Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1980, Blaðsíða 3
Hjúkrunarfræðingur við störf sín á
Barnaspitala Hringsins.
Ljósm.: IngibjörgÁrnadóttir.
Litgreining: Prentmyndastofan.
3.-4. tölublað- nóvember 1980
56. árgangur
ÚTGEFIÐ AF HJÚKRUNARFÉLAGI ÍSLANDS
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR, SÍMI 15316 OG 41622.
RITSTJORN:
ÁNNA S. INDRIÐADÓTTIR, SÍMI 22038.
ÁSLAUG SIGURBJÖRNSDÓTTIR, SÍMI 27417.
JÓNA GUÐMUNDSDÓTTIR, SÍMI 22458.
AUGLÝSINGAR OG BLAÐDREIFING:
INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR, SÍMI 15316 OG 41622.
SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR, SlMI 15316 OG 21177.
BLAÐIÐ KEMUR ÚT ÁRSFJÓRÐUNGSLEGA.
endurprentun bönnuð án leyfis ritstjóra.
PRENTUN: PRENTSMIÐJAN HÓLAR HF.
EFNISYFIRLIT
Hjúkrunarferli .......................... 2
Fyrirbyggjandi augnlækninsþjónusta ......14
Minning .................................17
Tilfinningar og hegöun foreldra fatlaöra barna .. 18
Menntun hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum ... 20
Fréttir og tilkynningar .................26
Brautskráning frá HSÍ ...................28
Ritstjórnarspjall
Að nýafstöðnum kjarasamningum vakna ýmsar
spurningar um hvað við vorum að samþykkja. Nú
munu margir hugsa að of seint sé að fjalla um þessi
mál, þegar allt er afstaðið. En eftir ár eru aftur lausir
samningar, svo ekki veitir af að fara að huga að þeirri
,,baráttu.“
Við síðustu samninga samþykktum við launahækkun
um 3-3,5% á 10.-15. Ifl. og 1-2% á 15.-17. Ifl., þegar
kjaraskerðing frá síðustu samningum er orðin um
20%. Þeir sem unnu að gerð samninganna viður-
kenna að 14 þúsund krónunum verði búið að marg-
stela frá okkur á samningstímabilinu. Lögð var
áhersla á ýmsar félagslegar bætur, s.s. Iífeyrissjóðs-
og atvinnuleysisbætur. En eru kjarasamningar hinn
rétti vettvangur til að semja um almenn mannréttindi
og hvert erþá hlutverk lýðræðiskjörins alþingis?
Ekki eru allir félagsmenn einhuga um veru okkar í
BSRB og á hverjum kjaramálafundi félagsins er sú
spurning borin upp, hvern hag við höfum af henni.
Þess má geta að greiðsla HFÍ til BSRB er á þessu ári
ca. 15 milljónir.
Hver er staða okkar innan BSRB?
Erum við látnar gjalda þess að vera kvennastétt?
í athyglisverðri grein í Ásgarði, 2. tölubl. mars ‘80,
eftir Helgu Ólafsdóttur bókavörð, ,,Um konur og
launaflokka," sýnir hún með súluriti skiptingu karla
og kvenna í launaflokka. Þar kemur fram að konur
eru í miklum meirihluta í lægri launaflokkunum. Hún
segir m.a.: „Konur eru röskur meirihluti félaga innan
BSRB, en annars flokks félagar, vegna þess að við
samningaborðið hefur kvennastéttum alltaf verið
fórnað og á því virðist ekkert lát." öllum störfum
fylgir ábyrgð, en erum við sáttar við það að þau séu
metin til launa eftir kynferði?
Nokkur deyfð hefur verið yfir umræðum um kjaramál
innan félagsins, nema ef væri innbyrðis metingur um
launaflokka, og e.t.v. er árangurinn í réttu hlutfalli við
það. Viljum við brýna ykkur til að hugleiða stöðu
okkar í heild sem stéttarfélags.
Jóna Guömundsdóttir
HJÚKRUN 3--*/«o - 56. árgangur 1