Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Síða 53

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Síða 53
við erum að sinna og þeirri hug- myndafræði, sem við eigum að vinna eftir. Með skipulögðum vinnubrögðum er sáraeinfalt að setja í gang við- hlítandi upplýsingastreymi. Skurð- hjúkrunarfræðingar geta á auð- veldan hátt fengið upplýsingar um ástand viðkomandi sjúklings sím- leiðis. í þeim tilvikum að hjúkrun- arfræðingur á deild telur þörf fyrir slíkt, getur skurðhjúkrunarfræð- ingur hitt sjúkling fyrir aðgerð, t.d. ef um er að ræða mikinn kvíða eða sérstaka þörf fyrir fræðslu um aðgerðina sjálfa. Hjúkrunarfræðingar, sem síðan taka á móti sjúklingum eftir aðgerð, fá upplýsingar um „intra operative“ ferlið í sjúkraskýrslum viðkomandi og geta séð þar helstu hjúkrunaraðgerðir. Síðast en ekki síst er það matið, sem einungis er framkvæmanlegt daginn eftir að- gerð. Þá getur skurðhjúkruna- fræðingur litið inn til sjúklings eða grennslast fyrir um hann hjá við- komandi deild. Eins og ég nefndi í upphafi er það hjúkrunarferli, sem nú er í gangi ekki hringferli, því það rofnar er sjúklingur fer í aðgerð. Þess vegna er það hjúkrunarferli, sem á sér stað inni á skurðstofum, eins kon- ar eyland. Til þess að ná hringferl- inu þarf að endurskoða skurðstofu- ferlið og gefa því kost á að tengjast því hjúkrunarferli, sem á sér stað á deildum, sem annast sjúklinga fyrir og eftir aðgerð. Ég tel afar nauðsynlegt að við för- um að gefa slíkri samvinnu gaum, opnum samskipti þeirra deilda, sem standa að hringferlinu, og gjörnýtum þannig þá mismunandi fagþekkingu, sem við búum yfir, samhæfum hana og miðlum henni til sjúklinga. Fræðsludagur í tilefni af alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga 12. maí verður hald- inn fræðsludagurþr/'óyudag/nn 10. maí 1988 í húsnæði félags- ins að Suðurlandsbraut 22, kl. 13.00-17.00. Ljósmæðradeild HFÍ sér um fræðsludaginn að þessu sinni, en að venju hvetur ICN hjúkrunarfélög um allan heim til að vekja athygli hjúkrunarfræðinga og almennings á málefninu sem er: Öryggi á meðgöngu og eðlileg fæðing. Hjúkrunarfræðingar Að gefnu tilefni Þeir hjúkrunarfræðingar, sem þurfa að fá staðfestingu á að hafa lokið námi frá Hjúkrunarskóla íslands, Ijósrit af prófskír- teini eða öðrum gögnum, frá skólanum, geta snúið sér til Sig- ríðar Jóhannsdóttur hjúkrunarkennara, starfandi í Nýja hjúkr- unarskólanum, Eiríksgötu 34, sími 62 16 54, þar til annað verðurtilkynnt. Ennfremur liggur fyrir Námsyfirlit fyrir námið, á íslensku og ensku, fyrir þrjá síðustu árganga nemenda, sem luku prófi frá skólanum. Félagsgjöld 1987 í desember 1987 voru sendir út gíróseðlar til þeirra félaga HFÍ sem ekki höfðu greitt lágmarksfélagsgjald fyrir árið 1987, kr. 2.000. Ætlast var til að félagsgjaldið væri greitt fyrir 1. febrúar s.l., en þá hækkaði það um 10%, eða í kr. 2.200. Þeir sem ekki hafa enn greitt félagsgjaldið eru minntir á að senda greiðsluna sem fyrst. HJÚKRUN >/fe-64. árgangur 47

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.