Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1980, Blaðsíða 13
ast 322 sjúklingar á deildina á tíma-
bilinu.
Urtakið var 22 sjúklingar. eða tæp
7% af heildarfjölda sjúklinga á
deildinni á þessu tímabili.
Við höfum farið yfir rúmlega helm-
'ng úrtaksins og dregið ályktanir út
frá því.
Athugunarlisti var unninn í hóp-
vinnu þannig að:
1 • Eyðublöðum var snúið upp í
spurningaform. til að kanna alla
þætti jafnt.
2. Settar voru fram ákveðnar
kröfur um hvaða þætlir ættu að
koma fram í ýmsum stigum
hjúkrunarferlisins og spurningar
þar að lútandi.
Athugunarlistinn var svo margyfir-
farinn af hópnum. Áöuren farið var
að vinna með hann við raunveru-
legar aðstæður komu fram ófyrir-
sjáanlegir vankantar. sem ekki
verða raktir hér.
f Jpplýsingasöfmm
Valdar voru af eyðublöðunum
spurningar. sem við álitum að
bæmu hjúkrunarferlinu beint við.
Niðurstöður eru raktar hér með
hliðsjón af þáttum hjúkrunarferlis-
lr>s. Upplýsinganna var nær alltaf
aflað innan sólarhrings frá innlögn.
betta teljum við nauðsynlegt. til
þess að markviss hjúkrun geti hafist
strax. Flestar upplýsingar sem aflað
var höfðuðu til líkamslegs ástands
sjúklings. Aðeins um helmingur
þeirra er öfluðu upplýsinga spurðu
út í sálræna og félagslega sviðið.
Hjúkrunarfræðingarnir skrifuðu
nær því allir nafn sitt við upplýs-
'ngasöfnunina. Þetta kom okkur
skemmtilega á óvart.
Hjúkrunargreining
I Ijós kom að alltaf var gerð hjúkr-
Unargreining. Töldum við að allt
Það. er fært var í greiningardálk og
gefið það númer. væri hjúkrunar-
greining. Orsök hjúkrunargrein-
ingarinnar var aðeins nefnd í um
25% greininga. Einnig kom í ljós að
sumar greiningar báru aðeins sjúk-
dómsheiti. Athugað var hvaða
þarfir hjúkrunarfræðingar greindu.
Allir höfðu sjúklingarnir líkamleg-
ar þarfir. eins og búast mátti við.
þar sem könnunin var gerð á al-
mennri sjúkradeild. Hjá um helm-
ingi sjúklinganna voru greindar sál-
rænar þarfir, en félagslegar ekki hjá
neinum. Við höfðum einnigáhuga á
að vita hvort hjúkrunargreiningin
væri gerð eftir forgangsröðun. t.d.
Maslow. en svo revndist ekki vera.
Að vísu var innlagningarástæðan
oft fyrsta hjúkrunargreiningin.
Einnig var athugað hvort vanda-
málin væru flokkuð niður eftir stigi
þeirra. Hjá öllum voru greind virk
vandamál. mjög sjaldan yfirvofandi
og aldrei möguleg. Aldrei var gert
endurmat á hjúkrunargreiningu. í
nær öllum tilfellum var frumgrein-
ing gerð samdægurs og sjúklingur-
inn kom. þ.e. strax á eftir upplýs-
ingasöfnun.
H júkrunarfyrirmœli
og framvinda
Markmið voru ekki sett í sambandi
við nein fyrirmæli. Evðublöðin
bjóða að vísu ekki upp á sérstakan
markmiðadálk. en rætt var í upp-
hafi um að þau gætum við skrifað í
tengslum við fyrirmæli. Fyrirmæli
voru aðeins í sambandi við þriðjung
hjúkrunargreininga. Hjá öllum
voru fvrirmæli um líkamlegar þarf-
ir. hjá helming um sálrænar þarfir.
en hvergi varðandi félagslegar þarf-
ir. Flest fjölluðu fyrirmælin um
beina athugun. tæknilega aðhlynn-
ingu. læknismeðferð og fyrirbygg-
ingu. Einnig voru fyrirmæli um fæði
og hindrun á sársauka. í örfáum til-
vikum voru fyrirmæli um fræðslu og
umhyggju. Aldrei var gerð framtíð-
aráætlun. Fyrirmæli voru ekki mjög
nákvæm. t.d. aldrei tekið fram hve
lengi þau giltu. og þar af leiðandi
ekki endurmetin.Framvinda höfð-
aði oftast til greiningarinnar. en oft
kom í ljós ný greining í framvindu.
sem ekki var færð í greiningardálk.
NIÐURSTÖÐUR
Upplýsingasöfnunin virtist ganga
nokkuð vel, nema hvað við mætt-
um leggja meiri áherslu á sálræna
og félagslega þætti.
Hjúkrunarfræðingar virðast hafa
nokkuð gott vald á að greina líkam-
legar þarfir sjúklinganna, en virðast
gleyma að líta á sjúklinginn sem
veru með félagslegar og sálrænar
þarfir eins og líkamlegar — eða
finnst þeir ekki valda því. Svo virð-
ist sem við séum ekki búin að slíta
okkur að öllu leyti frá gamla ..kard-
exinu“.
Við reiknuðum alltaf með byrjun-
arörðugleikum og vissulega eru enn
þröskuldar í vegi. en þó ekki svo
óvfirstíganlegir að við viljum snúa
til baka.
Eins og fvrr segir var markmið okk-
ar með könnuninni. í fvrsta lagi að
kanna hvað hjúkrunarfræðingum
finnst skifta máli í upplýsingasöfn-
un og úrvinnslu.
Þessu markmiði náðum við ekki.
því að úrtakið var ekki nógu stórt til
að vera fulltrúi fvrir heildina. Við
teljum réttmæti og áreiðanleika
ekki nógu vel tryggt til að hægt sé að
draga beinar ályktanir af niðurstöð-
um. Aftur á móti teljum við hlut-
lægni nokkuð vel tryggða þar sem
sömu hjúkrunarfræðingarnir
sömdu athugunarlistann og öfluðu
upplýsinga. Svörin vekja okkur þó
til umhugsunar um hvað mætti
rannsaka betur síðar. Annað mark-
miðið var að finna hvaða þætti helst
þyrfti að bæta með aukinni fræðslu.
Sömu takmörk eru fyrir þessum
þætti og áðurnefndum þáttum í
sambandi við réttmæti og áreiðan-
leika. En þessi athugun bendir til
HJÚKRUN 3-'4/ao - 56. árgungur 1 1