Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1980, Blaðsíða 22
nánari skoðun. Það er auðvelt að
mæla augnþrýsting. Líkt og augn-
speglun ætti augnþrýstingsmæling
að vera fastur liður í almennri lækn-
isskoðun. Það sama má segja um
sjónskerpupróf. Af 700 glákusjúkl-
ingum, sem eru í eftirliti og meðferð
á göngudeild augndeildar Landa-
kotsspítala, hafa um 15% verið
sendir þangað af Rannsóknastöð
Hjartaverndar. Þetta segir sína
sögu og undirstrikar hversu stór
þáttur almennra lækna. eða lækna
annarra en augnlækna, í sjónvernd
getur verið.x
í árslok 1979 voru 419 einstakl-
ingar skráðir lögblindir hér á landi.
Af þeim höfðu 74 eða um 18%
misst sjónina af völdum gláku. Við
könnun. sem ég gerði árið 1950. var
sambærileg tala um 50%.4?
Á síðastliðnum 30 árum hefur
heildaralgengi blindu lækkað um
60%. Aðalástæðan fyrir þessari
lækkuðu blindutíðni er sú, að hæg-
fara gláka kemst sjaldnar á lokastig
nú en áður. Þótt mikið hafi áunnist í
glákuvörnum, verður að halda bar-
áttunni áfram og margt er hægt að
bæta.
Auk hægfara gláku eru aðrir hrörn-
unarsjúkdómar, sem valda alvar-
legri sjónskerðingu og eru mjög
tíðir á efri árum.
Langalgengasta orsök lögblindu
hér á landi er ellirýrnun í miðgróf
sjónu (degenerntio macularis sen-
ilis). um 40% af öllum blindum.
Fólk sem hefur skerta sjón af
völdum þessa kvilla er lesblint. en
hefur að jafnaði góða ratsjón. Þessi
tegund blindu er ólæknandi. en
með leysigeislameðferð hefur tekist
að stöðva þróun sjúkdómsins í viss-
um tilfellum. Er þarna nýtt verkefni
framundan í blinduvörnum. EIIi-
drer (cataracta senilis) er ekki hægt
að fyrirbyggja, en það er tíður kvilli
meðal aldraðs fólks.4-5
Hér á Iandi gætir drerblindu (ský á
augasteini) nær ekki. þar eð aðgerð
1 6 HJÚKRUN 3 -4/bo - 56. árgangur
er gerð á flestum áður en þeir teljast
blindir. Aðgerðaráhætta er lítil og
fá flestir góða sjón eftir aðgerð, ef
augu eru að öðru leyti heilbrigð.
Slvsavarnir
Ekki veit ég um tölu augnslysa hér á
landi. en þau eru algeng. a.m.k.
smærri augnslys. Meiriháttar augn-
slys eru flest lögð inn á augndeild-
ina á Landakoti. að meðaltali 60 á
ári. í meirihluta er ungt og miðaldra
fólk og hefði í flestum tilfellum ver-
ið hægt að fyrirbyggja slysin, ef
fyllstu varkárni hefði verið beitt.
Mér telst til að 11 manns hér á landi
séu alblindir á báðum augum af
völdum slysa eða um 3% af öllum
blindum.4 5
Slysablinda á öðru auga er enn al-
gengari.
Á síðustu árum hefur nokkuð
áunnist á sviði sjóngæslu hér á
landi. Kemur það fram í lækkaðri
blindratölu.
Algengi blindu er nokkru lægri hér
en í nágrannalöndunum. en það
segir alls ekki að hér sé betur að
öllum sjónverndarmálum búið. t.d.
sjóngæslu meðal barna. Þótt okkur
hafi miðað nokkuð áleiðis í sjón-
gæslu og sjónverndarmálum á síðari
árum eru framundan mörg verkefni
sem bíða úrlausnar.
Helstu úrbcetur á sriði sjóngæslu og
blinduvarna tel ég vera:
1. Lögskráning á sjónskertu fólki.
Er slík skráning forsenda þess
að hægt sé að skipuleggja fyrir-
byggjandi þjónustu til varnar
blindu.
2. Allsherjar skráning glákusjúkl-
inga og sykursjúkra, en þeir eru
stærstu áhættuhópar blindu.
sem oft er unnt að halda í skefj-
um, ef nógu fljótt er gripið í
taumana.
3. Leit að áhættuhóp hægfara
gláku með augnþrýstingsmæl-
ingu á heilsugæslustöðvum og
þar sem hópskoðanir fara fram.
4. Skipulegri leit að sjóngöllum og
ófullkominni samsjón meðal
4 ára barna á heilsugæslustöðv-
um verði komið í betra horf en
nú er.
5. Stækkun göngudeildar augn-
deildar Landakotsspítala, sem
er orðin of lítil, sérstaklega fyrir
augnþjálfun barna. Höfuðverk-
efni göngudeildarinnar er fyrir-
byggjandi starfsemi. Einnig þarf
fleiri augnþjálfa úti á landi. t.d. á
Akureyri.
6. Aukin almenningsfræðsla um
slysavarnir og augnsjúkdóma
sem valda skertri sjón.
7. Aukin fræðsla hjúkrunarfólks
um sjónverndarstarfsemi.
8. Stofnsetning þjónustumiðstöðv-
ar fyrir sjónskert fólk — sjón-
hjálp (low-vision clinic). Skapa
þarf aðstöðu fyrir sjónþjálfara
(synpedagog). sem annast end-
urþjálfun þeirra er orðið hafa
fyrir varanlegu sjóntapi.
9. Læknar almennt hafi það í huga
að augnskoðun er einn liður al-
mennrar læknisskoðunar. því að
augun eru ekki síður spegill
líkamans en sálarinnar.
HEIMILDIR
1. Björnsson, G., tlalldórsson, S.: Sjónskert
börn. Læknablaðið 65. árg. 4. tbl. 1979.
2. Halldórsson, S.: Childhood blindness in
lceland. Acta Ophthalmologica Vol. 58,
1980.
3. Björnsson, G.: Af hagleik læknishanda.
Læknablaðið, Fylgirit 2, 1977.
4. Björnsson, G.: Blindir og sjónskertir.
Könnun á aigengi og orsökum sjónskerð-
ingar og blindu á íslandi í árslok 1979.
Læknablaðið (í prentun).
5. Björnsson, G.: Sjóndepra og blinda.
Fréttabréf um heilbrigðismál 4. hefti
1980.
6. Kolmer, E.M.: Diabetic retinopathy
clinics in endochrinology and metabol-
ism. Vol.6, No. 2, 1977.
7. Björnsson, G.: Augnhagur Borgfirðinga.
Læknaneminn 31. árg., 4. tbl. 1978.
8. Björnsson, G.: Gláka á göngudeild.
Læknablaðið 65. árg., 5. tbl. 1979.