Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Page 30
Ég uppgötvaði, að það að hætta að
nota hárkolluna og vera bara með
mitt örstutta, þunna hár var erfið-
ara en mig hafði grunað. Mér leið
óþægilega án kollunnar jafnvel
þótt ég reyndi að telja mér trú um
að sumar konur væru með svona
stutt og þunnt hár. Samt sem áður
var þetta enn ekki ég. Þessi reynsla
hefur kennt mér hve sjálfsímynd
okkar er óskaplega mikilvæg. Pað
skiptir ekki máli þótt öðrum finnist
útlit okkar frambærilegt, ef manni
finnst það ekki sjálfum. Svona
óánægjutilfinning gerir alltaf vart
við sig, ef breyting verður á útliti
manns og það samrýmist ekki leng-
ur sjálfsímyndinni.
Ég er að sjálfsögðu ekki ánægð
með þessa atburðarás og hvað hún
hefur gert mér. Ég er ennþá reið
yfir að þurfa enn í marga mánuði
að skipuleggja líf mitt m.t.t. lyfja-
meðferðarinnar. Ég varð að fresta
áætlunum mínum um að fara í
framhaldsnám og við urðum að
skipuleggja sumarfrí fjölskyld-
unnar m.t.t. meðferðarinnar.
brátt fyrir þetta er ég mjög gæfu-
söm því að ég á eiginmann og fjöl-
skyldu, sem sýna mér skilning og
veita mér stuðning. Án þeirra,
efast ég um að ég hefði sætt mig
jafn vel við orðinn hlut. Nánir
vinir og samstarfsmenn veita mér
einnig þann stuðning, sem ég
þarfnast svo mjög.
Það sem hefur haft mesta þýðingu
fyrir mig er, að samhliða þessari
reynslu hef ég getað gert flesta þá
hluti sem eru mér mest virði. Ég
hef haldið áfram að kenna
hjúkrun og einnig haldið áfram að
starfa að félagsmálum hjúkrunar-
fræðinga. Ég hef getað haldið
áfram að gera venjulega, hvers-
dagslega hluti og það styrkir mig í
þeirri trú að allt sé „eðlilegt“ þrátt
fyrir það að ég veit að líkami minn
hefur orðið fyrir áfalli. Velviljaðir
vinir segja oft: „Af hverju ferðu
ekki heim og tekur það rólega?"
En mér finnst ég hafa gert réttast
að halda áfram að vinna og þar
með að finna að ég sé að gera
gagn. Ég veit, að ef ég væri bara
heima, næðu neikvæðar hugsanir
tökum á mér og mér liði bara enn
verr. Það er ekki víst að svona
ákvörðun henti öllum, en hún er
hin rétta fyrir mig.
Einhver sagði við mig nýlega:
„Hvernig ferðu að því að afkasta
öllu þessu, þú, sem ert búin að
vera svo veik?“ Þegar ég hugsaði
um þetta, áttaði ég mig á að ég
hafði aldrei hugsað um mig sem
„veika“. Ég fékk krabbamein,
sem þurfti að fjarlægja og tók
síðan til við vinnu mína á ný. Ég lít
á lyfjameðferðina sem eitthvað
sem ég verð að þola meðan hún
stendur yfir, en hún hefur ekki
komið í veg fyrir að ég lifi lífinu á
þann hátt, sem ég get sætt mig við.
Þessi niðurstaða styrkir það álit
mitt, að það að vera „veikur“ er,
þegar maður getur ekki sinnt dag-
legum störfum vegna vanlíðunar.
Mig langar að vita hvernig aðrir
upplifa þetta ástand og hvort þeir
eru sammála þessari skilgreiningu
á orðinu „sjúkleiki“. Ég veit ekki
hvernig mér mun líða þegar lyfja-
meðferð lýkur og ég get haldið
áfram lífi mínu án núverandi tak-
markana. Ég býst við, að ég verði
mér alltaf meðvituð um brjósta-
missinn. Ég finn tilfinnanlega fyrir
brengluðum útlínum mínum þegar
ég fer í skoðun og sit með öðrum
konum, sveipuð hvíta lakinu og
bíð eftir myndatöku. Þá hugsa ég
um hvort þær taki eftir því hvað
komið hefur fyrir mig og hvort þær
séu áhyggjufullar vegna þess sem
kann að koma út úr rannsókn
þeirra. Færist raunveruleikinn nær
við að sjá aðra konu, sem vantar
brjóst?
Ég forðast almenningsbúnings-
klefa og sundlaugar. Ég er enn
ekki tilbúin að mæta augnagotum,
þegar hinu augljósa verður ekki
lengur skýlt. Ég á enn eftir að lifa
þann dag, þegar ég verð ekki
28 HJÚKRUN Vfa-64. árgangur
minnt á brjóstamissinn þegar ég
fer í sturtu og klæði mig. Að utan-
verðu virðist ég vera heil, en innra
með mér hrópa ég enn að þetta sé
ekki réttlátt! Ég tárast ennþá, en
sjaldnar. Ég vona að sá dagur
komi að ég geti hætt að hugsa um
þetta. Ég veit samt ekki hvort það
er hægt.
Þrátt fyrir að ég veit ekki hvað
framtíðin ber í skauti sér, vona ég
að það sem ég hef sagt hér megi
nýtast þér, bæði sem hjúkrunar-
fræðingi og sem konu. Við karl-
kyns lesendur segi ég þetta: „Ég
vona að þú hafir orðið einhvers
vísari, sem gæti nýst þér til stuðn-
ings konum í svipaðri aðstöðu,
sem á leið þinni verða.
Reynsla mín einskorðast sjálfsagt
ekki við brottnám brjósts, heldur
gæti átt við hvert það tilfelli þegar
fólk fær krabbamein eða þegar lík-
ama þess er ógnað á annan hátt.
Hjúkrunarfræðingar geta veitt
ómetanlegan stuðning á þessum
erfiðu tímum, ef þeir aðeins taka
áhættuna og leggja sig fram.
Ég vona að það að lesa um reynslu
mína, hjálpi þér til að veita þann
stuðning.
Hervör Hólmjárn þýddi
með leyfi höfundar.
Tilkynning frá
Blóðbankanum
Oft verður að farga blóðsýnum,
sem eru illa merkt.
Blóðsýni, sem sent er til rann-
sóknar í Blóðbankann, skal
merkja með fullu nafni og fæö-
ingarnúmeri einstaklings á sýn-
isglasið sjálft.
Auðkenni á hlífðarhylki nægja
ekki.
Fylgiseðill á einnig að vera rétt
útfylltur.