Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Síða 54
Fréttir—Fréttir—Fréttir—Fréttir
Heilsuvikur Kringlunnar
Hjúkrunarfræðingar tóku þátt í
heilsuvikum Kringlunnar í janúar
s.l.
Verslunarhúsið Kringlan stóð fyrir
sérstakri dagskrá frá 11. til 30.
janúar, þar sem áhersla var lögð á
ýmsa þætti sem stuðla að bættri
heilsu fólks, undir kjörorðunum
„Betri heilsa á nýju ári“.
bess var farið á leit við Hjúkrunar-
félag íslands og Félag háskóla-
menntaðra hjúkrunarfræðinga,
meðal annarra, að taka þátt í
heilsuvikunum. Skammurtími var
til undirbúnings. Ánægjulegt var
hve hjúkrunarfræðingar voru já-
kvæðir og brugðust vel við. Þeir
lögðu fram mikla vinnu og hefur
framkvæmdastjórn HFÍ óskað að
koma á framfæri þakklæti til
þeirra, sem lögðu hönd á plóginn.
Um það bil 60 hjúkrunarfræðingar
tóku þátt í að veita ráðgjöf um
ýmis heilbrigðismál auk þess sem
þeir mældu blóðþrýsting hjá fjöl-
mörgum. Þeir sem mældust með
blóðþrýsting utan eðlilegra marka
fengu ráðgjöf um aðgerðir til varn-
ar, og var ráðlagt eftirlit.
Meðal þátta, sem veitt var ráðgjöf
og upplýsingar um, voru geðræn
vandamál, heilbrigði kvenna,
heilsugæsla og skólabarnið, slys,
slysavarnir, mataræði og störf í
þróunarlöndum.
í einu dagblaðanna var viðtal við
Sigurbjörgu Björgvinsdóttur og
Stefaníu Snorradóttur, hjúkrunar-
fræðinga á hjartadeild Landspítal-
ans, en þær mældu ötullega blóð-
þrýsting og veittu ráðgjöf um
áhættuþætti hjarta- og æðasjúk-
dóma. í viðtalinu sögðu þær m.a.
„að hjúkrunarfræðingar væru nú
meira farnir að starfa út á við
vegna kynningar og fræðslu, því
starf okkar felst mikið í fyrirbyggj-
andi aðgerðum. Okkur finnst um-
fjöllun á starfsgreininni hafi verið
allt of neikvæð, staðreyndin er sú
að starfið er mjög jákvætt og gef-
andi í alla staði“.
Hjúkrunarfræðingar
Að gefnu tilefni
Þeir hjúkrunarfræðingar, sem
þurfa að fá staðfestingu á að
hafa lokið námi frá Hjúkrunar-
skóla íslands, Ijósrit af próf-
skírteini eða öðrum gögnum,
frá skólanum, geta snúið sér til
Sigríðar Jóhannsdóttur hjúkr-
unarkennara, starfandi í Nýja
hjúkrunarskólanum, Eiríksgötu
34, sími 621654, þar til annað
verðurtilkynnt.
Ennfremur liggur fyrir Námsyfir-
lit yfir námið, á íslensku og
ensku, fyrir þrjá síðustu ár-
ganga nemenda, sem luku prófi
frá skólanum.
48 HJÚKRUN '/bs-64. árgangur