Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1980, Blaðsíða 20

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1980, Blaðsíða 20
Hjúkrunarfræðingatal - góð jólagjöf Ein besta jólagjöfin íárerHjúkrunarfræðingatalið. Eins og skýrt var frá í Fréttablaði 12 varfyrirhuguð hækkun á Hjúkrunarfræðingatalinu, m.a. vegna hækkunar söluskatts fyrr á árinu. Bókin kostar nú kr. 13.000.00 til hjúkrunarfræðinga og er seld á skrifstofu félagsins. Hjúkrunarfræðingar, sem hafa hug á fyrri bókinni, sem kom út 1969 eru beðnir að skrá sig sem fyrst. Félagsgjöld 1980 í nóvemberbyrjun 1980 voru sendir út gíroseðlar fyrir félagsgjöldum þeirra hjúkrunarfræðinga, sem ekki eru starfandi. Félagsgjaldiö er kr. 10.000.00 og verði það ekki greitt fyrir 16. desember hækkar þaö strax í kr. 10.500.00 Hjúkrunarfræðingar eru því minntir á að greiða gjaldið strax og gíroseðillinn berst þeim í hendur. Hjúkrunarfræðingar yfir 67 ára greiða ekki félags- gjald. Nefndanefnd í nefndanefnd HFÍ vegna fulltrúafundar 1981 hafa eftirtaldir hjúkrunarfræðingar verið tilnefndir: Áslaug Björnsdóttir, Borgarspítala, deild E-6, sími 81200 heima: Ásbúð 72, Garðabæ, sími 44787. Kolbrún Ágústsdóttir, Heilsuverndarstöð Reykja- víkur, sími 22400 heima: Hringbraut 47, Reykjavík, sími 19349. Kristín A. Sophusdóttir, Landspítala, sími 29000 heima: Fífuseli 30, Reykjavík, sími 76561. Með tillögur um hjúkrunarfræðinga í stjórn, vara- stjórn og nefndir innan félagsins ber að snúa sér til nefndanefndar. Tillögur skulu hafa borist nefnd- inni fyrir 20. janúar 1981, til skrifstofu félagsins eða beinttil nefndarmanna. Úr stjórn ganga á fulltrúafundi 1981: Ása Steinunn Atladóttir, 1. varaformaður og Brynja Guðjóns- dóttir, ritari. Úr varastjórn: Áslaug Björnsdóttir og Ásthildur Einarsdóttir. Endurkosning er heimil. Samkvæmt félagslögum verður fulltrúafundur HFÍ átímabilinu mars-júní 1981. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér lög félags- ins og tilnefna í stjórn, varastjórn og nefndir innan félagsinssem fyrst. Samband lífeyrisþega stofnað Deild lífeyrisþega innan Hjúkrunarfélags íslands var stofnuð 20. október 1980. Á stofnfundinn, sem haldinn var á skrifstofu HFÍ, mættu 43 tilvonandi félagar. Á fundinum var kosið í stjórn og varastjórn. Ákveð- ið var, að nýkjörin stjórn deildarinnar í samráði við stjórn HFÍ gangi frá drögum að lögum fyrir deild- ina. Þessi drög verði Ijósrituð og send til félaga í deildinni og síðan borin upp til atkvæða á næsta fundi deildarinnar. / stjórn Deildar lífeyrisþega Hjúkrunarfélags ís- lands voru kosnar: Sigríður Bjarnadóttir formaður. Guðrún Soffía Gísladóttir. Ragnhildur Jóhannsdóttir. Jóhanna Björnsdóttir. Aðalheiður Árnadóttir. Varamenn: Árnína Guðmundsdóttir. Ástríður Sigurmundardóttir. Guðbjörg Einarsdóttir. Lög deildarinnar verða birt síðar. Stofnfundur Sambands lífeyrisþega aðildarfélaga BSRB var haldinn laugardaginn 22. nóvember að Grettisgötu 89, Reykjavík. Hver félagsdeild tilnefndi á stofnfundinn einn full- trúa fyrir hverja 30 félaga eða brot úr þeirri tölu. Þá var boðið á stofnfund aðalstjórn og varastjórn BSRB og formönnum þeirra félaga sem hafa stofnað lífeyrisþegadeild. Nordiska hálsovárdshögskolan Vakin er athygli á eftirfarandi námskeiðum sem haldin verða í Nordiska hálsovárdshögskolan, Gautaborg, árið 1981. Hjúkrunarfræðingum er bent á að sækja um sem allra fyrst. Nánari upplýs- ingar á skrifstofu HFÍ. Námskeið HÖGRE UTBILDNING í HÁLSOUPPLYSNING 9. febrúar-5. mars 1981. Umsóknarfresturtil 15. desember 1980. METHODS AND EXPERIENCE IN PLANNING FOR HEALTH 1.-12. júní 1981. Umsóknarfresturtil 1. apríl 1981.

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.