Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Page 6

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Page 6
Stoðkerfi rökstuðningur Hjúkrunargreining 1 - Rökstuðningur Eftirtaldar breytingar koma fram á hjarta og æðakerfi við rúmlegu, aðgerð, „gipsun“. Við rúmlegu koma fram einkum þrenns konar breytingar á blóðrás: 1. Minnkað flæði blóðs um bláæð- ar. 2. Minnkað „orthostatik capacity“. 3. Minnkuð vinnugeta hjarta. 7. Minnkað flœði blóðs um bláœð- ar: Stafar þetta af minnkaðri hreyf- ingu -> minnkaðrar pumpunar blá- bláæðablóðs. Einnig af minnkaðri hreyfingu þindar -> minni pumpu- áhrifa á vena cava. Einkenni um segamyndun í kálf- um (en þar myndast yfirgnæfandi hluti þeirra) eru: Verkur, aukinn staðbundinn hiti, bjúgur, verkur djúpt í kálfa, ef fótur er beygður aftur (dorsiflexation) (homans sign). Hjúkrun: markmið hjúkrunar er að auka blóðflæði um bláæðar. Þessu má ná með því að spenna vöðva t.d. með öklaæfingum eða með því að spenna og slaka á vöðvum til skiptis. Þar sem eðlileg vöðvapumpa er svo að segja allan sólarhringinn hjá heilbrigðum ein- staklingi þarf að gera þessar æfingar á klst. fresti. Þar með þarf að ná fullri samvinnu við sjúkling og aðstandendur hans. Hér er ekki eingöngu um að ræða hinn/hina immobiliseruðu limi, heldur alla útlimi, sérstaklega fótleggi. 2. Minnkað „orthostatic capacity“ kemur fram við fótaferð. Orsök óþekkt, en gæti stafað af því að þegar sjúklingur fer á fætur eftir langa rúmlegu leitar blóðið til neðri hluta líkamans, sérstaklega til fótanna, vegna þyngdarlögmáls jarðar og minnkaðs tonus í æðum sem aftur leiðir af sér blóðþrýst- ingsfall og súrefnisþurrð í heila. Einkenni: Aðsvif og/eða svimi og getur sjúklingur fallið í yfirlið. Hjúkrun: Hér virðist fátt til bjargar nema ef vera má æfingar líkt og í lið (1.) Þó virðast þær haldlitlar þar sem um er að ræða óútskýrð taugaviðbrögð eða skort á þeim. Best er að sjúklingur fari framúr rólega og njóti ríkulegs stuðnings til þess að byrja með, til þess að auka öryggiskennd hans. Ef gefa þarf verkjalyf þá forðast lyf sem hafa róandi áhrif. Eftir langvarandi legur er best að koma sjúklingi í uppistandandi stöðu með því að reisa hann upp í áföngum á standbekk. 3. Minnkuð vinnugeta hjarta kemur einnig fram þegar sjúkl- ingur fer á fætur eftir legu. Um er að ræða minnkaða getu hjarta- og æðakerfis til að flytja súrefni um líkamann. Einkenni: Sjúklingur finnur fyrir þreytu og slappleika eftir að hafa gengið nokkur skref. Hjúkrun: Til þess að vinna á þessum vanda gildir sama og í lið (1.) og (2.) þ.e.a.s. æfingar, þá sérstaklega „ísometriskar“. Þá eru vöðvar strekktir án þess að hreyfa útliminn þ.e. vöðvalengd helst óbreytt en spenna er breytileg. Alltaf er sú hætta fyrir hendi þegar útlimir eru gipsaðir eða notaður er plástursstrekkur í beinbrotum, að bláæðablóðrás teppist vegna þrýstings á æðar. Þetta ástand kemur fram helst eftir 2-4 klukku- stundir eða innan 24-48 klukku- stunda. Einkenni: 1. Dofnandi eða engir púlsar í hinum gipsaða lim. 2. Fölvi eða blámi á húð. 3. Blámi undir nöglum vegna stasa í háræðum og bláæðum. 4. Verkir af ýmsum gerðum. 5. Húð verður köld. 6. Bólgur/bjúgur sem leiðir af sér verki í útlimum. 7. Lömun að einhverju eða öllu leyti. 8. Minnkuð tilfinning. 9. Tilfinningaleysi. Hjúkrun: Fylgjast þarf með ein- kennum um minnkað blóðflæði og hlusta vel á kvartanir sjúklings. Hækka undir hinum gipsaða limi. Þó þannig að fjarlægi hluti útlims sé hæstur þ.e. vökvahalli til bolsins. Hreyfa tær og ökla. Hjúkrunarfræðingur getur athug- að blóðflæði með því að þrýsta með þumalfingursnögl á nögl/ neglur útlims fyrir neðan gipsið. Þegar sleppt er, á litur að koma aftur í naglbeð svo til strax og sleppt er. Gott er að gera sams konar athugun á hinum útlimnum, sem ekki er í gipsi, til viðmiðunar. Hjúkrunargreining 2 Rökstuðningur Erfitt getur reynst að meta hjá börnum kvartanir þeirra um verki. Þá er gott að hafa „verkjaskem- ann“ við hendina þannig að matið verði hnitmiðað og „staðlað“. Mat á yfirstandandi verkjum barns er mjög mikilvægt. Inn í það koma huglægir og hlutlægir þættir. Hjúkrunarfræðingur þarf að meta hreyfingar og lýsingu barns á verknum. Mikilvægt er að hlusta vel og gefa sér góðan tíma. Vísbendingar um verki geta verið: A) „Sympathetic“ viðbrögð, sem koma oftast fram þegar um er að ræða verki sem að styrkleika telj- ast litlir eða mildir yfirborðsverk- ir. Einkenni: 1. Fölvi. 2. Hækkaður blóðþrýstingur. 3. Víð ljósop. 4. Þan í beinagrindarvöðvum. 5. Aukin tíðni öndunar. 6. Aukinn hjartsláttur. B) „Parasympathetic“ viðbrögð koma helst fram þegar verkir eru 4 HJÚKRUN ‘/íw-64. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.