Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Side 45

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Side 45
öllu hjúkrunarfræðinámi og ynni að framtíðarskipulagningu hjúkr- unarmenntunar. Jafnframt var mótmælt kennslu í sérhæfðum hjúkrunargreinum í framhalds- og fjölbrautaskólum og skorað á hjúkrunarfræðinga að taka ekki að sér kennslu í þessum greinum. Farið var með áskoran- irnar til menntamálaráðherra Vil- hjálms Hjálmarssonar. A fulltrúafundinum var einnig farið fram á að stjórn HFÍ léti gera könnun á námsefni og kennslu á heilbrigðisbraut framhaldsskól- anna.^ Árangur varð ekki af áskorun til menntamálaráðuneytis hvað varð- ar ráðningu hjúkrunarfræðings. En bréf barst frá ráðuneytinu dags. 11. apríl 1978, þar sem farið var fram á að HFÍ tilnefndi full- trúa í starfshóp til þess að fjalla um tengsl heilsugæslunáms í fram- haldsdeildum og fjölbrautaskól- um annars vegar og náms í Hjúkr- unarskóla Islands hins vegar. í starfshópinn var tilnefnd Elín Eggerz Stefánsson, hjúkrunar- kennari. Aðrir í starfshópnum voru María Finnsdóttir frá fjölbrautaskólum, Sigurhelga Pálsdóttir frá HSÍ, Kristbjörg Þórðardóttir frá Sjúkraliðaskóla íslands. For- maður starfshópsins var Ingimar Jónsson frá menntamálaráðu- neyti. Hjúkrunarfræðingarnir lögðu fram tillögur um lágmarkskröfur skyldu- greina í aðfaranámi að hjúkrunar- fræðimenntun, sem miða mátti við í gerð námsskrár, í því skyni að greiða framhaldsskólanemendum aðgang að Hjúkrunarskóla ís- lands. Formaður starfshópsins skilaði séráliti. Tillögur hjúkrunarfræðinganna höfðu áhrif varðandi lágmarks- kröfur skyldugreina í fjölbrautar- skólum. Stjórn HFÍ skrifaði síðan rektor Háskóla íslands bréf og óskaði eftir samstarfi við Háskóla íslands varðandi baráttu fyrir því að allt hjúkrunarfræðinám á íslandi yrði sem fyrst fært í háskóla. Einnig var óskað eftir að hjúkrunarfræðing- um frá HSÍ væri gefinn kostur á að bæta við sig upp að B.S. gráðu ef þeir óskuðu þess. Með fylgdu tillögur meirihluta starfshópsins. í framhaldi af ráðstefnu sem Hjúkrunarfélag íslands hélt í nóvember 1979, í tilefni af 60 ára afmæli félagsins, var þeim tilmæl- um beint til stjórnar HFÍ að skora á stjórnvöld að sjá til þess að allt hjúkrunarnám verði komið í há- skóla árið 1985. Síðasti hópur ný- nema fengi því skólavist í Hjúkr- unarskóla íslands árið 1982. Ráðuneytið brást við þessum til- mælum á þann veg að skipaðar voru tvær nefndir. Annarri þeirra, svonefndri Árna- nefnd, sem var skipuð í apríl 1980, var falið að gera tillögur um hvernig gefa megi þeim, sem lokið hafa hjúkrunarprófi, kost á við- bótarnámi til B.S.-prófs. Nefndin lauk störfum í mars 1983. Hinni var falið að skila tillögum um flutning hjúkrunarfræðináms af framhaldsskólastigi í Háskóla íslands. Sá hópur var skipaður í febrúar1981. Meðal annarra áttu sæti í nefnd- inni, sem skipuð var í apríl 1980, hjúkrunarfræðingarnir: Svanlaug Árnadóttir, Stefanía Sigurjóns- dóttir og Sigríður Halldórsdóttir. Nefndin ræddi við ýmsa aðila um viðfangsefnið, bæði innlenda og erlenda. Tillögur nefndarinnar voru í aðalatriðum þær að skipu- lögð yrði leið fyrir hjúkrunarfræð- inga, er fæli í sér umtalsverða stytt- ingu á námi til B.S. gráðu í hjúkr- unarfræði. Heimiluð yrði niður- felling ákveðinna námsgreina á móti sambærilegum í fyrra námi og aðrar metnar að hluta til. Síðan yrði það sem á vantaði kennt í sér- skipulögðum námskeiðum. Nefnd- in lagði fram viðmiðunarnáms- skrá, þar sem viðbótarnámið nam samtals um 76 námseiningum. Reglulega B.S. námið er 120 ein- ingar, en miðað er við að 30 ein- ingar svari til fullrar námsvinnu eitt háskólaár. Sú stytting náms, sem að framan greinir, taldi nefndin eðlilegt sem lágmark fyrir hjúkrunarfræðinga og taldi að einstakir nemendur gætu stytt námið meira vegna sér- stakrar starfsreynslu eða sérnáms að loknu grunnnámi í hjúkrunar- fræði. Nefndin benti einnig á að mögu- leikar á styttingu námsins væru undir því komnir, hve mikið af námsefninu væri sérskipulagt. Talið var mögulegt að stefna að því að gefa kost á slíku viðbótar- námi til B.S.-prófs fyrir hjúkrun- arfræðinga, haustið 1984, ef tækist að tryggja nauðsynlegar fjárveit- ingar til þeirrar sérskipulögðu kennslu sem yrði á fyrsta ári.5) Stjórn námsbrautar í hjúkrunar- fræði „samþykkti ekki þessar til- lögur eins og málum var þá háttað og taldi óframkvæmanlegt að bjóða upp á önnur námskeið en þau, sem þar væru fyrir á meðan ekki væru fleiri fastráðnir kenn- arar við námsbrautina. Pá höfðu árið áður verið fastráðnir kenn- arar í 2,74 stöðum en nemendur hátt á þriðja hundrað, því væri ekki hægt að taka að sér ný verk- efni.“ Síðan segir m.a. í þessu bréfi námsbrautarstjórnar til háskóla- rektors, dagsett í júlí 1983. „Sé það vilji menntamálaráðu- neytisins að námsbrautin taki að sér þetta verkefni, er stjórnin fús til viðræðna og mun þá endurtaka óskir sínar um nýjar stöður kennara við námsbrautina.“ Hópur hjúkrunarfræðinga, út- skrifaðra frá Hjúkrunarskóla ís- lands, skrifuðu bréf, í mars 1981. Þar sem skorað var á stjórnvöld að HJÚKRUN Víw-64. árgangur39

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.