Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1980, Blaðsíða 5

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1980, Blaðsíða 5
samspil hegðunarviðbragða og svara sem á sér stað milli hjúkrun- arfræðinga og sjúklinga meðan á lækningarmeðferð stendur mvnda ferli — hjúkrunarferli.“ En nú vil ég víkja að aðdraganda þess að hjúkrunarferlið er skil- greint. Það var. eins og við vitum °H. hjúkrunarkonan enska. Flor- ence Nightingale. sem fyrst skil- greindi hjúkrunarhlutverkið og gerði hjúkrun að sjálfstæðri at- vinnugrein. Hún lagði einnig grunninn að þeirri hjúkrun sem iramkvænid var víðs vegar um hinn þróaðri hluta heims með tiltölulega litlum breytingum á hlutverkinu, alit frá dögum Krímstríðsins og iram til heimsstyrjaldarinnar síðari. Inntak hjúkrunarstarfsins var fólgið 1 hjúkrun og umönnun sjúkra og særðra. Sennilega hefur engin styrjöld í ver- ttldarsögunni valdið svo gagngerri hyltingu á ótal sviðum mannlífsins svo sem heimsstyrjöldin síðari. öld hraðans og tækninnar hefur innreið sma. Miklar framfarir verða á sviði vísindanna. nýjar vísindagreinar verða til og þær eldri þróast og taka stökkbrevtingum. s.s. læknisfræðin. Eekkingin um flest er varðar sálarlíf ■nannsins og gildi tjáskiptanna til skilnings á hegðun einstaklingsins á sitt upphaf um þetta leyti. Sálar- fræði og félagsfræði bætast í hóp vísindagreina. Oll þessi nýja þekking og breyttur skilningur á manninum og þeim þáttum. er áhrif hafa á heilsufar hans. hlaut að hafa djúpstæð áhrif á hjúkrunarstarfið. Hún kallaði á aukna menntun hjúkrunarfræðinga sem og breyttan skilning á hjúkr- unarhlutverkinu og að hjúkrunar- störfunum vrði breytt til samræmis við þann skilning og breyttar þjóð- félagsþarfir. Vettvangur hjúkr- unarstarfsins víkkar um þessar mundir. nær nú til hins heilbrigða manns í formi heilsuverndar og fyrirbyggjandi heilsugæslustarfs. Benda má einnig á að á síðustu þrem áratugum hafa margar nýjar starfsstéttir bæst inn í heilbrigðis- þjónustuna. t.d. sjúkraliðar. sjúkra- þjálfar. iðjuþjálfar og félagsráð- gjafar. Sumir þessara hópa hafa tekið við hluta af störfum hjúkrun- arfræðinga. meðan þeim hafa bæst önnur og ný verkefni. Það skal því engan undra að á ára- tugunum eftir heimsstyrjöldina síð- ari fara að heyrast æ fleiri raddir meðal hjúkrunarfræðinga um það að þeir finni í vaxandi mæli til óör- vggis í hjúkrunarstarfinu. Peir viti ekki lengur hvað flokka beri til hjúkrunarstarfs. því aðgreiningin frá störfum annarra starfshópa inn- an heilbrigðisþjónustunnar revnist æ örðugri. Með þessu bentu þeir á nauðsvn þess að hjúkrunarfræðingar skil- greindu hjúkrunarhlutverkið að nýju út frá hinum breyttu tímum. Margir hjúkrunarfræðingar bentu einnig á mikilvægi þess að hjúkr- unarstéttin sjálf ákvæði og bæri ábyrgð á hvert verða skyldi inntak hjúkrunarstarfa framtíðarinnar. Hjúkrunarfræðingar hófu nú að rannsaka hjúkrunarstarfið og settur var fram fjöldi kenninga og hug- mvnda um nýjar skilgreiningar á hjúkrunarhlutverkinu. Á ára- tugnum 1960-1970 var ötullegast unnið að þessum rannsóknum. einkum í Ameríku. En upp úr þess- um hræringum öllum og rannsókn- um á hjúkrunarhlutverkinu er hjúkrunarferlið sprottið. Eftir að hjúkrunarferlið hafði verið skilgreint voru settar fram tilgátur um að það hlvti að mega finna í öllu hjúkrunarferli einhverja sameigin- lega þætti. einhver þau atriði sem endurtækju sig öðrum oftar í hjúkr- unarstarfinu. hvort sem þau eru unnin á sjúkradeild. í heilsuvernd. á skurðstofu eða enn annars staðar. Og að þessir sameiginlegu þættir. ef þeir fyndust. hlvtu þá að mvnda grunninn í öllu hjúkrunarstarfi. væru sá rauði þráður. sem leggja bæri alla áherslu á að búa hjúkrun- arfræðinga undir að geta spunnið á sem bestan og vandaðastan veg. Það er svo árið 1967 að hópur hjúkrunarfræðinga í Ameríku birtir niðurstöður sínar úr rannsóknum á hjúkrunarferlinu. sem gerðar voru í áðurnefndu skvni. Greining þcirra leiddi í ljós að allt hjúkrunarferli skiptist í fjóra megin þætti. sem alltaf birtast í sömu röð: I fyrsta lagi byggir hjúkrunarfræð- ingurinn alla vinnu sína á ákveðn- um upplýsingum sem hann aflar og dregur síðan ályktanir af um hjúkr- unarþarfir eða vandamá! sjúklings- ins. Við köllum það hjúkrunar- greiningu. í öðru lagi gerir hjúkrunarfræðing- urinn áætlun um það hvernig best muni með ákveðnum úrræðum að leysa úr vanda eða mæta hjúkrunar- þörfum sjúklingsins. í þriðja lagi hrindir hann þessari áætlun í framkvæmd. I fjórða lagi metur hann hvern ár- angur hjúkrunaraðgerðin hefur HJÚKRUN 3-‘4 bo - 56. árgangur 3

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.