Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1980, Blaðsíða 25

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1980, Blaðsíða 25
setja barn á stofnun. þótt það sé ekki það sem foreldrarnir mundu velja. Fjölskylduráðgjafar geta ver- ið svo uppteknir af fatlaða barninu að þeir gleyma þörfum annarra í fjölskvldunni. Læknar sýna eigin tilfinningar um vanhæfni til að gera nokkuð fyrir barnið með því að vísa barni og for- eldrum snarlega frá sér. Læknir getur einnig bent foreldrum á að fara með barnið manna á milli L.shopping-around") í leit að fleiri skoðunum. Læknir sem tekst á við vandann. álítur sig all hæfan. veitir foreldr- unum athygli og tíma en finnur van- mátt til að mæta þörfum fjölskyld- unnar. Hann skilur löngun þeirra til að hitta annan lækni. Hann býður þeim ennfremur að leita til sín aftur. ÆTTI BARNIÐ að fara að heiman? Ef um varanlega fötlun er að ræða spvrja foreldrar oft um þetta atriði. Seinna mun ákvörðun um það vera háð þremur lögmálum sem foreldr- ar standa frammi fvrir: 1. I okkar menningu búa flestir hjá eigin fjölskyldu og gengur betur ef þeir gera það. 2. Fólk fer að heiman, ef þannig fæst meðferð og menntun sem er betri. 3. Fólk fer að heiman ef aðrir fjöl- skvldumeðlimir líða vegna áframhaldandi veru þeirra með fjölskvldunni. Þessi lögmál koma fram með tím- anum, löngu áður en þörf er á nokkurri ákvörðun. ÁFALLATÍMABIL Á ÞROSKAFERLI FATLAÐRA BARNA. Það er áríðandi fyrir sérhæfða leið- Leinendur að þekka þessi tímabil til að vera viðbúnir að styðja foreldra og draga úr erfiðleikunum. Enn- fremur eru foreldrar mjög opnir fyrir að þiggja hjálplegar leiðbein- ingar á þessum tímabilum. 1. Þegar foreldrar fá fyrst vitneskju eða grun um fötlun barns síns — þar til tekist er á við kvíða þeirra. gert mat og gefnar út- skýringar — er barn þeirra ..fremur spurningarmerki en persóna“. Þetta kemur til kasta læknisins. 2. Þegar um fimm ára aldurinn taka þarf ákvörðun um hvort barnið muni fært um að stunda almennan skóla. en slíkt er ,.skírteini“ um að barnið sé nokkurn veginn normal. Þessi ákvörðun byggist á niðurstöðu sálfræðinga. uppeldisstétta og lækna í sameiningu. 3. Þegar þar að kemur að fatlaði einstaklingurinn lýkur skóla- göngu — bæði foreldrar og hinn fatlaði gera sér grein fyrir að lækningin kemur ekki og hug- leitt er hvort fatlaði einstakl- ingurinn verður sjálfstæður og fær um að vinna — þá hugsar sá fatlaði. hann eða hún, hvort hann verði fær um að kvnnast einstaklingi af hinu kyninu. njóta ásta og giftast. Útskýr- ingar eru hlutverk vinnuveit- anda. félagsráðgjafa og lækna. 4. Þegar foreldrar eldast og verða ófærir um að ala önn fyrir fötl- uðu barni sínu munu þeir leita fyrir sér af ákafa um margs konar fyrirgreiðslu. enda eiga þeirréttáhenni. STUÐNINGUR VIÐ FORELDRA Meðferðaraðilar þurfa að geta mætt þörfum foreldra fyrir stuðn- ing. E.t.v. er sá stuðningur, sem veittur er fyrstu dagana og mánuð- ina, áhrifaríkastur fyrir langtíma viðurkenningu foreldranna. Foreldrar verða aö fá svör viö spurningum sínum og mikil hjálp er. ef þeim er sýnt hvernig þcir geti hjálpað börnum sínum til að nýta sem best sína eigin möguleika. Samfélagið hagnast á því að veita foreldrunum fullan stuðning. Þetta er góður og nauðsvnlegur þáttur í umhyggju fyrir fötluðum einstakl- ingi og fjölskyldu hans. Þýtt af Jóhönnu Stefánsdóttur hjúkrunarkennara. úr Develop- mental Medicine and Child Neuro- logy. vol. 15. h.4. 1973. s. 524-7. Á frummálinu heitir greinin The feelings and behaviour of parents of handicapped children. HJÚKRUN =■-*/«! - 56. árgangur 1 9

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.