Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Qupperneq 57

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Qupperneq 57
Fréttir—Fréttir—Fréttir—Fréttir Aðalmarkmið félagsins er að auka samstarf milli heilbrigðisstétta. Haldnir hafa verið nokkrir mjög fróðlegir fundir m.a. um siðfræði, mönnun, vanda heilbrigðisstétta og núna var viðfangsefnið; sam- starf heilbrigðisstétta. Heilbrigðis- ráðherra var mættur á fundinn og lýsti ánægju sinni með að fá að sitja fundinn, þar sem hann vildi kynnast öllu sem lítur að heilbrigðismálum sem allra best. Haldin voru sextán 10 mínútna erindi fulltrúa aðildarfélaga, sem voru hvert öðru betra. Meðal ann- ars var komið inn á skort á heildar- stefnu innan heilbrigðiskerfisins, stofnanir væru ekki markmiðs- stýrðar og m.a. þyrfti að auka fag- lega og fjárhagslega ábyrgð deilda og eftirlit. Skilgreina þyrfti hlut- verk og ábyrgðarsvið hverrar stétt- ar betur. Hætta væri á einangrun vegna mikillar sérhæfingar. Þess vegna væri samvinna svo mikilvæg og þó samkeppni gæti fylgt í kjöl- farið þyrfti hún ekki endilega að vera af hinu illa, hún gæti leitt af sér framfarir og meiri gæði. Par sem þróunin hefur verið svo ör, væri þörf á að allar starfsstéttir endurskoði starfsímynd sína. Hinnig kom fram sú hugmynd, að heilbrigðisstéttir gætu unnið mun meira sameiginlega að betri sí- menntun. Hún væri ekki í nógu góðu lagi nema hjá örfáum stéttum. Kostir teymishugtaksins voru ræddir og lögð áhersla á að þar kæmi góð samvinna stéttanna sér vel. Komið var inn á markmið WHO »Heilbrigði öllum til handa árið 2000“ og sagði heilbrigðismála- ráðherra frá heilbrigðisþingi sem halda átti 5. febrúar. f*ar var íslenska heilbrigðisáætlunin kynnt. Halfdan Mahler aðalframkvæmda- stjóri WHO flutti erindi og for- menn sjö þverfaglegra hópa sem starfað hafa í vetur að endurbót- um á áætluninni, kynntu tillögur sínar, sem höfðu verið sendar öll- um þingfulltrúunum. Samþykkt var á ráðstefnunni að senda þing- inu hvatningu um að þar kæmi fram langtíma markmið í heil- brigðismálum og að lögð verði áhersla á eftirlit og aðhaldsað- gerðir. Ásamt því að rannsóknum á innihaldi matvæla verði aukið. Eins og áður kom fram var þetta mjög góð ráðstefna sem náði því markmiði að bæta samstarf heil- brigðisstétta. Katrín Pálsdóttir Samtök um sorg og sorgarviðbrögð Stofnuð hafa verið samtök um sorg og sorgarviðbrögð og var stofnfundur haldinn í Templara- höllinni þann 8. des. s.l. Stofnfé- lagar voru á þriðja hundrað. Kosin var stjórn og varastjórn sem hefur skipt með sér störfum. Ákveðið var að hleypa strax af stokkunum mánaðarlegum fræðslu- og sam- verustundum. Það er fyrsta skref- ið í átt að þeim markmiðum sem félagið setti sér í lögum. Félagið hefur fengið aðstöðu fyrir fundina í safnaðarsölum Hallgrímskirkju. Fundartími er fastur þ.e. fyrsta þriðjudagskvöld hvers mánaðar kl. 20:30. Gert verður hlé á þessari starfsemi yfir sumarmánuðina. Fræðslu- og samverufundir fram til vors verða tveir, þann 5. apríl verður fjallað um efnið „Trú og sorg“, og þann 3. maí, verður gesturfundarinsDr. Colin Murray Parkes, forseti CRUSE, bresku samtakanna um sorg og sorgarvið- brögð. Auk fyrirlestra og umræðna verða kaffiveitingar og gott tóm til sam- ræðna. Samtökin hafa fengið að- stöðu á Borgarspítalanum til síma- þjónustu. Munu símatímar verða annað hvert þriðjudagskvöld. Nán- ari tilhögun er auglýst í helgardag- bók Morgunblaðsins. Tilgangur samtakanna um sorg og sorgarviðbrögð eru: A. Að efna til almennra fræðslu- funda og samverustunda. B. Veita þá upplýsingaþjónustu sem auðið er á hverjum tíma. C. Vinna að stofnun stuðnings- hópa. D. Greiða fyrir heimsóknum stuðningsfólks til syrgjenda. E. Standa fyrir námskeiðahaldi og þjálfun stuðningsfólks. F. Efla almenna fræðslu um sorg og sorgarviðbrögð í fjölmiðl- um og sem víðast á opinberum vettvangi. Stjórn Samtaka um sorg og sorgar- viðbrögð skipa: Formaður: Séra Sigfinnur Porleifs- son, Birkigrund 32,200 Kópavogi, sími 91-45630. Gjaldkeri: Jóna Dóra Karlsdóttir, Hringbraut 68, 220 Hafnarfirði, sími 91-50461. Ritari: Benedikt Gunnarsson, Kastalagerði 13, 200 Kópavogi, sími 91-42598. Meðstjórnendur: Olga Snorra- dóttir, Kjarrmóum 35,210 Garða- bæ, sími 91-656809. Páll Eiríksson, Aratúni 17, 210 Garðabæ, sími: 91-43317. HJÚKRUN '/fa-64. árgangur51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.