Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Qupperneq 14

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Qupperneq 14
Herdís Sveinsdóttir hjúkrunarfræðingur M.S. Framhverf könnun á áhrifaþáttum og einkennum fyrirtíðaspennu Fyrirtíðaspenna er víðtækt hugtak sem vísar til líkamlegra, andlegra og félagslegra einkenna og tengsla þeirra við tíðahringinn. Tengslunum er þannig háttað að styrkleiki einkennanna eykst á síðari hluta tíðahrings, og fellur svo á 1.-2. degi tíða. Fjöldi kenninga hafa verið settar fram um orsakir fyrirtíðaspennu, allt frá því að orsökin sé alfarið af sálfélags- legum toga spunnin, yfir í að um hreinar líffræðilegar orsakir sé að ræða. Engin kenning, sem sett hefur verið fram, hefur verið staðfest með rannsóknum (Rubinov og Roy-Byrne, 1984). Tilgangur þessarar rannsóknar var tvíþættur: a) Ákveða hvort munur sé á ákveðnum sálfélagslegunt viðhorf- um og reynslu kvenna með fyrirtíða- spennu miðað við konur án fyrirtíða- spennu. b) Lýsa einkennum kvenna með fyrirtíðaspennu. Á grundvelli gagnrýni, sem gerð hefur verið á úrtökum rannsókna á fyrir- tíðaspennu voru þátttökuskilyrði í þessari rannsókn mjög afmörkuð. Af þeim konum sem uppfylltu skilyrði til þátttöku voru 11 sem luku öllum þremur þáttum rannsóknarinnar sem nauðsynlegir voru til úrvinnslu: mættu í viðtal, mældust með LH sveiflu í þvagi og fylltu út heilsudagbók (DHD) yfir einn tíðahring. Ein kona lauk ekki DHD, en var tekin með í aðra gagna- úrvinnslu. Fjórar af þessum 12 konum mynduðu samanburðarhóp. Þessar 4 konur töldu sig ekki hafa fyrirtíða- spennu og staðfesti DHD það. Meðallengd tíðahringsins reyndist svipuð fyrir báða hópana. í rannsókn- arhópnum var meðallengdin 29,9 ± 2,3 dagar og varð LH sveiflan á milli 13. og 18. dags (x = 15,4 ± 2,0). Meðaltalssvör voru svipuð hjá báðum hópum í follicular fasa tíðahringsins, en svo var ekki í luteal fasanum. Með- altalsstigafjöldi einkenna var þá mark- tækt hærri fyrir rannsóknarhópinn en fyrir samanburðarhópinn (Mann- Withney U: U = 3,5). Einnig var marktækur munur á meðaltali mis- munar á milli meðaltalanna (U = 0,5). Ekki reyndist marktækur munur á meðaltalssvörun hópanna á minni af fyrstu tíðaupplifun, fræðslu fyrir fyrstu tíðir og viðhorfum til kvenhlut- verksins. Hins vegar var marktækur munur á milli hópanna í viðhorfum til tíða. Rannsóknarhópurinn taldi tíðir meira lamandi en samanburðarhópur- inn. Sjö einkennamynstur fyrirtíðaspennu greindust og reyndist vera samræmi á tegund einkennamynsturs fyrir flest þau einkenni sem hver kona hafði. Aðrar niðurstöður voru að konur með fyrirtíðaspennu eru líklegri til að finna fyrir einkennum á öðrum tímum tíða- hringsins en í vikunni fyrir tíðir. Inngangur________________________ Fyrirtíðaspenna er víðtækt hugtak sem vísar til líkamlegra, andlegra og félagslegra einkenna og tengsla þeirra við tíðahringinn. Tengslun- um er þannig háttað að styrkleiki einkennanna eykst á síðari hluta tíðahrings, og fellur svo á 1.-2. degi tíða. Yfir 150 einkennum hef- ur verið lýst í sambandi við fyrir- tíðaspennu og ná þau til flestra þátta líkamsstarfseminnar. Það er ekki tegund þessara einkenna heldur tímasetning þeirra, sem hefur úrslitaáhrif á hvort þau eru skilgreind sem fyrirtíðaspenna. Þrátt fyrir víðtækar rannsóknir á hvað veldur fyrirtíðaspennu hefur engin ein orsök fundist, og er það sama að segja um meðferð. Tafla 1. sýnir einkenni sem tengd hafa verið fyrirtíðaspennu. Eins og sjá má er um að ræða einkenni sem flestir kannast við, enda er raunin sú að 30-90% kvenna telja sig finna fyrir einkennunum (einu eða fleirum) að einhverju leyti í vikunni fyrir tíðir. Þar sem þessar breytingar eru svo algengar telja rannsakendur á þessu sviði að líta beri á þær sem eðlilegan þátt í lífi konunnar (Reid, 1986). Ekki sé ástæða til að tala um eiginlega fyrirtíðaspennu fyrr en breyting á styrkleika einkenna sé slík, að þau hafi takmarkandi áhrif á virkni konunnar á tímabilinu fyrir tíðir. Algengi fyrirtíðaspennu sam- kvæmt þeirri skilgreiningu er talið vera 5-7% (Woods, 1986). Hin stöðuga og allt að því leyndar- dómsfulla endurkoma tíða hefur í gegnum árhundruðin verið hvati að myndun margvíslegra hug- mynda og fordóma. Algengt hefur verið að tengja tíðir við veikindi, óhreinindi, óhamingju í hjóna- 12 HJÚKRUN i/fa-64. árgangur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.