Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Síða 25

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Síða 25
það og skipuleggur starfsemina. Styrkur hjúkrunarforstjórans er að virða þekkingu starfsmanna sinna, nýta hana og tryggja þeim sjálfræði í samræmi við það. Hinn góði stjórnandi gefur frá sér með þetta í huga og gefur starfs- mönnum tækifæri samkvæmt því, bæði til að taka ákvarðanir og vera með í ákvarðanatöku. Hann kallar þá til ráðgjafar og gerir þá með- ábyrga. Hann treystir þeim. Eitt stærsta vandamálið a.m.k. á ís- landi er hve margar ákvarðanir eru teknar í órafjarlægð frá þeim, sem hana varðar. Við sem eilíft berjumst við skort á hjúkrunarfræðingum og töluverð mannaskipti verðum oftast að slá af kröfunum og þá verðum við að dreifa ákvarðanatöku í samræmi við það. Hvað varðar fjárhagslegu hliðina, þá kostar það bæði tíma og peninga ef starfsmenn þurfa stöðugt að leita til annarra og þeir til enn annarra þegar taka þarf ákvörðun - einbjörn - tvíbjörn - þríbjörn - og síðan alla leiðina til baka, svo að ekki sé talað um hvað það dregur úr sjálfsvirðingu starfsmanna og virðingu skjól- stæðinganna bæði fyrir starfinu og starfsmanninum. Verður því aldrei ofmetið, hver sú auðlind er hverri stofnun að hafa vel menntað starfsfólk sem vill axla ábyrgð og fœr að axla hana. En það fylgja því margar hættur þegar skortur er á starfsfólki. Þá geta starfsmenn farið að setja skil- yrði og tekið stjórnina smátt og smátt í sínar hendur. Þá má stofn- unin fara að vara sig. Þegar stöð- ugur skortur er á starfsfólki, það er lítt hæft og tíð mannaskipti eru, verður öll dreifstýring og ákvarð- anataka erfiðari og þar með stjórn og rekstur stofnunarinnar. Pví verðum við að nýta okkur það sem fyrst og fremst laðar fólk að starfi og ýtir undir starfsánægju, en það er m.a.: Að taka ákvarðanir eða vera með í því, m.ö.o. að starfsmaðurinn sé virtur, þekking hans og skoðanir. Margt er það í sambandi við per- sónulegar þarfir starfsfólks, sem hvergi stendur skráð og stjórnandi getur nýtt sér og tekið ákvarðanir um á eigin ábyrgð. P>að er hans húsbóndavald. Það er hluti af hinni stjórnunarlegu list að vera bæði verkefnamiðaður og persónu- miðaður sem oftast er hægt að sameina til hagsbóta bæði fyrir stofnunina og starfsmanninn. Hvaða áhrifhefur það, að hjúkrunarfræðingar taki ákvarðanir? En eitt er athugunarvert. Hvernig er háttað hollustu hjúkrunarfræð- inga í garð stofnunar? Sjálfsagt er það fyrir hendi og þeir hafa fag- lega hollustu gagnvart skjólstæð- ingum sínum en eilífur barlómur um lág laun hefur neikvæð áhrif. Þessi hugsunarháttur er að kæfa það jákvæða í starfinu. Er ekki hægt að koma á hugarfarsbreyt- ingu? En hefur ákvarðanataka áhrif á hollustu í garð stofnunar. Sigríður Snæbjörnsdóttir hjúkr- unarfræðingur B.S. gerði sitt loka- verkefni til mastersgráðu, um þetta efni, veturinn 1983-84. Ekki kom fram marktækt samband milli þessa og heldur ekki í rannsókn Aluttos og Wredenburgs um sama efni 1977 og höfundur vitnar til. Eitt af því sem tryggir faglegt sjálf- stæði er hjúkrunarferlið. Auð- vitað hafa allir ábyrgir, góðir hjúkrunarfræðingar notað hugs- anagang hjúkrunarferlisins gegnum tíðina í starfi sínu. Þannig er hjúkrunarferlið ekki nýtt fyrir- bæri en það sem gerir það að viðurkenndu hjálpar- og stjórn- tæki í dag er að það er skráð. Hvert þrep ferlisins krefst ákvarð- anatöku, ábyrgðar og ábyrgðar- skyldu, og hver þáttur þess er á ábyrgð þess hjúkrunarfræðings sem annast sjúklinginn. Þar er engin undankoma. Hinn almenni hjúkrunarfræðingur tekur ákvarð- anir sem hvíla á samskiptum hjúkrunarfræðings og skjólstæð- ings, þ.e. á þeim stað þar sem ákvarðanirnar eru framkvæmdar. Það fer eftir því, hvað mikið hans næsti yfirmaður gefur frá sér hversu umfangsmiklar þær verða. Deildarstjóri er stjórnandi og því kemur stjórnunarferlið einnig inn í myndina. Hver þáttur stjórnun- arferlisins felur í sér ákvarðana- töku. Þannig má rekja sig gegnum stjórnkerfið frá deildarstjóra til hjúkrunarframkvæmdastjóra sem nýtir sömu kenningar í sinni stjórnun, aðeins á efra þrepi. Verksvið hans er umfangsmeira en deildarstjórans, hann hlýtur því að gefa meira frá sér, en hann hefur hins vegar meira um stefnu stofnunarinnar að segja og betri aðstöðu til að hafa áhrif á markmið hennar og hugmynda- fræði, þar sem hann er nær æðstu stjórn hennar. Frá honum rekur maður sig til hjúkrunarforstjórans. Hann er yfirmaður og sérfræð- ingur í hjúkrun þess vegna hlýtur hann að taka ákvarðanir. Er hann það í raun, eru þetta ekki aðeins orð? Sem yfirmaður hefur hann „beint vald“. Sem sérfræðingur hefur hann „hæfnisvald“. Hvort hann hefur „óháð vald“ er háð fjármálastjórn stofnunarinn- ar, sem takmarkast þó alltaf af kjara- samningum, lögum og fjárhags- áætlunum. í lýðræðisríkjum eru það stjórnmálamenn sem hafa æðstu völd og taka lokaákvarðanir í öllum þeim málum sem varða stefnumótun þjóðfélagsins. Þeir sitja í stjórnum opinberra stofn- ana og þar með heilbrigðisstofn- ana en á íslandi eru svo til all- ar heilbrigðisstofnanir opinberar stofnanir. En hvernig stjórn höfum við kosið yfir okkur? Er hún lýðræðisleg, aðhyllist hún HJÚKRUN '/k-64. árgangur23

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.