Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Qupperneq 17

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Qupperneq 17
Rannsóknaráœtlun Snið rannsóknarinnar var fram- hverf könnun (prosepective ex- ploratory design). Mtttakendur fylltu út heilsudagbók (DHD) þar sem leitað var upplýsinga um marg- vísleg einkenni yfir einn tíðahring, þar sem sannað þótti að egglos hefði átt sér stað. Jafnframt því var tekið ítarlegt viðtal við kon- urnar. Til að meta minni konunnar á fyrstu tíðaupplifun og þá fræðslu sem hún fékk, var notast við atriði úr ítarlegri rannsókn, sem gerð var af Brooks-Gunn (1977), á ung- lingsstúlkum sem voru að hefja tíðir. Athugað var aldur við fyrstu blæðingar, hverjum konan trúði fyrir því að blæðingar væru hafnar, hver veitti fræðslu, hversu ítarleg hún var og tilfinningaleg upplifun við fyrstu blæðingar. Til að mæla viðhorf til tíða var not- ast við spurningalista um viðhorf til tíða, sem þróaður var af Ruble og Brooks-Gunn (1980). Þetta mælitæki metur 5 víddir viðhorfa til tíða: 1) tíðir sem lamandi (de- bilitation) fyrirbæri 2) tíðir sem truflandi fyrirbæri, 3) tíðir sem eðlilegt fyrirbæri, 4) tíðir sem fyrirbæri sem hægt er að segja fyrir um að komi og hvenær, 5) afneit- un allra áhrifa tíða. Spurningalist- inn er samsettur úr 35 staðhæfing- um. Dæmi um staðhæfingu sem metur tíðir sem lamandi fyrirbæri er: „Konur eru þreyttari en venju- lega á meðan þær hafa blæðingar“. Svarað er með því að merkja við á skala frá 1 uppí 7, þar sem 1 = mjög ósammála og 7 = mjög sam- mála. Innbyrðis samræmi mæli- tækisins hefur mælst frá .93-.97 (Woods, Dery og Most, 1982; Brooks-Gunn og Ruble, 1980). Til að mæla viðhorf til kvenna var notast við lista yfir viðhorf til kvenna (Spence og Helmreich, 1978). Þetta mælitæki er samsett úr 14 staðhæfingum sem lýsa vænt- ingum kvenna til hlutverka, rétt- inda og forréttinda kvenna. Svarað er samkvæmt sams konar Likert-skala og þeim sem getið er að ofan. Því lægri sem samanlagð- ur stigafjöldi er, því hefðbundnari eru viðhorfin til kvenhlutverksins. Innbyrðis samræmi mælitækisins hefur reynst vera.86. Til að meta einkenni var notast við dagbók Woods (DHD) (Woods et.al., 1987). Við hönnun þessa mælitækis var skeytt saman ein- kennum, sem er að finna á þremur algengustu mælitækjum, sem not- uð hafa verið til að rannsaka ein- kenni fyrirtíðaspennu (Moos, 1968; Steiner et.al., 1980); Hal- breich et.al. 1982). Jafnframt var bætt við algengum einkennum, sem konur finna fyrir, en tengjast ekki tíðum sérstaklega. Fimmtíu og sjö einkenni (sjá töflu 2) eru á listanum og voru konurnar beðnar um að merkja við þau á hverjum degi í einn tíðahring. Notast var við skala frá 0 uppí 4, þar sem 0 = finn ekki fyrir þessu og 4 = finn mjög mikið til þessa. Ennfremur var konunum gefinn kostur á að bæta við einkennum sem ekki voru á listanum. Til að meta breyt- ingu á styrkleika einkenna yfir tíðahringinn var notast við aðferð, sem þróuð hefur verið af Mitchell et.al. (1985). Sú aðferð tekur til 40 af þeim 57 einkennum sem eru á DHD. Um er að ræða einkenni sem sýnt hefur verið fram á að séu algeng hjá konum með fyrirtíða- spennu. Aðferðin felst í því að fyrir daga 4 til 10 (báðir dagar meðtaldir) í follicular fasa tíða- hringsins og fyrir daga -7 til -1 (báðir dagar meðtaldir og dagur - 1 síðasti dagur tíðahrings) luteal fasa tíðahringsins er reiknaður út heildarstigafjöldi fyrir hvern dag. Fyrir þá þrjá daga í hvorum fasa fyrir sig, sem hafa hæstan stiga- fjölda, er fundinn meðaltalsstiga- fjöldi. Síðan var fundinn út mun- urinn á milli meðaltalsstigafjölda í follicular fasa og luteal fasa. Til að hægt sé að tala um marktækan mun á styrk einkenna verður mun- urinn að vera > 11. Til að finna mun á styrkleika einstakra ein- kenna frá follicular fasa yfir í luteal fasa var þessi aðferð notuð í aðeins breyttu formi. Sex tegundir styrkleikamynsturs geta komið fram: L/M: Lágur styrkur einkennis í follicular fasa tíðahrings. Meðal styrkur í luteal fasa tíðahrings. L/H: Lágur styrkur einkennis í follicular fasa tíðahrings. Hár styrkur í luteal fasa tíðahrings. (Hið einkenn- andi mynstur fyrirtíða- spennu.) H/Her: Hár styrkur einkennis í follicular fasa tíðahrings. Hærri styrkur í luteal fasa tíðahrings. M/L: Meðal styrkur einkennis í follicular fasa tíðahrings. Lágur styrkur í luteal fasa tíðahrings. H/L: Hár styrkur einkennis í follicular fasa tíðahrings. Lágur styrkur í luteal fasa tíðahrings. Her/L: Hærri styrkur einkennis í follicular fasa tíðahrings. Hár styrkur í luteal fasa tíðahrings. Fyrir styrkleikamynstrin L/M, L/ H og H/Her verður aukning á styrkleika einkennis frá follicular fasa tíðahrings yfir í luteal fasann. Fyrir hin þrjú mynstrin verður lækkun á styrkleika einkennis frá follicular fasa tíðahrings yfir í luteal fasann. Til að athuga hvort egglos hafi átt sér stað var notað LH kit, en það mælir luteinizing hormón (LH) í þvagi. LH er normalt til staðar í þvagi kvenna, en eykst um miðbik tíðahrings rétt fyrir egglos. HJÚKRUN '/kx-64. árgangur 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.