Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1980, Blaðsíða 29
— Almenn menntun, upplýsingar og
bætt fjárhagsstaða eykur sjálf-
stæði og þess vegna eru gerðar
meiri kröfur til heilbrigðisþjón-
ustunnar en áður og sjálfsákvörð-
unarréttur einstaklingsins eykst.
— Viðurkenning hefur aukist á
mikilvægi þess að einstaklingur
geti verið sem lengst í eigin um-
hverfi.
— Breyttir þjóðfélagshættir hafa
áhrif á heilsufar fólks. Ýmsir
sjúkdómar og sjúkdómavaldar
hafa horfið en nýir tekið við.
Dæmi: Tíðni smitsjúkdóma hefur
minnkað. Hjartasjúkdómar, geð-
ræn vandamál og áunnir sjúk-
dómar (alkoholismi, slys o.fl.)
hafa færst í vöxt.
— Aukin heilsugæsla og fyrirbyggj-
andi starf gerir kröfur til endur-
skipulagningar á hjúkrunar-
menntuninni. Leggja þarf meiri
áherslu áfræðslu um heilbrigði og
líf einstaklingsins úti í samfélag-
inu, áður en farið er að kenna um
sjúkdóma og hjúkrun á stofnun-
um.
— Væntingar almennings og heil-
brigðisstétta um samhengi í þjón-
ustunni hafa aukist og því nauð-
synlegt að menntun heilbrigðis-
stétta sé byggð á sama grunni.
— Með vaxandi samskiptum þjóða á
milli aukast menntunar mögu-
leikar og kröfur almennings um
gæði þjónustunnar og nýtingu.
Eins og fram hefur komið á full-
trúaþinginu er það stefna stjórn-
valda í þessu landi að leggja aukna
áherslu á hið fyrirbyggjandi starf
innan heilbrigðisþjónustunnar.
Við viljum líka minna á samþykktir
frá síðasta fulltrúaþingi SSN og
teljum ástæðu til að vinna áfram að
sömu markmiðum.
Svör okkar við spurningu 1 og 2 eru
því:
a) Viðfangsefni okkar í heilsu-
vernd munu vaxa mikið.
b) Þau og önnur breytt viðfangs-
efni krefjast þess að hjúkrunar-
starfið sé sjálfstæðara en það er í
dag.
c) Við þurfum að afmarka okkar
sérsvið innan heilbrigðisþjón-
ustunnar. A því sviði verðum við
að byggja upp síaukin gæði náms
og starfs. í samstarfi við aðrar
stéttir heilbrigðisþjónustunnar
verðum við að koma fram sem
sérfræðingar í eigin fagi - hjúkr-
un og hafa góða faglega þekk-
ingu svo að okkar framlag verði
bæði virkt og virt.
d) Abyrgð okkar í stjórnunarstörf-
um, skipulagningu eigin náms
og kennslu mun aukast.
3. Hvers konar hjúkranarfrœði-
menntun er best fallin til að mæta
kröfum þjóðfélagsins?
# Almenn hjúkrunarmenntun?
• Sérhœjð hjúkrunarmenntun?
Með almennri hjúkrunarmennt-
un er átt við að námið sé byggt
ttpp á grundvallarlögmálum
hvers þáttar fyrir sig og sé meiri
hluti tímans notaður til þess
náms. Hin verklega kennsla miði
síðan að því að nemandinn öðlist
þjálfun í grundvallarþáttum
hjúkrunar á fáum stöðum.
Með sérhœfðri hjúkrunarmennt-
un er átt við að reynl sé að kenna
nemandanum sem mest um hin
sérhæfðari hjúkrunarstörf og að
meiri limi námsins sé nýttur til
hinnar verklegu þjálfunar. Með
þessu fyrirkomulagi geti nem-
andinn öðlast þjálfun á fleiri
stöðum og þekki betur hin sér-
hæfðu hjúkrunarsvið.
4. Á grutmmenntun í hjúkrun að
gera hjúkrunarfræðinginn hæf-
an til að takast á við allar þær
kröfur sem starfið gerir?
Ef ekki, hvernig á þá að tryggja
framhalds- ogsérnám?
Á framhaldsmenntun að vera
bæði réttindi og skylda?
Eins og fram hefur komið áður er
það markmið Hjúkrunarfélags ís-
lands að öll hjúkrunarmenntun í
landinu flytjist inn í Háskóla ís-
lands. í samræmi við það er svar
hópsins:
Við teljum nauðsynlegt að miða að
almennri hjúkrunarmenntun þar
sem námið sé byggt á vísindalegum
grunni og geri nemandann fyrst og
fremst hæfan til að:
— meta vandamál einstaklinga, fjöl-
skyldna og stærri hópa í þjóðfé-
laginu.
— taka sjálfstæðar ákvarðanir.
— bera ábyrgð á og vera færan um
að veita hjúkrun á öllum sviðum í
samræmi við grundvallarlögmál
hjúkrunar.
Það segir sig sjálft að ofan á þennan
almenna grunn verður síðan að
byggja, og er það fyrst og fremst
skylda okkar sjálfra að fylgjast vel
með í allri þróun.
Stjórnvöldum ber að veita okkur
tækifæri til viðhalds- og framhalds-
menntunar.
Við þurfum einnig að vinna að því
að réttur hjúkrunarfræðinga til
starfa verði á einn eða annan hátt
háður því að hann viðhaldi mennt-
un sinni ogstarfsþjálfun. Við teljum
það grundvallarsjónarmið til að
tryggja betri hjúkrun í landinu.
Fréttir frá aðildarfélögunum
Eins og áður hefur komiö fram í
frásögnum frá SSN fundum er
sænska hjúkrunarfélagið aöili aö
samtökum sem nefnast Svenska
hálso- og sjukvárdens Tjánste-
mannaförbund, sem er samsteypa
fjögurra stórra heilbrigðishópa. þ.e.
Svensk sjuksköterskeförening,
Svenska barnmorskeförbundet,
Svenska laboratorieassistentfören-
ingen og Medicinsk-tekniska assist-
entföreningen.
HJÚKRUN 3i"4/ao - 56. árgangur 23