Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1980, Blaðsíða 7

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1980, Blaðsíða 7
unina. Hann þarf að geta metið hvaða upplýsinga og fræðslu sjúkl- ingurinn þarfnast og er móttækileg- ur fyrir. Það getur verið mjög hvetjandi og getur stælt kjark sjúklingsins að eiga hlutdeild í markmiðssetningu °g hjúkrunaráætlun og fylgjast með því hvernig einum áfanga af öðrum í átt til sjálfstæðs lífs er náð. Eg talaði um forgangsröðun hjúkr- unaraðgerða. Þar á ég við að það er Þýðingarmikið að hjúkrunarfræð- 'ngurinn sé stöðugt að fara yfir og endurmeta hjúkrunargreininguna, hjúkrunarvandamálin og aðgerð- 'rnar, sem valdar eru til lausnar þeim. því að það vandamál. sem í dag kann að vera nr. 1 og mest að- kallandi að sinna. getur á morgun hafa hjaðnað á meðan annað vandamál neðar á listanum hefur ferst upp í fyrsta sæti og þarf nú í bili mestrar athygli við. Um sjálfar hjúkrunaraðgerðirnar hef ég fátt eitt að segja annað en að val þeirra veltur fyrst og fremst á faglegri þekkingu og verkkunnáttu hjúkrunarliðsins. c. Framkvæmd hjúkrunar- úœtlana I þessum þætti ferlisins reynir sennilega hvað mest á stjórnunar- °g skipulagshæfni hjúkrunarfræð- 'ngsins. Hann þarf að hafa heildar- sýn yfir alla þá lækningameðferð og þjónustu sem sjúklingurinn þarfn- ast. Margir aðilar með ólíka þekkingu °g bakgrunn geta verið þátttak- endur í þeim hjúkrunar- og lækn- 'ngaaðgerðum, sem ákveðnar hafa verið. og þarf hjúkrunarfræðing- urinn að annast verkstjórn þannig að öryggi sjúklingsins sé ávallt tryggt og gæði hjúkrunarþjónust- unnar í hámarki. Auk samskipta- og tjáskiptaleikni reynir hér mjög á fræðilega og verk- lega kunnáttu, sem og hæfni til að taka sjálfstæðar ákvarðanir og geta metið síbreytilegt ástand og að- stæður. D. Hjúkrunarferlismat Hjúkrunarfræðingi þarf að vera það eðlilegt og sjálfsagt að vera sífellt að endurmeta og kanna alla þætti hjúkrunarferlisins. þ.e. hjúkrunar- greininguna, markmiðin, hjúkrun- aráætlun og hjúkrunaraðgerðir, allt í þeim tilgangi að finna betri og árangursríkari hjúkrunarleiðir. En hlutlægt. gagnrýnið. rannsak- andi viðhorf hjúkrunarfræðingsins til hjúkrunarmála er forsenda allra framfara í hjúkrun. HEIMILDIR 1. Auld. M. og Birum. L.H.: The Chullenge of Nursing. Greinasafn. The C.V. Mosby Company. St. Louis. 1973. 2. Dyhre. B.. Hjelholt. G. o.fb: Patient. syiieplejerske. lœge. Hvis hehov? Greina- safn. Hans Reitzels forlag. Kobenhavn. 1977. 3. Jourard. S.: Tlte Transparent Self. Van Nostrand Reinhold Company. London. 1971. 4. Yura. H. og Walsh. M.: The Nursing Process. Appleton-Century-Crofts. New York. 1973. Guðrún Ragnars deildarstjóri Hjúkrunarferli á barnadeild Upplýsingasöfnun Hér mun verða kynntur fyrir ykkur fyrsti liðurinn í hjúkrunarferlinu, þ.e. upplýsingasöfnunin, sem segir okkur til um líf sjúklingsins fyrir utan sjúkrahúsið. Landakotsspítali gekkst fyrir kennslu í fyrravetur um „ferlið“, þar sem deildarstjórum var boðið upp á að kynnast því nánar, og settum við okkur það markmið að hrinda því í framkvæmd stig af stigi. Tilgangurinn með upplýs- ingasöfnuninni sem ég ætla hér að leggja áherslu á, er að auðvelda okkur að stuðla að betri andlegri líðan sjúklingsins, í návist þeirra sem hafa kynnt sér siði og venjur hans. sérstaklega þar sem börn eiga í hlut. Greiningin. sem er næsta stigið í ferlinu. verður einnig auðveldari. Inn í upplýsingar spinnast hin ýmsu vandamál sem sjúklingurinn á við að stríða. bæði andleg og líkamleg. Er þá hægt að vinna markvissar að greiningunni. finna út hvað er mik- ilvægara en annað og raða því upp. Við notfærum okkur eyðublað sem kennarar í Hjúkrunarskóla íslands hönnuðu. og á það eingöngu við um börn. Þetta er frumraun. Hér er sýnishorn af þeim upplýs- ingum sem slík hjúkrunarskrá gefur: HJÚKRUN 3--4/eo - 56. árgangur 5

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.