Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1980, Blaðsíða 4

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1980, Blaðsíða 4
Hjúkrunarferli Erindaflokkur um hjúkrunarferliflutturá ráðstefnu HFÍ1979, ásamt niðurstöðum umrœðuhópa Við undirbúning ráðstefnunnar um hjúkrunarmál, í tilefni af60 ára afmæli HFlí nóvember 1979 var hjúkrunarferlið fyrir valinu sem annað málefnið til umfjöllunar. Ástœðan var að rétt og tímabœrtþótti að kynna örlítið þennan starfshátt oghvar við hér á landi vœrum stödd á þessu sviði. Ekki vargert ráð fyrir að fram gœtifarið bein kennsla á svo takmörkuðum tíma, heldur var markmiðið fyrst og fremst að vekja almennan áhuga og síðan tœkju við námskeið. Frœðslunefndfélagsins vonarað þessifrumtilraun verði kveikja aðfrekari þekkingaröflun á þessu sviði og til hagnýtingar í starfi. Þóra Arnfinnsdóttir ^ hjúkrunarkennari Stutt ágrip af þróun ferlisins Það eru margir sem blanda svolítið saman hugtökunum ..feri!l“ sem er karlkynsorð og „ferli" sem er hvor- ugkvnsorð. Þessi orð hafa þó tals- vert ólíka merkingu. Karlkynsorðið ..ferill" þýðir braut eða slóð. sam- anber æviferill eða ævibraut. starfs- ferill eða starfsbraut. Hvorugkynsorðið „ferli", sem er þvðing á enska orðinu „process“. merkir hins vegar eitthvert síbreyti- legt ástand á einhverju afmörkuðu svæði. Slíku síbreytilegu ástandi lýsum við 2 HJÚKRUN 3 _4/80 - 56. árgangur sem ferli. Eitt dæmi um ferli er þró- un fósturs frá getnaði þar til það verður fullburða. Annað dæmi um ferli er þegar við tölum um þróun einhverrar hug- rnyndar eða annarrar hugarstarf- semi þá er þar um að ræða hugsana- ferli. Svo er það hjúkrunarferlið sem aft- ur er á móti er vinnuferli. Það var fvrst um 1955 sem farið var að tala um hjúkrun sem ferii, en það gerði bandaríski hjúkrunarfræðing- urinn Lvdia Hall í skrifaðri grein sem birt var um þetta leyti. Það var þó ekki fyrr en 1967 að hugtakið hjúkrunarferli var endan- lega skilgreint og því fengin sú merking sem það hefur í dag. Það var hópur hjúkrunarfræðinga í vesturríkjum Bandaríkjanna. sem að lokinni rannsókn á hjúkrunar- starfinu skilgreindi hjúkrunarferlið. Þeir sögðu: „Öll sú atburðarás og

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.