Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1980, Blaðsíða 6

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1980, Blaðsíða 6
borið og ástand sjúklingsins allan tímann. Þessi þáttagreining á h júkrunarferl- inu hefur enn í dag ekki verið hrak- in. en þar sem h júkrunarferlið hefur verið tekið upp sem starfsháttur. er nokkuð breytilegt hvernig og hversu ítarlega hver þessara fjög- urra þátta er útfærður. Þegar hjúkrunarferlið hafði verið greint. ásamt hinum sameiginlegu þáttum þess. varð hjúkrunarfræð- ingum smám saman Ijóst að þeir höfðu. án þess að vera það svo með- vitað. fylgt þessu hugsana- og vinnuferli við hjúkrunarstörfin. Starfshátturinn eða vinnutækið hjúkrunarferli má segja að sé mark- viss og kerfisbundin skrifleg út- færsla á því hugsana- og vinnuferli sem greint var og áður er getið. Hér á eftir ætla ég að gera tilraun til að lýsa meginþáttum ferlisins svolítið nánar og þeirri vinnu sem fólgin er í hverjum þætti. A. Upplýsingasöfnun og hjúkrunargreining Hjúkrunarfræðingurinn safnar og skráir upplýsingar um sjúklinginn sem hann svo byggir hjúkrunar- greiningu sína á. hliðstætt því sem læknir vinnur að sjúkdómsgrein- ingu. Upplýsingasöfnun þessara tveggja aðila hefur þó ólíkan tilgang: 1) Læknirinn safnar upplýsingum til að komast fyrir um orsakir og greina sjúkdóminn, til þess síðan að geta beint læknisað- gerðum gegn honum. 2) Hjúkrunarfræðingurinn safnar upplýsingum til greiningar á 4 HJÚKRUN 3 "4/so - 5ft. árgangur þeim einkennum eða hjúkrun- arþörfum sem sjúklingurinn hefur. Sjúkdómsgreining læknis kann t.d. að vera spondilotithesis, sem er sjúkdómur sem gjarnan leiðir til hryggspengingar og margra mán- aða rúmlegu í gipsbeði. Sennileg hjúkrunarvandamál sjúklingsins gætu verið: 1. Streita vegna fvrirsjáanlegrar langrar rúmlegu án þess að geta hrevft sig í rúminu. 2. Þvagteppa vegna óeðlilegrar stellingar við þvaglát. 3. Hægðatregða vegna rúmleg- unnar. 4. Félagsleg einangrun vegna rúm- legunnar. Svona mætti sjálfsagt lengi telja. Það má Ijóst vera að gæði hjúkrun- argreiningarinnar velta öll á fag- legri þekkingu og hæfni hjúkrunar- fræðingsins sem hana gerir. Hann þarf að geta dregið faglegar og rétt- ar ályktanir af fengnum upplýs- ingum og kunna að afla þeirra. sem gildi hafa fvrir hjúkrun og meðferð. Hér reynir ekki síður á mannskiln- ing og tjáskiptahæfni hjúkrunar- fræðingsins en aðra faglega þekk- ingu. Hæfnin til að vekja traust. öryggis- kennd og samvinnuvilja sjúklings- ins ræður t.d. miklu um hvaða upp- Iýsingar koma fram og hvaða hjúkr- unarþarfir eru greindar. B. Hjúkrunarácetlanagerð Þegar hjúkrunarþarfir og vandamál hafa verið greind, þarf að ákveða leiðir og aðgerðir til lausnar á þeim. Áætlanagerðin felur í sér mark- miðssetningu. ákvörðun og for- gangsröðun hjúkrunaraðgerða. Um markmiðin er það að segja að þau eru mikilvægt leiðarljós, því allar hjúkrunaraðgerðir verða markviss- ari þegar hjúkrunarliðið gerir sér strax skýra grein fvrir hvert stefna skal til að árangur náist. En lokatakmarkið getur oft verið langt undan og erfitt að átta sig á hvernig því skuli náð. Fvrir rúm- liggjandi sjúkling. sem um flest er ósjálfbjarga og hjálparþurfi. verkar það markmið næsta fjarlægt og óraunhæft að hann verði sjálfbjarga á ný um allar venjulegar athafnir daglegs lífs. Það kann þó að vera að það sé alls ekki óraunhæft lokamarkmið. en það þarf að varða fvrir hann leiðina að því marki, setja fram áfanga- markmið. þar sem markmið nr. 2 er sett fram jafnskjótt og markmiði nr. 1 er náð. og svo koll af kolli. Mark- miðin þurfa alltaf að vera þannig fram sett að þau lýsi því atferli sjúklingsins sem óskað er eftir að fá fram. Markmiðin þurfa að vera mælanleg. þ.e. auðvelt að meta hvort markinu hefur verið náð. Tökum nú rúmfasta sjúklinginn frá því áðan sem dæmi. Fyrsta áfanga- markmið hans gæti hljóðað eitt- hvað á þessa leið: 1. Snýr sér án aðstoðar í rúminu. 2. Situr í stól I klst. í senn. 3. Þvær sér um andlit og hendur. 4. Borðar án aðstoðar. Hjúkrunarfræðingurinn þarf að hafa þekkingu og skilning á hvernig hann nær mestri og bestri samvinnu við sjúklinginn um hjúkrunaráætl-

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.