Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1980, Blaðsíða 15

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1980, Blaðsíða 15
félaginu. Þar er hægt að fylgjast með áhættuþáttum og gæta að þeim, áður en þeir verða að vanda- málum. Notkun þess stuðlar að betri sam- skiptum milli stofnana og samfé- lagsins vegna bættrar upplýsinga- miðlunar. Með betri hjúkrunar- þjónustu fækkar legudögum, færri þurfa á sjúkrahússvist að halda og endurinnlögnum fækkar. Það er því að sjálfsögðu sparnaður fyrir þjóð- félagið. Sé hjúkrunarferlið notað rétt, stuðlar það að almennri þekkingu á heilsugæslu og aukinni þekkingu og mati á eigin heilsu, stuðlar að var- anlegum batahorfum þeirra sjúkl- inga. sem eiga þá möguleika. og hjálpar öðrum til að lifa með sjúk- dómi sínum eða vandamálum. Ein- staklingurinn getur því orðið virk- ari þjóðfélagsþegn. Notkun ferlisins á að minnka hættu á mistökum og eykur þar með öryggiskennd almennings gagnvart heilbrigðisþjónustunni. Ennfremur ætti það að auka almenna þekkingu á heilbrigðismálum vegna aukinnar kennslu í a) fyrirbyggjandi þáttum, k) heilsuræktandi þáttum, c) því hvað má verða til að auka sjálfs- hjargargetu einstaklings þegar heilsuvanda ber að höndum. Ef afstaða heilbrigðisstétta til heil- hrigðisþjónustunnar er jákvæð. hera einstaklingarnir í þjóðfélaginu meira traust til hennar. -■ Hvað þarf til þess að hægt sé að koma hjúkrunarferlinu við á þímim vinnustað? Þessari spurningu svaraði helm- ingur hópanna, þess vegna koma fram nokkrar sömu hugmyndir, t.d. að hjúkrunarferlið komi ekki síður að notum utan sjúkrahúsa en innan. Heilsugæslustöðvar eru talsvert af- skiptar og samskiptin við sjúkra- húsin eru ekki nógu mikil, t.d. þegar sjúklingur kemur heim af sjúkrahúsi og þarf áframhaldandi aðstoð í heimahjúkrun, liggja þar litlar sem engar upplýsingar fyrir um sjúklinginn. Til þess að koma hjúkrunarferiinu á er frumskilyrði að hjúkrunarþjón- ustan sé jákvæð gagnvart nýjung- um, sem hjúkrunarferlið byggir á, og geti miðlað þeim á jákvæðan hátt inn á hinar ýmsu deildir og að hjúkrunarfræðingar almennt hafi öðlast jákvætt viðhorf til bættrar hjúkrunar og séu vakandi og opnir fyrir nýjum straumum. Kynna þarf hvað hjúkrunarferlið felur í sér og hvaða tilgangi það þjónar að taka það í notkun. Kanna þarf áhuga hjúkrunarfræðinga fyrir að koma hjúkrunarferlinu á. Til að kveikja áhuga er mikilvægt að benda á þörfina fyrir bættri hjúkrun. Nauðsynlegt er að kynning og fræðsla sé á þann veg að hún leiði til samvinnu alls starfsfólks. og mikil- vægt er að gera grein fyrir því að hjúkrunarferlið er ekki viðbótar- vinna. heldur tæki til að auðvelda samskipti við sjúklinginn og bæta hjúkrunina. Ekki er hagkvæmt að nota ,.ferlið“ þar sem ekki eru allir sammála um að notkun þess leiði til markvissari og betri hjúkrunar. því það gæti verkað neikvætt og aukið skrif- finnskuna. Einnig er nauðsynlegt að kynna samstarfsfólkinu hvað felst í ferlinu, sérstaklega læknum. til þess að stuðla að góðu samstarfi. Það þarf einingu og samstöðu til þess að ná markinu. Allir hóparnir eru sammála um að til þess að koma hjúkrunarferlinu á þarf aukna þekkingu hjúkrunar- fræðinga. f fyrsta lagi þarf aukna fagþekkingu. bæði í undirstöðu- greinum og grundvallarþáttum hjúkrunar og í öðru lagi fræðslu um gildi og skilning á hjúkrunarferlinu áðttr en því er hrint af stað. Það mætti gera á ýmsa vegu. t.d. með því að hjúkrunarfræðingur með góða fræðilega menntun í hjúkrun- arferlinu sé starfandi á stofnuninni/ deildinni í 1-2 mánuði til leiðbein- inga og áréttinga og annist kennsl- una. Deildirnar ættu svo kost á áframhaldandi stuðningi og kennslu eftir að búið væri að inn- Ieiða ferlið. Fræðslan þarf að vera í formi fyrir- lestra og umræðna. Hjúkrunar- fræðingar þurfa að hafa greiðan að- gang að Iesefni. Áhersla er lögð á að hjúkrunarfræðingar þurfi að vera jákvæðir og að þeim sé gert kleift að njóta þeirra hjálpargagna sem völ er á í þessu efni. Kynningarferðir séu milli stofnana og samstarf um hönnun á gögnum. Eyðublöð ættu að vera einföld og gerð með þörf hverrar stofnunar í huga. Þegar farið er að innleiða hjúkrun- arferlið skal farið varlega af stað og aðeins einn þáttur tekinn fyrir í einu og gera ráð fyrir ákveðnum að- lögunartíma. Fram kom sú athuga- semd að ferlið nýttist ekki eins vel á öllum deildum, t.d. gjörgæslu- deildum. Til þess að hægt sé að koma hjúkr- unarferlinu á. telja hóparnir að þurfi lágmarksfjölda hjúkrunar- fræðinga á deild. Hóparnir voru sammála um að athuga þyrfti fjölda hjúkrunarfræðinga á deild og að- stoðarfólks og hvort fjölga þyrfti hjúkrunarfræðingum. Tillaga kom úr tveim hópum þess efnis, að ákveðið teymi ynni með ferlið og jafnvel að sett yrði upp tilrauna- deild. Sú ósk kom fram. að jafnframt því sem hjúkrunarferlinu væri komið á. legðist hinn hefðbundni stofugang- ur niður. Uppfræðslu er þörf fyrir a) fast starfsfólk á stofnunum, b) aukavaktir, c) þá sem ekki eru starfandi. HFÍ gangist fyrir upp- fræðslu. m.a. með starfi fræðslu- stjóra og að tímaritið birti greinar og kynni bækur. □ HJÚKRUN 3-'4/8o - 5(t. árgangur 13

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.