Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Side 52

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Side 52
Lesandabréf Þórunn Kjartansdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur Landakotsspítala s A skurðstofuhjúkrun að yera eyland í hjúkrunarferlinu? Um hringferli (perioperative) hjúkrunar Flestir munu sammála um mikils- verðan árangur einstaklingshjúkr- unar, þar sem líkamlegum og and- legum þörfum sjúklinga er sinnt jöfnum höndum. Þar er hjúkrunar- ferlið tæki í höndum hjúkrunar- fræðinga til að skrá og meta þarfir sjúklinga, en einnig til að endur- meta störf sín. Það hefur því oft vakið undrun mína að aldrei skuli getið „intra operative“ hjúkrunar í skýrslugerðum. Þegar sjúklingur þarf að fara í aðgerð, virðist ferlið stoppa tímabundið um leið og skurðstofudyrnar lokast, til þess síðan að hefjast aftur þegar sjúk- lingurinn kemst á deild eftir skurðaðgerð. Hvar er áhuginn og metnaðurinn fyrir faglegum vinnubrögðum? Er hægt að sinna andlegum og líkam- legum þörfum sjúklings sem einni heild, þegar slíkar gloppur eru í þjónustunni? Að vísu var það ekki fyrr en tækni- menntað starfsfólk hafði meir eða minna yfirtekið störf hjúkrunar- fræðinga á skurðstofum að systur okkar vestan hafs gerðu sér grein fyrir mikilvægi hringferlis (peri- operative) í hjúkrun. í framhaldi af því fóru þær að benda á, að ein- ungis með slíku hringferli, sem felur í sér pre-, intra- og post oper- ativa hjúkrun, er hægt að sýna fram á að hjúkrun hafi verið framkvæmd. Sú hjúkrun sem sjúklingur fær á sjúkrahusi, er jafn mikilvæg, hvort sem hún er veitt fyrir aðgerð, í aðgerð eða eftir aðgerð. Sjúkling- urinn kemur oftast á skurðstofuna undir áhrifum lyfja og þarf því að reiða sig fullkomlega á að það fólk, sem þar er innandyra, sinni honum af faglegri þekkingu. Hvergi í öllu sjúkrahúskerfinu er sjúklingurinn eins ósjálfbjarga og á skurðarborðinu. Röng lega í að- gerð getur t.d. haft þær afleiðingar að sjúklingur, sem kom inn vegna botlangatöku, útskrifist með handarlömun. Einnig getur þekk- ingarskortur og eða vanvirðing starfsfólks við heilsu einstaklings orsakað sýkingu í aðgerðinni. Okkur hjúkrunarfræðingum, sem vinnum á skurðstofum, er alveg ljóst að fagþekking í hjúkrun er algerlega nauðsynleg til slíkra ábyrgðarstarfa. Ef við viljum gera sömu kröfur um hjúkrun og hingað til, er nauðsyn- legt að við gerum okkur grein fyrir mikilvægi hringferlis (perioper- ative ferlis). Slík vinnubrögð reyna í framkvæmd mest á sam- vinnu hjúkrunarfræðinga hand- læknisdeilda, skurðstofu og gjör- gæslu. Það þarf að tengja hjúkrun þessara deilda og opna samskipti þeirra, því ferlið felur í sér öflun upplýsinga um einstaklinginn og áhrif aðgerðar á hann og líf hans. Hingað til hafa skurðhjúkrunar- fræðingar þurft að afla upplýsinga, greina þarfir og sinna þeim í sömu andránni. Slík vinnubrögð leiða með tímanum til ófullnægju í starfi og faglegs og persónulegs áhugaleysis. Skráning heimilda auðveldar alla upplýsingaleit m.t.t. rannsókna og endurmats, en slíkt er forsenda símenntunar. Allt eru þetta þekktir áhrifaþættir varð- andi starfsánægju, en án hennar getum við ekki náð því markmiði að veita bestu mögulega hjúkrun hverju sinni. Hringferli felur ekki í sér neinar stórkostlegar og kostnaðarsamar breytingar, heldur krefst það fag- legra vinnubragða þeirra hjúkrun- arfræðinga, sem þátt taka í hring- ferlinu. Þrátt fyrir það hafa fyrstu viðbrögð við umræðum um að koma slíku hringferli á falist í úrtölum á borð við tímaskort og of mikið vinnuálag. Að undanskildum bráðatilvikum eiga skurðhjúkrunarfræðingar rétt á að kynna sér ástand þeirra sjúkl- inga, sem til aðgerðar koma. Vinnuálag má því aldrei verða það mikið að við gleymum hverjum 46 HJÚKRUN Vfa-64. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.