Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1980, Blaðsíða 14

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1980, Blaðsíða 14
þess að meiri fræðslu sé þörf í hjúkrunarfræðum. Þriðja mark- miðið var að finna vankanta á þeim eyðublöðum sem nú eru í notkun. Athugunin opinberaði ýmsa galla betur en við höfðum gert okkur grein fyrir. I lokin viljum við benda á að hjúkr- unarferli þarfnast stöðugrar athygli og umhyggju, líkt og góður garður. HEIMILDIR Crow. J.: The Nursinn Process — 1. Theoretical hackground. Nursing Times. 16th June 1977. Fuerst, E.V.. Wolff, L.. Weitzel. M.M.: Fimdarnenlals of Nursing (fifth edition). J.B. Lippincott Company. Philadelphia 1974. Harris. R.J.: Faciliiating change lo ihe Problemoriented Medical record svslem. Journal of Nursing Administration. August 1978. Jones. C.: The Ntirsing Process — Indi- vidualized Care. Nursing Mirror. October 13th 1977. Luker. K.A.: Teaching ihe Nursing Process. A Framework for ihe Nursing Process. Problem-Oriented Recordings. Nursing Times. August 30th. 1979. Mitchell. P.H.: Concepts Basic lo Nursing (second edition). McGraw-Hill Book Companv. A Blakiston Publication. 1977. Selvaggi. Eriksen. Keon. Mackinnon: Implemenling a Qualilv Assurance Pro- gram in Nursing. Journal of Nursing Administration. September 1976. Stevens. B.J.: Wliv Won'i Nurses Write Nursing Care Plans. Journal of Nursing Administration. November-December 1972. Treece, E.W.. Treece, J.W.: Elemenis of Research in Nursing (Second Edition). The Mosby Company, St. Louis 1977. The Processof Nursing. Nursing Mirror. July Ist. 1976. 12 HJÚKRUN 3-'4/bo - 56. árgangur Niðurstöður umræðuhópa Spurningarnar sem lagðar voru til grundvallar umræðunum voru: /. Hvaða gildi hefur hjúkrunarferiið fyrir: a) sjúklinginn b) hjúkrunarfræðinginn c) þjóðfélagið a) sjúklinginn Almenn notkun hjúkrunarferlisins innan heilsuverndar og sjúkrahúsa getur leitt til bættrar hjúkrunar- þjónustu á margan hátt. Fyrst má nefna að samband hjúkrunarfræð- ings og sjúklings verður nánara, hjúkrunin verður meira sniðin eftir þörfum hvers einstaklings og því persónulegri. Þar sem þessi starfsháttur er not- aður fær hjúkrunarfræðingurinn upplýsingar frá fyrstu hendi. þ.e. sjúklingnum og/eða aðstandend- um. Um leið og þar myndast sam- band við sjúklinginn. skapar það möguleika á að sjúklingurinn verði virkari í meðferðinni, dregur úr hættunni á ofhjálp og stuðlar að sjálfshjálp hans. Virkni hans kemur m.a. fram í því að hann er jafn rétt- hár sem tillögugjafi og ákvörðunar- aðili um eigin meðferð og aðilar heilbrigðisþjónustunnar. Betri upplýsingar og betri tengsl sjúklings/skjólstæðings og hjúkrun- arfræðings leiða til betri upplýsinga til sjúklingsins. Fræðslu til sjúklinga ber að gera að almennri skyldu. Þessi starfsháttur ætti því að leiða til markvissari og betri hjúkrunar, er veiti skjólstæðingnum meira öryggi, og stuðlar að betri árangri með- ferðar og skjótari bata, þar sem endurmat á sér stöðugt stað. Betri meðferð gæti því leitt til færri legu- daga á sjúkrahúsi. Aukin fræðsla í heilbrigðismálum leiðir til viðhalds heilbrigðis. b) hjúkrunarfrceðinginn Notkun hjúkrunarferlisins eykur yfirsýn hjúkrunarfræðingsins yfir hjúkrunarþjónustuna við hvern einstakling og auðveldar honum þar með starfið. Það knýr hjúkrun- arfræðinginn til að hugsa og vinna markvisst og hvetur hann því til sjálfstæðrar hugsunar og mats á hvaða þjónustu er þörf og hvernig á að veita hana. Það knýr hjúkrunar- fræðinginn til að rökstyðja eigin ályktanir og ákvarðanir. Leggur þetta meiri ábyrgð á herðar honum og samábyrgð við aðrar stéttir heil- brigðisþjónustunnar. Þar sem þessi starfsaðferð er meira krefjandi fyrir hjúkrunarfræðing- inn, örvar það sjálfsmat einstakl- ingsins og knýr hann til sjálfsgagn- rýni og aukinnar menntunar. Þessi vinnubrögð veita aftur á móti meiri fyllingu í starfið. þar sem hjúkrun- arfræðingurinn getur betur notið hæfileika sinna og þar með ánægju og öryggi í starfi. Er það m.a. sök- um betri tengsla við sjúklinga. að- standendur og samstarfsfólk. Þessi starfsháttur eykur á sveigjan- leika hjúkrunarfræðinga í starfi. Hann er tæki til betri upplýsinga- miðlunar milli starfsfólks. Það er sérstaklega mikilvægt þar sem mikið er af hlutavinnufólki. Mikil- vægt er talið að þessi starfsháttur eykur þann tíma sem hjúkrunar- fræðingurinn er með sjúklingnum. Einn hópurinn telur þennan starfs- máta stuðla að vinnuhagræðingu og spara tíma. Engar neikvæðar hliðar komu fram um notkun hjúkrunarferlisins. Einn hópur tekur aðeins fram að ferlið sé bæði jákvætt og neikvætt, og annar að það geti virkað neikvætt, sé sam- starfsvilji ekki fyrir hendi og ef van- þekking ríkir í faginu. c) þjóðfélagið Hjúkrunarferlið er hægt að nota í heilbrigðisþjónustunni úti í þjóð-

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.