Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1980, Blaðsíða 24
Ronald IWac Keith
Tilfinningar og hegðun
foreldra fatlaðra barna
Hegðun foreldra fatlaðra barna
stafar af ýmsum þáttum. svo sem
menningar- og þjóðfélagslegum
viðhorfum til barna almennt. til
fatlaðs fólks. til kennara og félags-
ráðgjafa. til lækna og læknisþjón-
ustu almcnnt. Að mestum hluta er
hegðun þeirra þó sprottin frá eigin
tilfinningu fvrir að eiga fatlað barn.
Hvers eðlis sem fötlunin kann að
vera þá eru viðbrögð foreldra um
margt svipuð. Viðbrögð og áhrifa-
þættir fara eftir því:
1. Hvort fötlunin er merkjanleg
við fæðingu eða kemur í Ijós
síðar.
2. Hvort um mikla andlega van-
gefni er að ræða.
3. Hvort fötluninersýnilegöðrum.
4. Viðhorfum annarra. s.s. fólks al-
mennt. kennara. lækna og með-
ferðaraðila. til fötlunar og fatl-
aðs fólks.
TILFINNINGAR FORELDRA
Hver eru sennileg viðbrögð for-
eldra sem uppgötva að barn þeirra
er fatlað?
Hverjar eru tilfinningar (og síðan
hegðun) hjóna sem finna sig í þess-
um ..dæmigerðu" aðstæðum?
Hugleiðum viðbrögð ungra for-
eldra sem eignast fyrsta barn og það
er með Dowris syndrom eða spina
bifide, fatlanir sem eru augljósar
við fæðingu. Þeir hafa ekki ennþá
..fest ást“ á barninu. í þeirri merk-
1 8 HJÚKRUN o - 56. árgangur
ingu að barnið sé hluti af þeim.
hvað sem kann að koma fvrir það.
Tilfinningar þeirra eru ruglings-
legar:
1. Tvær lífeðlisfræðilegar tilfinn-
ingar:
a) Að vernda þann hjálpar-
vana.
b) Snöggur afturkippur við því
sem er óeðlilegt.
2. Tvær tilfinningar um vanhæfni:
a) Vanhæfni til að eignast af-
kvæmi.
b) Vanhæfni til að ala upp.
3. Þrjár tilfinningar um missi eða
sviptingu, því þeir töldu vfir-
gnæfandi líkur á að eignast heil-
brigt barn:
a) Reiði.
b) Sorg.
c) Aðlögun. sem tekur tíma.
4. Tilfinning um ,.sjokk“.
5. Sektarkennd — sem er e.t.v.
sjaldgæfari en margir halda.
6. Skammarkennd. sem er félags-
legt viðbragð við því sem for-
eldrar halda að öðru fólki finn-
ist.
Reiðin vfir sviptingunni getur or-
sakað árásargjarna hegðun gagn-
vart þeim sem eru að revna að
hjálpa foreldrunum.
Sort’in getur valdið depression —
aðlögun getur komið nokkuð fljót-
lega. en þó hún sé stöðug verður
hún ekki alltaf með tilliti til vanda-
mála sem kunna að koma upp.
Sjokkið“ getur valdið mikilli
ásókn til ráðgjafastofnana í leit að
betri fréttum.
Sektarkennd — kannast ekki allir
foreldrar við. Þetta er samsett til-
finning með undirtóna. t.d. refsing
scm getur framkallað depression
(depurð).
Skammarkennd (embarrassment)
getur leitt til hlédrægni í félagsleg-
um efnum og jafnvel félagslegrar
einangrunar.
TILFINNINGAR
OG HEGÐUN
SÉRHÆFÐRA RÁÐGJAFA
Hjúkrunarfræðingar. kennarar.
félagsráðgjafar. læknar o.fl. með-
ferðaraðilar. sem þurfa að horfast í
augu við fatlaða einstaklinga. eru
oft ringlaðir. eins og reyndar flestir
fullorðnir. í hegðun þeirra gætir
áhrifa eigin tilfinninga. E.t.v. ráð-
leggur læknir eða félagsráðgjafi að