Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Síða 50

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Síða 50
Stjórn og starfsmenn Kristilegs félags heilbrigðisstétta. okkar fyrsti starfsmaður í Vi starfi. Starfaði hún í rúmt Vi ár, en var að auki stjórnarmeðlimur og starfaði hún í 2 ár sem slík. Hún var jafn- frarnt ritstjóri tímaritsins og fyrstu félagsbréfanna. - Sigurlaug Þorkelsdóttir, upplýs- ingastjóri á Landspítalanum tók svo við í hlutastarfi, sem sjálf- boðaliði og hefur jafnframt verið stjórnarmeðlimur í mörg ár. - Séra Magnús Björn Björnsson, fyrrum sóknarprestur á Seyðisfirði og kona hans Guðrún Dóra Guð- mannsdóttir, BS hjúkrunarfræð- ingur og fyrrverandi hjúkrunarfor- stjóri á sjúkrahúsinu á Seyðisfirði, hafa nú gerst starfsmenn KFH í fullu starfi. Hlutu þau sérstaka þjálfun til þessa starfs í skóla KFH í Hollandi og tók það nám fulla 12 mánuði. Pau hófu störf 1. okt. 1987. Halla Bachmann, fyrrverandi kristniboði er við nám í Hollandi um þessar mundir, með það fyrir augum, að gerast starfsmaður KFH í fullu starfi. Námskeið og ráðstefnur hafa marg- oft verið haldin bæði hérlendis og erlendis. Tengls og samstarfvið alþjóðasam- tökin hefur verið mjög gott frá. byrjun, og nú er einnig hafið nor- rænt samstarf. Fyrsti formaður KFH var Sigríður Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðing- ur. Með henni í fyrstu stjórn félagsins voru: Brynhildur Ósk Sigurðardóttir, hj úkrunarfræðing- ur, Margrét Hróbjartsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Sólveig Ósk- arsdóttir, læknir, Vigdís Magnús- dóttir hjúkrunarforstjóri og Guð- rún Dóra Guðmannsdóttir, hjúkr- unarfræðingur (núverandi starfs- maður KFH). Fyrir utan þá sem valdir voru í fyrstu stjórn KFH hafa eftirfar- andi verið í stjórn um lengri eða skemmri tíma: Séra Karl Sigur- björnsson, Rannveig Sigurbjörns- dóttir, hj.fr., séra Lárus Halldórs- son, Sigríður Halldórsdóttir, hj.fr., Guðrún Kristjánsdóttir lektor, Hanna Þórarinsdóttir, hj.fr., Sigurlaug Porkelsdóttir, upplýsingastjóri, Lárus Jónsson læknir. Starfsnefndir ýmiss konar hafa starfað í KFH frá byrjun og hafa margir komið þar við sögu. Hér er stiklað á stóru og aðeins drepið á stærstu atriðum. Við þökkum þetta tækifæri til að kynna örlítið starfsemi KFH í Hjúkrun, og biðjum blaðinu bless- unar Guðs. Einnig biðjum við Guð að blessa alla hjúkrunarfræð- inga þessa lands, svo og aðrar stéttir heilbrigðisstofnana. Með innilegri kveðju og þakklæti, Margrét Hróbjartsdóttir, formaður KFH. Höfundur er hjúkrunarfrœðingur við Þjónustuíbúðir og dagdeild aldraðra, Dalbraut 21-27. 44 HJÚKRUN */í«-64. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.