Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Qupperneq 36

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Qupperneq 36
ákveðinni stofnun sem hjúkrun- arfræðingur, þá bauð Júlía mér að vera með sér í þessum viðtölum við alla hópana. Það reyndist mjög lærdómsríkt. í byrjun lét hún fólkið lýsa veik- indum sínum, þróun sjúkdómsins, hvaða meðferð það hefði fengið og aukaverkunum af meðferð. Síðan spurði hún hvernig lífs- mynstur fólksins hefði verið í gegnum árin í tengslum við nær- ingu og meltingarstarfsemi. Hún spurði um svefnhætti og lífs- mynstur yfirleitt, útiveru, hvað fólk hefði gert eftir að það veiktist til þess að bæta heilsuna o.s.frv. Hún spurði um dagsetningar, ef veikindi hefðu orðið mjög skyndi- lega, og ef fólk hefði verið keyrt mjög snögglega á sjúkrahús. Ef sjúkdómur fólks lýsti sér í köstum, þá spurði hún líka á hvaða tímum sólarhringsins, á hvaða tíma mánaðarins o.s.frv. Þessar spurningar hennar tengd- ust þá sambandinu á milli geim- geislunar og sjúkdómskasta. Dagurinn hófst hjá okkur kl. 5 að morgni með því að drekka brenni- netlu eða túnfíflate, því næst gönguferð í skóginum og heim- sókn á Birkegárden og Lerkegárd- en. Þá tók við morgunmatur í formi eintóms hrámetis en á borðum var einnig kartöflumús. Kartöflur eru eins og annað rót- argrænmeti mjög lútarkennd fæða en sú tegund fæðu er mjög mikil- væg samkvæmt kenningum Júlíu Völdan. Fræðsla var á dagskrá mestan hluta dagsins aðallega af mynd- böndum og með sýnikennslu. Fræðsluþættirnir voru um kenn- ingarnar, sýru-lútar jafnvægi, plús-mínus jafnvægi og áhrif geim- geisla í tengslum við sjúkdóma. Matarkúr heilsuskólans og matar- kúr fyrir krabbameinssjúklinga. Allt hugsanlegt um náttúrulækn- ingar, heilbrigt líf, ræktun og með- ferð matvæla. Á milli þátta voru gerðar slökun- aræfingar eða leikfimiæfingar, þar á meðal augnleikfimi, sem er til þess ætluð að þjálfa vöðvana kringum augnsteinana. En slapp- leiki þeirra getur valdið fjarsýni með aldrinum. Heilsuhælið byggir á sömu grund- vallaratriðum og heilsuskólinn þ.e.a.s. fræðslu um mataræði, ekki aðeins náttúrulækningafæði heldur lífrænt ræktað hrámeti eða það sem Danir kalla rákost. Hún leggur jafnframt áherslu á ómeð- höndlaða kúamjólk. Kenningar hennar byggja á sýru- basa jafnvægi, plús-mínús jafn- vægi og áhrif geimgeisla á líkam- ann í tengslum við sjúkdóma. Þá leggur Júlía Völdan ríka áherslu á svefnjafnvægi þ.e.a.s. jafn marga tíma í svefn fyrir og eftir miðnætti, einnig hvíld, slökun og gönguferðir. Sýru-lútar jafnvœgi í þrjátíu ár hefur Júlía Völdan rannsakað samhengið milli sjúk- dóma, hvernig sjúkdómar mynd- ast og hvernig hægt er að lækna þá. Hún hefur notað óhemju tíma og orku til þess að spyrja þúsundir manna um lífshætti og neyslu þ.e.a.s. matarvenjur. Þegar hún stendur frammi fyrir sjúklingi spyr hún alltaf hvað borðar þú, hvað drekkur þú á morgnana, um hádegið og á kvöldin. Þar fær hún mynd af því hvað viðkomandi gerði rangt, og það er hér um bil alltaf sama myndin sem hún sér, þ.e.a.s röng næring, of mikið kjöt, sykur, drukkið lítravís af kaffi, sóda- vatni, djús og jafnframt borðað of mikið af súrum ávöxtum, jógurt og súrmjólk. Þetta fólk hefur einfaldlega fengið alltof mikið af sýru eða sýrumynd- andi fæðu sem líkaminn getur síðan ekki skilið út. Því myndast hægt og sígandi sýruforði í líkam- anum sem leiðir til sjúkdóma. Vegna þessarar reynslu, hefur hún sett upp sérstakan lista yfir sýru- sjúkdóma og sýrueinkenni. Hún telur upp t.d. kvef, inflúensu, bólgna eitla, nætursvita, gigt og bólgur alls konar. Allt eru þetta einkenni eða teikn um líkama sem er yfirfullur af sýrum, sem líkam- inn er svo að reyna að losa sig við. Hinir ýmsu húðkvillar, tanngníst- ing eru einnig dæmigerð einkenni um ójafnvægi milli sýru og lútar. Reynslan hefur einnig sýnt að sýran bindur vökva í líkamanum sem veldur bjúg, sem gerir fólki m.a. erfiðara að grennast. Bjúgur, fituhnúðar og æxli myndast ekki í líkama sem er í sýru-lútarjafn- vægi, fullyrðir Júlía Völdan. Hárlos og skalli eru t.d. sýruein- kenni. Ýmsir góðkynjaðir hnútar í brjóstum kvenna eru hreinir sýru- hnútar. Þetta á einkum við um konur sem fá aum brjóst fyrir eða umhverfis blæðingar. Krabbameinshnútarnir eiga ekki aðeins rót sína að rekja til sýru- lútar ójafnvægis. Þeir eru einnig háðir plús-mínus ójafnvægi og streitu, en að þessu mun ég koma síðar. Vegna þessarar miklu sýru, og nauðsyn þess að losa sig við hana, er svo mikilvægt að hafa þarma- losun í lagi og að verða sér úti um nægilegt súrefni, því að súrefnið veldur brennslu og eykur efna- skipti frumanna í líkamanum. Fyrr á tímum brenndi maðurinn svo miklu meiru af sýru úr líkam- anum vegna mikillar hreyfingar, erfiðisvinnu og göngu úti í hreinu lofti. Þá voru ekki til skólabílar og algengara að fólk gengi úr og í vinnu. Plús-mínus jafnvœgi Kenningin um plús-mínus jafn- vægið. Til þess að mannveran geti framleitt orku er hún sköpuð með 30 HJÚKRUN l/fc8-64. árgangur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.