Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Page 33

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Page 33
Landspítalinn Barnadeild Hjúkrunarfræöingar óskast á almennar legudeildir Barnaspítala Hringsins nú þegar, í sumarafleysingar eöa í haust. Nú er veriö aö koma á einstaklingshæfðri fjölskyldu- hjúkrun og ýmsar nýjungar á döfinni, svo nú er kjörið að vera með. Reglulegir fræðslufundir fyrir hjúkrunarfræðinga allra barnadeildanna með virkri þátttöku þeirra sjálfra. Hjúkrunarfræðingar óskast á vökudeild Barnaspítala Hringsins. Þar verður boðið upp á námskeið í gjörgæslu nýbura í byrjun september. Ákveðinn aðlögunartími á öllum deildum. Hringið eða komið við og skoðið. Upplýsingar gefur Hertha W. Jónsdóttir, hjúkrunarframkv.stj. eða deildar- stjórarnir. Handlækningadeild Hjúkrunarfræðingar athugið! Þeir hjúkrunarfræðingar, sem áhuga hafa á uppbygg- ingu og þróun hugmynda í hjúkrun. Núeru lausartilumsóknarstöðuráeftirtöldumdeildum: Handlækningadeild og þvagfæradeild, brjóstholsað- gerðadeild og bæklunarlækningadeildum. Unnið er á þrískiptum vöktum, alla virka daga, en tvískiptum vöktum þriðju hverja helgi. Einnig er hægt að semja um vaktafyrirkomulag m.t.t. „rúlluskema", o.fl. o.fl. Boðið er upp á 3-6 vikna aðlögunartíma. Upplýsingar hjá hjúkrunarframkv.stj. handlækninga- deilda. Kvennadeild Hjúkrunarfræðinga vantar á krabbameinslækningadeild kvenna, bæði I fast starf og til sumarafleysinga. Hjúkrunarfræðinga m/ljósmóðurmenntun vantar á: - sængurkvennadeild - meðgöngudeild í sumarafleysingar og fast starf. Upplýsingar gefur hjúkrunarframkv.stj. kvennadeildar. Lyflækningadeild Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á hinum ýmsu lyfjadeildum Landspítalans. Um er að ræða mjög fjölbreytt starf, þar sem hjúkrunarfræðingar eiga mikinn þátt í uppbyggingu síbreytilegrar þjónustu. Breytilegar vaktir koma til greina á sumum deildum. Unnið er að skipulögðum aðlögunartíma fyrir alla. Komið og aflið ykkur nánari upplýsinga hjá hjúkrunar- framkv.stj. eða hjúkrunardeildarstjórum. Skurðstofa Á skurðstofu Landspítalans vantar bæði sérlærða og ósérlærða hjúkrunarfræðinga. Mjög góður aðlögunar- tími og góð starfsaðstaða. Upplýsingar gefur Bergdís Kristjánsdóttir, hjúkrunar- framkv.stj. Öldrunarlækningadeild Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á öldrunarlækn- ingadeild Landspltala í Hátúni 10 B. Einstaklingshæfð aðlögun. Margir möguleikará vaktafyrirkomulagi. Leggðu fram óskir og við ræðum saman um hvað gæti hentað þér og okkur. Góður andi á vinnustað og samstilltur hópur, sem vinnur að sameiginlegu markmiði. Nánari upplýsingar hjá hjúkrunarframkv.stj., Guðrúnu Karlsdóttur, sími 29000-582. Vífilsstaðaspítali Hjúkrunarfræðingur óskast á fastar næturvaktir- hlutastarf. Aðstoðardeildarstjóri óskast í afleysingar á göngudeild húðdeildar Landspítalans, frá 1. maí n.k. Hjúkrunarfræðingar óskast í sumarafleysingar. Upplýsingar gefur Bjarney Tryggvadóttir, hjúkrunar- framkv.stj. sími 42800. Borgarspítalinn Hjúkrunarfræðingar Á Borgarspítalanum eru 470 sjúkrarúm. Dagvistun er fyrir 50 sjúklinga. Starfsemin fer fram á eftirtöldum stöðum: Borgarspltalanum í Fossvogi. Grensásdeild við Grensásveg. Heilsuverndarstöð við Barónsstfg. Hvítabandi við Skólavörðustíg. Templarahöll við Eiríksgötu. Fæðingarheimili Rvk. við Þorfinnsgötu. (sjúkradeild, skurðstofa) Arnarholti Kjalarnesi. Lausar eru stöður á hinum ýmsu deildum spítalans. Einnig vantar hjúkrunarfræðinga til sumarafleysinga. Við bjóðum upp á skipulagðan aðlögunartíma. Mögu- leiki er á sveigjanlegum vinnutíma og dagvistun barna. Hafir þú áhuga á að starfa með okkur á Borgarspítal- anum þá er upplýsinga að leita hjá hjúkrunarfram- kvæmdastjóra starfsmannaþjónustu, Elínborgu Ingólfs- dóttur í síma 696356. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa við Heimahjúkrun: Sumarafleysingar. Barnadeild: í fast starf og til sumarafleysinga. Heilsugæslu í skólum: f haust. í öllum þessum störfum er um að ræða bæði fullt starf og hlutastarf. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í sima 22400. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, Barónsstíg 47. Heilsuhæli NLFÍ Hveragerði Óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðinga til sumarafleys- inga. Sex stöðugildi hjúkrunarfræðinga eru setin. Eitt stöðugildi er laust frá 1. apríl. Húsnæði og frábært hollustufæði á staðnum. Hveragerði er stutt frá Reykjavík (42 km), en þó mátulega langt frá skarkala höfuðborgarinnar, með hreint loft, gróðurhúsastemmningu og útisundlaugum. Sjón er sögu ríkari, komið á staðinn eða hringið og fáið nánari upplýsingar hjá Hrönn Jónsdóttur, hjúkrunarfor- stjóra, í síma 99-4201, þriðjudaga til föstudaga frá kl. 9-19. Heilsuhæli NLFÍ.

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.