Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1980, Blaðsíða 32
Fréttir
og tilkynningar
REGLUR
fyrir námssjóð hjúkrunarfræð-
inga hjá Akureyrarbæ eða stofn-
unum bæjarins
l.gr.
Tilgangur sjóðsins er að stuðla að
því að hjúkrunarfræðingar starf-
andi hjá Akureyrarbæ eða stofnun-
um hans afli sér menntunar sem
geri þá hæfari til að leysa störf sín af
hendi.
- • gr.
Tekjur sjóðsins eru umsamið fram-
lag bæjarsjóðs og stofnana hans
samkvænit gildandi kjarasamningi
milli Akureyrarbæjar og Hjúkrun-
arfélags Islands, hverju sinni.
d. gr.
Stjórn sjóðsins skal skipuð 5 mönn-
um, þannig að 2 fulltrúar séu til-
nefndir af Akureyrardeild Hjúkr-
unarfélags Islands og 3 af Akur-
eyrarbæ. Kjörtímabil sjóðstjórnar
skal ver það sania og bæjarstjórnar.
Stjórnin skiptir með sér verkum.
4. gr.
Fé sjóðsins skal einkum varið til að
auðvelda hjúkrunarfræðingum að
sækja námskeið í sinni starfsgrein
með því að sjóðurinn taki þátt í að
greiða kostnað vegna feröa- og
námsdvalar. Ennfremur að styrkja
hjúkrunarfræðinga til lengra sér-
náms í hjúkrun eða endurmenntun,
effé er fyrir hendi. Einnig taki sjóð-
urinn þátt í kostnaði af námskeiða-
haldi innanbæjar.
26 HJÚKRUN3-*4/ao- 56. árgangur
5. gr.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
varðveitir námssjóðinn og annast
bókhald hans án sérstakrar þókn-
unar. Fé sjóðsins skal ávaxta á sem
hagkvæmastan hátt. Stjórn sjóðsins
skal yfirfara ársreikning og árita
hann.
6. gr.
Reglur þessar taka gildi er þær hafa
veriö staðfestar af stjórn Hjúkrun-
arfélags íslands og bæjarstjórn
Akureyrar. Þær skulu endurskoð-
aðar ef annar hvor þessara aðila
leggur fram beiðni þar um fyrir lok
janúarmánaðar ár hvert.
Samþykki í bœjarstjóm Akureyrar
8. apríl 1980
Samþykkt í stjórn Hjúkrunarfélags
Islancls
19. júní 1980
Félagsfundur
Hjúkrunarfélag íslands gekkst fyrir
almennum félagsfundi 16. október
sl. kl. 20.30 í Átthagasal Hótel
Sögu.
Fundarefni:
Kröfur í sérkjarasamningum kynnt-
ar.
í fjarveru formanns setti varafor-
maður félagsins, Ása St. Atladóttir,
fundinn og bauð félagsmenn vel-
komna. Valgerður Jónsdóttir
kynnti kröfugerð sérkjarasamning-
anna.
Sigurveig Sigurðardóttir skýrði frá
1. fundi kjararáðs og viðsemjenda
um sérkjarasamningana. Hann var
stuttur og afdrifalítill, því öllum
kröfum um kauphækkanir var
hafnað.
Nokkrar umræður urðu um kröfu-
gerðina og svöruðu þær Valgerður,
Sigurveig og Ása fyrirspurnunum.
Þótti ýmsum kröfugerðin mjög
hógvær, svo ekki sé meira sagt, en
beinar breytingartillögur bárust
ekki.
Kjararáð taldi hyggilegt að stilla
kröfum í hóf, ef það mætti verða til
þess að samningar næðust að þessu
sinni.
Sérkjarasamningar félagsins við
fjármálaráðherra og Reykjavíkur-
borg frá 1. júlí 1976 og aftur frá 1.
júií 1977 voru úrskurðaðiraf kjara-
nefnd. Aftur á móti tókust samn-
ingar milli HFÍ og Akureyrarbæjar
1. júlí 1977. Fundinn sátu 62 hjúkr-
unarfræðingar og stóð hann til kl.
22.45.
Aðalfundur trúnaðarmanna
HFÍ
Föstudaginn 10. október I9<S0 var
haldinn 7. aðalfundur trúnaöar-
manna HFÍ að Grettisgötu 89,
Reykjavík. Mættir voru 52 trúnað-
armenn.
Formaður trúnaðarráðs, Þórdís
Sigurðardóttir setti fundinn og
bauð fundarmenn velkomna. Að
því loknu las formaður skýrslu
trúnaðarráðs yfir s.I. ár.
Því næst fór fram kosning í trúnaö-
arráð. Ur ráðinu gengu Katrín
Tómasdóttir, Landspítala og Val-
borg Árnadóttir, Landakotsspítala.
í kjöri voru Bergdís Kristjánsdóttir,
Landspítala og Auöur Ragnars-
dóttir, Landakotsspítala. Voru þær
sjálfkjörnar þar sem tleiri gál'u ekki
kost á sér.
Eftir kosningu gaf Ingibjörg Gunn-
arsdóttir skrifstofustjóri ýmsar
upplýsingar frá HFÍ.