Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Qupperneq 46

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Qupperneq 46
hraða ákvarðanatöku varðandi það réttlætismál, að hjúkrunar- nám þeirra yrði að fullu metið til námseininga í námsbraut í hjúkr- unarfræði við Háskóla íslands og þeim gert kleift að ljúka B.S. gráðu frá Háskóla íslands, án þess að gangast undir próf eða taka þátt í annarri skyldu í því námsefni, sem þegar var lokið. Undir þessa áskorun rituðu á annað hundrað hjúkrunarfræðingar. Áskoruninni var ekki svarað sem slíkri, en hún féll inn í þá umræðu sem í gangi var. Á 50 ára afmæli Hjúkrunarskóla íslands 12. nóvember 1982 sagði Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri í ávarpi sem hann flutti f.h. Ingv- ars Gíslasonar menntamálaráð- dóttir. Hjúkrunarfræðingarnir þrír skiluðu áliti, þar sem þær töldu mörg rök hníga að því þ.e. fjárhagslega, faglega og félagslega m.a. að rétt væri að færa hjúkrun- arfræðinám af framhaldsskólastigi í Háskóla íslands.2) Með bréfi, dagsett í janúar 1984, óskaði þáverandi menntamálaráð- herra, Ragnhildur Helgadóttir, að ekki skyldu teknir nýnemar til náms í Hjúkrunarskóla Islands, haustið 1984. í apríl 1985 ítrekaði menntamála- ráðuneytið enn að farið yrði af stað með skipulagt viðbótarnám til B.S. gráðu haustið 1986, og tekið mið af fjárþörfum í þessu skyni við gerð fjárlagatillagna, árið 1986. Samkvæmt eindreginni beiðni skólanefndar HSÍ, gafst hjúkrun- arkennurum kostur á að bæta við sig tilB.S. gráðu 1986-1987. í júlí 1986 skipaði menntamála- ráðherra nefnd sem gera átti til- lögur að fyrirkomulagi framhalds-, endur- og símenntunar hjúkrunar- fræðinga og Ijósmæðra í ljósi þeirra breytinga sem orðnar voru á skipan hjúkrunarfræðináms. Skyldi miðað við að ofangreind menntun yrði í tengslum við námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands, ætluð bæði hjúkrunarfræðingum með B.S. gráðu og hjúkrunarfræðingum, sem lokið hafa námi frá Hjúkrun- arskóla íslands. í nefndina voru skipaðir: Sigríður Jóhannsdóttir skólastjóri, for- maður nefndarinnar, Eva Einars- dóttir ljósmæðrakennari, Guðrún Marteinsdóttir dósent, Laura Sch. Thorsteinsson hjúkrunarkennari, Margrét Gústafsdóttir hjúkrunar- framkvæmdastjóri, María Finns- dóttir fræðslustjóri, Sigurður B. Þorsteinsson læknir. Tillögur nefndarinnar um nýskip- an framhalds- og endurmenntunar hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra hljóða á þessa leið: 1. Sérstök námsleið verði í boði til B.S. gráðu fyrir hjúkrunar- fræðinga. Námið verði skipu- lagt á sveigjanlegan hátt, t.d. með tilliti til þess að hægt verði að starfa við hjúkrun samhliða náminu. Einnig verði hjúkrun- arfræðingum gefnir möguleik- ar á að þreyta stöðupróf í ákveðnum námsgreinum. 2. Lagt er til að stofnuð verði framhalds- og endurmenntun- ardeild innan námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands 1988 eða 1989. Deildin taki við þeim hlutverkum sem Nýi hjúkrunarskólinn og Ljósmæðraskóli íslands hafa haft með höndum og verði þeir því lagðir niður. herra: „Menntamálaráðherra mun koma til móts við óskir forráðamanna Hjúkrunarskólans og hjúkrunar- stéttarinnar í því efni að beita sér fyrir því, að öll menntun þeirra flytjist yfir á háskólastig og að jafnframt verði gerðar ráðstafanir til þess að þeim, sem þegar hafa lokið hjúkrunarnámi, verði gert kleift að bæta við sig námi til þess að ljúka háskólaprófi, ef þeir æskja.“ Þetta var gleðilegur boðskapur af hálfu menntamálaráðuneytisins og sýndi skilning á málefnum stétt- arinnar. Ráðstefna var haldin um fag- og félagslega stöðu hjúkrunarfræð- inga í HFÍ, í mars 1983. Að henni lokinni var gefinn út ráðstefnupési með erindum og niðurstöðum hóp- umræðna. I hópumræðum var m.a. rætt um menntunarmál. Hvað hina nefndina snertir, sem skipuð var í febrúar 1981 og átti að gera álitsgerð um flutning hjúkr- unarfræðináms í Háskóla íslands. Þá sátu í henni meðal annarra hjúkrunarfræðingarnir: Sigþrúður Ingimundardóttir, Sigríður Jó- hannsdóttir og Svanlaug Árna- Ekki fékkst fjárveiting. Geta má þess að námsbraut í hjúkrunarfræði hefur komið til móts við hjúkrunarfræðinga með því að samþykkja innritun þeirra án stúdentsprófs. í júní 1986 brautskráði Hjúkrun- arskóli íslands síðustu nemendur sína. Skólanefnd Hjúkrunarskóla íslands stóð í miklum bréfaskrift- um vegna menntunarmála stéttar- innar. Svo segir m.a. í einu bréf- anna til núverandi rektors Há- skóla íslands, dagsett í október 1985. „Skólanefnd Hjúkrunarskóla ís- lands beinir þeim eindregnu til- mælum til rektors Háskóla íslands að: 1. Þegar verði hafist handa að undirbúningi skipulegs viðbót- arnáms til B.S. gráðu í hjúkr- unarfræði fyrir þá hjúkrunar- fræðinga sem þess óska, sbr. tillögur „Árnanefndar“ 1983. 2. Unnið verði að því að koma upp M.S. námi í hjúkrunar- fræði fyrir hjúkrunarkennara, sbr. fyrri viðræður við rektor og kennslustjóra Háskóla íslands varðandi það efni. Skólanefnd treystir því að rektor styðj i þessa málaleitan. “ 40 HJÚKRUN >/68-64. árgangur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.