Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Blaðsíða 7
miklir eða þeir eiga uppruna sinn
að rekja til verkja djúpt í líkaman-
um.
Einkenni:
1. Fölvi.
2. Lækkaður blóðþrýstingur.
3. Hægari hjartsláttur.
4. Ógleði/uppköst.
5. Slappleiki/aðsvif.
Verkir kalla fram tilfinningaleg
viðbrögð, sem koma fram í atferli
sjúklings. Hjúkrunarfræðingur
getur, með því að fylgjast með
atferli sjúklings, öðlast skilning á
tilfinningum hans og hvað verkur-
inn táknar fyrir tiltekinn einstakl-
ing. Hjúkrunarfræðingur getur
reynst sjúklingi mikilvæg hjálpar-
hella með því að gangast við atferli
sjúklings og reyna að ráða í tilfinn-
ingalegan bakgrunn verkjanna.
Til þess að leysa þetta vel af hendi
þarf hjúkrunarfræðingurinn að:
a) Fylgjast vel með atferli
sjúklings.
b) Hlustavel.
c) Varast að fella dóm og/eða að
rasa að niðurstöðum.
Ég vil undirstrika mikilvægi þess
að varast að slá á verki hjá sjúkl-
ingi umhugsunarlaust. Verkir hafa
gífurlega mikið upplýsingagildi
um ástand sjúklings.
Atferlisleg viðbrögð við verkjum:
a) Sjúklingur dregur sig inn í skel
sína.
b) Orðuð tilfinningaleg tjáning
bein/óbein.
c) Pirringur.
d) Óróleiki.
e) Barnaleg framkoma (aftur-
hvarf).
f) Vanhæfni til einbeitingar.
g) Erfiðleikar varðandi geymd
(að muna).
h) Sjálfhverfur (egocentricity).
Svefn: Svefnmynstur og svefntími
eru mikilvæg atriði til þess að meta
líðan sjúklings. Hverjum einstakl-
ingi er nauðsynlegt að fá nægan
svefn/hvíld til þess að stuðla að
vellíðan sinni og heilbrigði. Þörf
sjúklings getur verið mjög mis-
munandi að þessu leyti og þarf að
vanda til upplýsingasöfnunar
m.t.t. svefns og hvíldar.
Verkjalyf: Hið eina sanna verkja-
lyf virðist ekki ver til meðal allra
þeirra lyfja sem eru á markaðin-
um. Við höfum aðallega notað
Dolviran/Dolyl og Parasetamól
um það er gott eitt að segja.
Reynslan hefur þó sýnt að verkir
eru oft mjög slæmir fyrstu 1-2 sól-
arhringana. Nauðsynlegt er þá að
meta þörf fyrir sterkari verkjalyf
s.s. inj. morfin.
Taugaskemmdir í tengslum við
gips: Þegar útlimur er gipsaður er
alltaf fyrir hendi hætta á tauga-
skemmdum, sérstaklega þar sem
taugar liggja yfir beinhnúða.
Pessar skemmdir geta verið og eru
stundum óafturkræfar. Koma
fram innan 24 klukkustunda.
Einkenni:
1. Vaxandi, þrálátur staðbundinn
verkur.
2. Minnkuð svörun áreita.
3. Tilfinningaleysi.
4. Tilfinning um djúpan þrýsting.
5. Mjög minnkaður máttur eða
lömun.
Hjúkrun: Obs. þátturinn er sér-
lega mikilvægur strax frá byrjun
legu því þegar skemmdin er orðin,
þá minnkar tilfinning og þar með
verkurinn þ.e.a.s. einkennin um
að eitthvað sé að hverfa. Pannig er
mikilvægt að hlusta eftir kvörtun-
um sjúklings og meta þær áður en
slegið er á verki. Einnig má meta
tilfinningu sjúklings með því að
erta tær og að sjúklingur segi til
með lokuð augun.
í öllu falli, ef einkenni gera vart
við sig ber að beina athygli læknis
að þeim, sem gæti þá létt á þrýst-
ingnum með því að klippa eða
kljúfa gipsið.
Hjúkrunargreining 3 -
Rökstuðningur
í stuttu máli hefur rúmlega óæski-
leg áhrif á öll meiriháttar líffæra-
kerfi, m.a. húð. Vegna þrýstings
minnkar blóðflæði til og frá húð-
svæðum. Flutningur á efnum til og
frá frumum minnkar, sem síðan
leiðir af sér drep í vefjum.
Helstu staðir sem útsettir eru fyrir
þrýstingssárum eru t.d.:
a) hnakki
b) brúnir herðablaða
c) olnbogar
d) brúnir mjaðmagrindar
c) hælar og sacral svæði
f) húðsvæði við gipsbrúnir
Hjúkrun: Obs. húð m.t.t. ein-
kenna niðurbrots s.s. útbrot,
roða, flögnun og/eða sáramynd-
un.
Mikilvægt er að halda að sjúklingi
næringarríku fæði, sem er ríkt af
eggjahvítu og C-vítamíni. Fæði
sem byggir upp og bætir vefi.
Einnig að vökva sjúkling vel til
þess að viðhalda blóðflæði til
húðar.
Nauðsynlegt er að snúa/hagræða
sjúklingi ekki sjaldnar en á 2ja klst.
fresti eftir getu hans, svo og að bera
rakakrem á útsetta staði.
Hjálpartœki sem grípa má til eru
t.d. gærur, vatnsfylltir hanskar og
stoppa gipsbarma með bómull/
mjúkum grisjum. Erfitt er að eiga
við sár af völdum þrýstings af
gipsi. Stundum þarf að klippa
gipsið til. Loftdýnur, eggjadýnur
eru einnig góðar þegar um rúm-
legu í lengri tíma er að ræða.
Hjúkrunargreining 4 -
Rökstuðningur
A) Staðbundin breyting á líkams-
hita verður meðan gips er að
þorna (harðna). Pá hitnar það og
er mikilvægt að þessi hiti fái að
komast út í umhverfið þ.e.a.s.
nýlegt gips má aldrei hylja með
sæng eða teppi. Slíkt getur valdið
bruna á húð (fyrstu 15 mín.). Pað
tekur gipsið stuttan tíma að harðna,
en 1-2 sólarhringa að þorna að
fullu. Meðan á því stendur er
mikilvægt að hreyfing sé í lág-
HJÚKRUN '/fe-64. árgangur 5