Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1980, Blaðsíða 16
Guðmundur Björnsson augnlæknir
Fyrirbyggjandi
augnlæknisþjónusta
ÞÁTTUR
HJÚKRUNARFRÆÐINGA
OG HEILSUGÆSLULÆKNA
í SJÓNVERND.
I þessari grein mun ég fjalla um
sjónverndarmál hér á landi og stikla
á stóru. Teknir verða til meðferðar
algengustu augnsjúkdómar og
kvillar, sem valda skerðingu á sjón,
án þess að gefa augljós einkenni, og
unnt er að fyrirbyggja, finnist þeir í
tæka tíð. Auk þess verður lítilshátt-
ar rætt um augnslys og varnir gegn
þeim.
Eins og í öðrum greinum læknis-
fræðinnar er augnlæknisfræðin að
þróast meira og meira í forvarnar-
starf, þ.e. að fyrirbyggja þá sjúk-
dóma. sem valda skemmdum á
sjón, eða að draga úr þróun þeirra.
Forvarnir er sá þáttur heilbrigðis-
þjónustunnar sem skilar einstakl-
ingnum og þjóðarbúinu mestum
arði í eiginlegri og óeiginlegri
merkingu. Við eigum því að gera
sem mest af því að fjárfesta í heil-
brigði og það gerum við best með
því að fyrirbyggja sjúkdóma þegar
þess er kostur.
Heimilislæknar, heilsugæslulæknar
og hjúkrunarfræðingar leggja
drýgstan skerf til sjúkdómavarna
almennt. Skerfur þeirra til sjón-
verndarmála getur verið stór og
stærri en margur hyggur. Er því
nauðsynlegt að almennir læknar og
hjúkrunarfræðingar kunni skil á
byrjunareinkennum þeirra sjúk-
dóma, sem leitt geta til sjónskerð-
14 HJÚKRUN 3 _4/eo - S6. árgangur
ingar. og þá einkum þeim sem hægt
er að fyrirbyggja.
Greining flestra algengustu augn-
sjúkdóma sem valda sjóndepru er
fremur auðveld, en krefst nokkurr-
ar æfingar. Einföld augnskoðun
tekur stuttan tíma og á að sjálf-
sögðu að vera einn liður almennrar
læknisskoðunar. Nauðsvnlegustu
tæki til greiningar algengustu augn-
sjúkdóma eru ekki dýr. Allir starf-
andi læknar. heilsugæslustöðvar og
sjúkrahús geta því aflað sér þeirra.
Nokkrar heilsugæslustöðvar hafa
þegar komið sér upp slíkum tækjum
og tekiö þau í notkun.
Ymsir augnsjúkdómar. sem valda
sjónskerðingu á öðru eða báðum
augum. gefa ekki einkenni og finn-
ast ekki nema sérstaklega sé leitað
að þeim. Fyrirbyggjandi aðgerðir
beinast því sérstaklega að þeim.
Vissir sjúkdómar eru einkennandi
fyrir hvert æviskeið.
Forvarnir í móðurlífi
Stundum er hægt að koma í veg
fyrir að börn fæðist blind eða með
alvarlega sjóngalla. Ef verðandi
móðir hefur fengið rauða hunda á
fyrstu mánuðum meðgöngutíma
eru líkur fýrir því að barnið sé með
drermyndun á augasteini (cataracta
congenita) og fæðist því blint. Þegar
rauðir hundar ganga í faröldrum er
nauðsynlegt að fylgjast vel með
ófrískum konum, til þess að finna
þær sem smitast hafa snemma á
meðgöngutíma.
Við könnun á blindu, sem ég gerði í
lok árs 1979, reyndust 26 börn á
aldrinum 0-14 ára vera blind hér á
landi. Blindur er sá talinn, sem
hefur sjón 6/60 eða minni á betra
auga með besta gleri.'•2
Orsakir blindu hjá öllum þessum
börnum má rekja til meðfæddra og/
eða arfgengra sjúkdóma eða þró-
unargalla, nema hjá tveimur, sem
eru blind af retrolental fibroplasia,
en þau fæddust í Danmörku árið
1977. Þau eru tvíburar og fvrir-
burðir og voru höfð í súrefniskassa.
Við erum svo heppin að engir aðrir
hafa blindast hér á landi af völdum
þessa kvilla. Retrolental fibroplasia
var algengasta blinduorsök meðal
barna í Bandaríkjunum á fjórða og
fimmta áratugnum meðan sam-
bandið milli of mikillar súrefnis-
mettunar og blindu var óþekkt.
Erfðaráðgjöf kemur stundum að
haldi þegar grunur leikur á að barn
geti fæðst með arfgengan sjúkdóm.
sem valdið getur blindu. og unnt er
að greina ýmsa sjúkdóma í fósturlífi
með því að rannsaka sýni af leg-
vatni.
Forvarnir meðal nýbitra
Sennilega er elsta fyrirbyggjandi
aðgerð gegn blindu sú, að dreypa
silfurnítratupplausn í augu nýbura.
Er þetta enn gert á fæðingarstofn-
unum. Þessi dreyping, sem kennd er
við Credé. var lögfest hér fvrir síð-
ustu aldamót með þeim árangri að
blinda af völdum lekanda var og er
óþekkt fyrirbrigði hér á landi. Aftur
á móti var blinda af þessari orsök
tiltölulega algeng í nágrannalönd-
um okkar fyrr á öldinni og tíðasta
blinduorsökin í blindraskólanum
t.d. í Danmörku og Englandi.3
Aðrar forvarnir meðal nýbura eru
að ganga úr skugga um að barnið
sér með heilbrigð augu, t.d. að það
sé ekki með cataract, og fara var-
lega í súrefnisgjöf hjá fyrirburðum.