Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Qupperneq 10

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Qupperneq 10
Inga Teitsdóttir hjúkrunarstjóri sýkingavarna á Landspítala Tíðni blöðrubólu ungbarna á Stór-Reykjavíkursyæðinu Grein þessi er byggð á fyrirlestri, sem haldinn var á fræðslufundi Samtaka um sýkingavarnir á sjúkrahúsum 15. maí 1986 Eins og þeir vita gerst sem vinna á fæðinga- og nýburadeildum orsak- ast alvarlegar sýkingar í nýburum aðallega af staphylococcus aureus, hæmolytiskum streptococcum af gr. A og B svo og af klebsiellu og enterobacter. Auk þeirrar bakteríuflóru, sem börn geta fengið á sig frá móður- inni í fæðingu er það vel þekkt að bakteríur berast milli barnanna með höndum starfsfólksins. Sýnt hefur verið fram á, að bakteríu- bólfesta hjá nýburum byrjar við naflastreng og dreifist þaðan út um líkamann. Klasasýklar, það er að segja stap- hylococcus aureus voru þekktasta orsök spítalasýkinga í kringum 1950. Þrátt fyrir að slíkar sýkingar væru ekki einskorðaðar við nýfædd börn komu helstu faraldrarnir fyr- ir á fæðingardeildum þar sem húð- sýkingar voru algengar og stund- um í kjölfar þeirra lungnabólga, blóðsýkingar og dauði. Blöðrubóla ungbarna (pemphigus neonatorum) er húðsýking af völdum staphylococcus aureus, sem nýburarnir fá á sig á fyrstu dögum ævinnar. Sýkingarein- kenni koma þó yfirleitt ekki í ljós fyrr en eftir að heim er komið á 10.-12. degi eða jafnvel síðar. Einkennandi fyrir sýkinguna er bóla með vessafylltri blöðru í toppnum. Stundum er aðeins um eina eða fáar bólur að ræða, en stundum breiðast bólurnar út og koma nýjar og nýjar í langan tíma. Sé um útbreidda sýkingu að ræða geta sýklarnir komist í blóð nýbur- ans og er hann þá í lífshættu. Aðferðirnar við að draga úr þessum sýkingum fela í sér notkun sótthreinsiefna við böðun barn- anna eða sótthreinsun á nafla- streng eingöngu svo og almennt hreinlæti starfsfólks einkum góð- an handþvott. Margskonar sótt- hreinsunarefni hafa verið notuð með misjöfnum árangri þó. Má þar nefna triple dye, sem er blanda þriggja sótthreinsandi litarefna (gentian violet, brilliant green, malachite green), hexachloro- phen, silver-sulfadiazine og ýmis sýklalyf, svo sem bacitracin, neo- mycin og polymyxin. Notkun triple dye á naflastúf hindrar vöxt stap- hylococcus aureus í ákveðinn tíma en í a.m.k. tveimur rannsóknum (1977) jókst vöxtur gramneikvæðra baktería og streptococca af gr. B. Jafnframt hefur verið sýnt fram á hættu á eitrun og ofnæmi af völd- um triple dye (1969 og 1972). Það sem mælir gegn almennri meðferð með sýkladrepandi smyrslum er hættan á að fram komi ónæmir stofnar. Hexachlorophen, öðru nafni physohex, kom á markaðinn upp úr 1950 og var á næstu ára- tugum algengasta sótthreinsiefnið við böðun nýbura. Enginn vafi er á að hexachlorophenböð drógu úr tíðni blöðrubólu. Upp úr 1970 varð uppvíst að hexa- chlorophen getur frásogast gegn- um opna eða óþroskaða húð. Var eftir það víða hætt að baða nýbura úr þessu efni og færðist þá þessi kvilli í aukana og sums staðar marg- faldaðist tíðni hans. Á fæðingadeild Landspítalans voru hexachlorophenböð nýbura tekin upp um 1960. Fyrir þann tíma var blöðrubóla ungbarna talin viðloðandi af og til og var almennt nefnd „Landspítalabóla“ þó hún kæmi upp annars staðar líka. Milli 1960 og 1974 dró mjög úr tíðni blöðrubólu á Landspítal- anum og voru aðeins skráð 2-4 til- felli árlega 1972-74. Árið 1975 varð aukning á þessari sýkingu og voru það ár skráð 7 tilfelli, flest á seinni helmingi árs en árið eftir þ.e. 1976 voru skráð 27 tilfelli, flest á fyrri hluta ársins. Fram að 8 HJÚKRUN Vte-64. árgangur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.