Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1980, Blaðsíða 31
>1i
Vi w.í J *>
f,l y
Fulltrúgjundurinn þádi bod forsetaembcettisins að Bessastöðum.
Forseti Islands,
Vigdís Sigríðardóttir.
Hjúkninarfrœðingar Norðurlanda
þakka þér innilega fyrir að bjóða
okkur til Bessastaða. Við erum stolt
yfir því, að dóttir Sigríðar, sem var
brautryðjandi í norrœnni samvinnu
hjúkrunarkvenna og mikilsvirtur
leiðtogi, er kosin fyrst allra kvenna
þjóðhöfðingi í lýðrœðisríki.
Við hyllum þig og óskum þér heilla,
og þér og móður þinni allrar bless-
unar.
Flutti Toini þetta á góöri íslensku
og vakti þaö bæði undrun og aödá-
un.
Ennfremur hafði Reykjavíkurborg
og heilbrigðisráðuneytið móttöku
fyrir fulltrúana í Höfða.
Stjórnarkjör o.fl.
Toini Nousiainen frá Finnlandi var
endurkjörin formaður SSN, Kirsten
Stallknecht, Danmörku og endur-
kjörin 1. varaformaður og Svanlaug
Árnadóttir var endurkjörin 2. vara-
formaður samtakanna. Kosning er
tileins ársísenn.
Ákveðið var að SSN mundi hefja
útgáfu rits um hjúkrunarrannsókn-
ir. Fyrirhugað er að ritið komi út
einu sinni á ári. Eva Holm Christi-
ansen, Danmörku, og Ulrica
Croné, Svíþjóð, stóðu að undirbún-
ingi og gagnasöfnun. Þær munu
áfram vinna að verkefninu í sam-
ráði við stjórn SSN.
í tilefni af 60 ára afmæli HFÍ á síð-
asta ári var formanni HFÍ afhent
peningagjöf að upphæð 12.000
norskar krónur. Verður fjármunum
þessum varið til styrktar þátttak-
endum frá HFÍ í ICN þinginu 1981,
en kennaradeild félagsins hefur
tekið að sér að sjá um umræðuþátt á
þinginu.
Næsti fulltrúafundur verður hald-
inn í Noregi 1981. Aðalumræðu-
efni fundarins verður:
Staða hjúkrunarfélaganna á inn-
lendum, norrænum, evrópskum og
alþjóðlegum vettvangi.
Ingibjörg Árnadóttir
HJÚKRUN 3-'4/eo - 56. árgangur 25