Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Síða 24

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Síða 24
Ragnheiður Sigurðardóttir deildarstjóri Starfsemi vökudeildar Vökudeild Barnaspítala Hringsins, sem staösett er á þriöju hæð Kvennadeildar Landspítalans, hóf starfsemi sína 2. febrúar 1976. Vökudeildin veitir móttöku öllum nýburum, sem þurfa á sérmeðferð að halda. Innlagningaraldur barn- anna er frá fæðingu til 7 daga aldurs og að sjálfsögðu eru börnin af öllu landinu. Á deildinni sjálfri er rúm fyrir 14 börn, en rúm er fyrir 4 börn á einangrunardeild, sem staðsett er á annarri hæð Kvennadeildar. Á einangrunardeild fara börn með smitandi sjúkdóma, eða börn sem talið er að geti valdið smiti. Deildin skiptist í þrjár sjúkrastofur, aðgerðarstofu, vaktstofu og fordyri fyrir aðstandendur barnanna. í stofu númer I eru 3-4 hitakassar. í þessari stofu dvelja veikustu börnin sem þurfa á mestri hjúkrun og gæslu að halda. í stofu númer II eru 4 hitakassar. í þessari stofu eru börn sem þurfa minni gæslu og búist er við, að dvelji skemur í hitakassa. í stofu númer III eru 6 vöggur fyrir börn sem ekki þurfa að vera í hita- kössum. í aðgerðarstofu er aðgerðarborð með sjálfvirkum hitastilli, þar sem aðstaða er til ýmissa smærri að- gerða, svo sem blóðskipta, vökva- uppsetninga í naflaæð, lífgana, Intubationa, mænuholsástunga, o.fl. Einnig fer þar fram öll vökva- og lyfjatiltekt. í aðgerðarherbergi eru: sog og súrefnisáhöld, Intu- bationsbakki, vökva- og blóð- skiptabakkar og öndunarvélar til- búnar til notkunar. Mikilvægt er að aðgerðaherbergi sé vel útbúið og allir hlutir þar í góðu lagi, þar sem það er oft fyrsti viðkomustaðurinn, við innlögn á deildina. Helstu tilfelli 1. Fyrirburðir — börn sem fædd erufyrir 37. meðgönguviku. 2. Börn sem eru lítil fyrir með- göngulengd — svo sem börn mœðra með fæðingareitrun. 3. Börn með lágan APGAR. 4. Tangar- eða sogklukkufæðing- ar. 5. Börn mœðra með sykursýki. 6. Sitjandi stöður. 7. Hafi legvatn verið farið lengur en í 24 klst. fyrir fæðingu. 8. Tvíburar— oft erseinna barnið í sitjandi stöðu. 9. Vansköp. Tœkjakostur deildarinnar Hitakassar eru 10 talsins, ýmist með eða án sjálfvirks hitastillis. Rakagjafi og súrefnisinntak er á öll- um kössum. Á stofu númer I fylgir hverjum hitakassa hjarta- og öndunarmonitorar, sem ekki eru færanlegir. Súrefnismælir, því aldrei er börnunum gefið 02 án þess að % magn sé mælt, og að sjálf- sögðu er við hvern kassa sog og súr- efni, ballon og maski. Á stofu II eru færanlegar hjarta- og eða öndunarvélar, einnig er þar öndunardýna, sem börnin liggja á, en þurfa ekki elektróður. öll þessi áhöld er hægt að stilla þannig, að ef

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.