann væri að byggja. Svarið var:
„Ég er að byggja fangelsi þar sem
enginn kemst út.“ Er það þannig,
sem börn upplifa sjúkrahúsin.
Sjúkrahús eiga ekki að vera hönnuð
né útbúin þannig að börnin hafi það
á tilfinningunni að þau séu í fangelsi
eins og þessi fimm ára drengur.
Heimildir:
„Sygeplejersken"
Tidskrift for Sygeplejersker.
Blöðfrá 1978 og 1979.
„Hjúkrun"
Tímarit Hjúkrunarfélags íslands.
Blöðfrá 1979.
Foreldrafræðsla
Framhald af bls. 1 /
Lokaorð
Námskeiðin eru aðeins auglýst
á mæðradeild Heilsuverndarstöðv-
ar Reykjavíkur og tímasett eftir
venjulegan vinnutíma.
Besti tíminn fyrir konuna að byrja í
svona námskeiði er á tímanum frá
5.-7. mánuði meðgöngu.
Undanfarin ár hefur það aukist
jafnt og þétt að faðirinn sé við-
staddur fæðingu barns síns ef það er
vilji beggja foreldranna og fæðingin
fyrirsjáanlega eðlileg.
í Fæðingardeild Landspítalans var
sú nýbreytni tekin upp um síðustu
áramót að sérstakur heimsóknar-
tími er kl. 20.30 til kl. 21.00, ætlað-
ur feðrunum til að vera með barni
sínu og móður þess.
Á Fæðingarheimili Reykjavíkur-
borgar hefur hinsvegar alltaf verið
sérstakur „pabbatími."
Mikilvægt er að hvetja foreldrana
til að afla sér meiri almennrar
fræðslu og lestrarefnis en hægt er að
veita á svona stuttu námskeiði.
Efnismeðferð verður samt að vera
skýr og einföld og styðja þarf við
sjálfstraust foreldranna en ekki
brjóta það niður.
Ef til vill náum við aðeins hluta af
því takmarki sem við höfum sett
okkur en erum alltaf með fræðslu-
efnið í endurskoðun.
Við reynum að taka til athugunar
þær ábendingar sem við fáum og
virðast til bóta, og vonum að eftir
eigi að koma í Ijós, að óbornum ís-
lendingum verði þessi fræðsla að
góðu gagni. □
26
HJÚKRUN