Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1980, Blaðsíða 21
Forvarnir 3 1/2-4 ára barna
Aö kanna sjónskerpu og samsjón
3 1/2-4 ára barna er mjög mikil-
vægt atriði í sjónvernd eða sjón-
gæslu og einn stærsti þáttur heilsu-
verndar meðal barna. Á þessum
aldri er auðvelt að kanna sjón-
skerpu og hvort augun vinna eðli-
lega saman. Þó að börn hafi all-
mikla sjóngalla kvarta þau ekki.
Foreldrar eru því grunlausir. því að
hegðun barnsins getur verið eðlileg.
Til þess að ganga úr skugga um
hvort börn liafi sjóngalla eða að
augun vinni ekki rétt saman þarf
sérstaklega að kanna sjónskerpu og
samsjón. Sjón barna er í mótun allt
til 5-6 ára aldurs. Á þessum fyrstu
aldursárum er oftast hægt að lækna
starfræna sjóndepru og oft hægt að
þjálfa augun til samstarfs ef sam-
sjón er ábótavant. Eftir að barn er
komið á skólaskyldualdur er slík
lækning lítt vænleg til árangurs og
oft óframkvæmanleg.
Algengustu sjóngallar meðal barna.
sem unnt er að bæta með viðeigandi
nieðferð séu þeir uppgötvaðir í
tínia. eru eftirtaldir:
a. Grófir sjónlagsgallar á báðum
augum. t.d. mikil fjarsýni og
sjónskekkja.
b. Starfræn sjóndepra á öðru auga
vegna mismunandi sjónlags á
augum (anisometropia).
c- Rangeygð eða skjálg öðru nafni
(strabismus).
d- Dulin augnskekkja. þ.e. augun
vinna illa saman (phoria).
Talið er að um 8-10% barna hafi
einhvern slíkan sjóngalla. og kemur
Það heim og saman við reynslu okk-
ar hér.
Hvernig er sjóngæslu barna á for-
skólaaldri háttað hér á Reykjavík-
ursvæðinu?
Flngbarnavernd Reykjavíkur hóf
skipulega leit að sjóngöllum meðal
4 ára barna árið 1974 í samstarfi við
göngudeild augndeildar Landa-
kotsspítala. Er frumskoðun nú í
höndum hjúkrunarfræðinga. Síðan
hefur þessi starfsemi verið færð út
til Kópavogs, Selfoss og Akraness.
Reynslan hefur sýnt að um 10% af
frumskoðuðum þurfa á nákvæmari
skoðun að halda. Augnskoðun á
augnþjálfunardeildinni á Landa-
koti hefur leitt í ljós að meirihluti
þeirra. sem sendir eru úr fyrstu
skoðun (70-80%). þarf á meðferð
að halda í lengri eða skemmri tíma.
Á sumum heilsugæslustöðvum utan
Reykjavíkursvæðisins, t.d. í Borg-
arnesi, leita hjúkrunarfræðingar að
sjóngöllum meðal 4 ára barna, und-
ir umsjón augnlækna sem fara
þangað reglulega.
Forvarnir meðal ungs
og miðaldra fólks
Sjónvernd ungs og miðaldra fólks
beinist einkum að því að fylgjast
með augnbotnabreytingum hjá
svkursýkissjúklingum og grípa í
taumana með leysigeislum. ef sjón-
in er í hættu.
Fyrir nokkrum árum var sjónskerð-
ing af völdum sykursýki mjög sjald-
gæf hér á landi. en er nú óðfluga að
færast í aukana með aukinni tíðni
sjúkdómsins. Stór hluti svkursýki-
sjúklinga á það á hættu að fá
skemmd í sjónhimnu. Geta þessar
skemmdir leitt til blindu. Við síð-
ustu blindrakönnun hér á landi. í
árslok 1979. höfðu 10 blindast af
völdum sykursýki. eða 2.5% af öll-
um blindum. en enginn við blindra-
könnun árið 1950.4-5
Meðal grannþjóðanna og í Banda-
ríkjunum eru um 15% af allri
blindu af völdum sykursýki og er
hún algengasta blinduorsök meðal
fólks yngra en 65 ára. Hér á landi
hefur þessi óheillaþróun ekki geng-
ið eins hratt, en líkur benda til þess
að við séum á sömu leið hvað þetta
snertir.6
Síðastliðið vor fékk augndeild
Landakotsspítala augnbotna-
myndavél með tilheyrandi angio-
grafíu-útbúnaði og leysigeislatæki.
Er samvinna með göngudeild
sykursjúka á Landspítalanum og
augndeildinni um notkun þessara
tækja og er unnið að því að taka
augnbotnamyndir, a.m.k. hjá öllum
insúlínháðum sykursýkisjúkling-
um. Er hér stórt skref stigið í sjón-
verndarmálum hér á landi.
Forvarnir
og sjóngæsla aldraðs fólks
Sjónvernd meðal aldraðs fólks
beinist fyrst og fremst að hægfara
gláku. Þessi sjúkdómur veldur var-
anlegri skerðingu á sjón og leiðir til
algjörrar blindu ef ekkert er gert til
að hamla gegn þróun hans.
Hægfara gláka er fyrst og fremst
ellisjúkdómur og er sjaldgæfur á
klínísku stigi innan við sextugt. en
oftast munu sjúklingar hafa gengið
með sjúkdóminn leyndan í einn til
tvo áratugi áður en hægt er að
greina hann með vissu. Tíðni sjúk-
dómsins fer ört vaxandi einkum eft-
ir 65 ára aldur. og eftir áttrætt er um
fimmtungur fólks með sjúkdóminn
á klínísku stigi. Heildartíðni eftir
50-80 ára aldur mun vera um
3-4%. Er það svipað og í grann-
löndum okkar.7
Hægfara gláka gefur engin einkenni
á byrjunarstigum. þar eð hliðar-
sjónin skaddast fyrst. Skarpa sjónin
getur haldist óbreytt fram á lokastig
og fólk getur orðið alblint á öðru
auga án þess að veita því athygli.
Það er því nauðsynlegt að leita sér-
staklega að byrjunareinkennum.
Það er gert með augnþrýstingsmæl-
ingu og nákvæmari sjónsviðstöku.
Hækkaður augnþrýstingur, t.d. á
bilinu 22-30 mm Hg, er ekki nærri
alltaf sjúklegur. Það er ekki á færi
nema augnlækna með nákvæm
greiningartæki að úrskurða hvort
um sjúklegar breytingar er að ræða.
Þarf því að senda alla með grun-
samlega hækkaðan augnþrýsting í
HJÚKRUN 3 *4/«o - 56. árgangur 15