Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Qupperneq 8

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Qupperneq 8
Herdís Sveinsdóttir og Anna Gyða Gunnlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingar Verkir og verkjameðferð skurðsjúklinga: væntingar og reynsla* Tilgangur þessarar framvirku rannsóknar var að kanna vœntingar skurðsjúklinga til verkja og reynslu þeirra af verkjunum. Meðalaldur þátttakenda (N - 130) var 56,4 ár og voru karlar 53,8% úrtaksins sem var þœgindaúrtak af tveimur stœrstu sjúkrahúsunum á íslandi, þar sem legudagar sjúklings voru áœtlaðir a.m.k. jjórir. ífjórum viðtölum var spurningalisti lagður fyrir þátttakendur fyrir aðgerð, á 1. og 3. degi eftir aðgerð, og að jafnaði 14 vikum eftir aðgerð. Spurt var m.a. um styrk verkja með tölukvarða 0-10, samfelldni verkja, áhrif verkja á vissar athafnir eiris og hreyfmgu, djúpöndun eða hvíld og verkun verkjalyfja. Einnig var fengið mat sjúklinga á einstökum þáttum verkjameðferðarinnar. Helstu niðurstöður voru að sjúklingar bjuggust við og höfðu talsverða verki. Um helmingur sjúklinganna voru verkjalausir eða svo til verkjalausir á 1. og 3. degi eftir aðgerð. Á þessu sama tCmabili voru um 25% sjúklinga með stöðuga eða nœr stöðuga verki. Meðaltalsstyrkur versta verkjar við mismunandi aðstœður var á bilinu 3,6 til 4,8. Hlutfall sjúklinga sem einhvern tíma greindi frá styrk verkjar > 7,0 var á bilinu 16,5 til 31,2%. Um fjórðungur sjúklinga var með töluverða eða mikla verki við útskrift og 16,8% sjúklinga voru ( viðtali heima eftir aðgerð með stöðuga eða nœr stöðuga verki. Sjúklingarnir voru almennt ánœgðir með þá verkjameðferð sem þeim var veitt. Ýmsu var þó ábótavant, t.d. sögðu 66,7% sjúklinga engan hafa spurt þá um verkun geftnna verkjalyfja, um 35% sjúklinga sögðu lyfin einungis hafa slegið á versta verkinn eða gert hann þolanlegan og einungis 6,5% sjúklinga fengu aðra meðferð en verkjalyf. Niðurstöður benda þvt' til að skurðsjúklingar hafi óþarfa verki og að talsvert megi bœta verkjameðferðina. Viðeigandi meðhöndlun bráðra verkja hefur mannúðlegt gildi, er mikilvæg fyrir bata sjúklinga, getur minnkað hættu á að verkirnir verði langvinnir og jafnframt komið í veg fyrir fötlun. Það er vel þekkt að verkir skurðsjúklinga geta hindrað að sjúklingar fari nógu fljótt á fætur, andi djúpt og hósti, en þessir þættir hafa mikil áhrif á bata eftir skurðaðgerðir. Að sjúklingar nái sér fljótt og vel eftir aðgerðir getur stytt sjúkra- húslegu og því dregið úr kostnaði, bæði fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið í heild. Verkir eftir skurðaðgerðir teljast til bráðra verkja, en bráðir verkir eru greindir frá langvinnum verkjum með því að þeir vara skemur (venjulega ekki lengur en þrjá til sex mánuði) og hverfa þegar sjúkdómurinn/meiðslin batna eða skurðurinn grær. Sárir verkir sem rekja má beint til skurðaðgerðar vara sjaldnast lengur en þrjá sólarhringa. Það er þó háð ýmsum atriðum s.s. tegund aðgerðar, fyrri reynslu af verkjum og verkjalyfjameðferð ásamt ýmsum lýðfræðilegum og menningar- legum þáttum (Melzack, Abbott, Zackon, Mulder og Davis, 1987). Skurðverki ætti að vera tiltölulega auðvelt að með- höndla með öllum þeim verkjalyfjum sem völ er á í dag, en framboð, úrval, þekking og framfarir í notkun verkjalyfja hefur vaxið gífurlega á undanförnum árum. Niðurstöður erlendra rannsókna hafa þó endurtekið sýnt að skurðsjúklingar fá ekki þá verkjameðferð sem þeim ber (Abbott o.fl., 1992; Carr, 1990; Melzack o.fl., 1987; Miaskowski, Nichols, Brody og Synold, 1994; Owen, McMillan og Rogowski, 1990; Paice, Mahon, og Faut-Callahan, 1995; Wilder-Smith og Schuler, 1992). Ábyrgð á framkvæmd verkjalyfjameðferðar kemur í hlut hjúkrunar- fræðinga og þeir eru í lykilaðstöðu til að meta verki og þá meðferð sem veitt er. Athuganir á þekkingu hjúkrunarfræðinga á verkjum og verkjameðferð hér heima og erlendis benda til að þekkingu þeirra sé ábótavant (Ástrós Sverrisdóttir o.fl., 1991; Clarke o.fl., 1996; Dóróthea Bergs, Elísabet Hreiðarsdóttir, *Ritrýnd grein 232 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5. tbl. 72. árg. 1996 Helga Lára Helgadóttir og Kristín Björg Ólafsdóttir, 1991; Hrund Sch. Thorsteinsson og Elfn J.G. Hafsteinsdóttir, 1994; Juhl o.fl., 1993; McCaffery, Ferrel, O’Neil-Page, Lester og Ferrel. 1990; Watt-Watson, 1987). Bent hefur verið á að bæði læknar og hjúkrunarfræðingar dragi úr því að sjúklingar fái verkjalyfjameðferð við hæfi. Læknar með því að ávísa of litlum skömmtum af verkjalyfjum fyrir viðkomandi sjúkling og hjúkrunarfræðingar með því að gefa ekki það magn verkjalyfja sem fyrirmæli læknisins hljóða uppá (Clarke o.fl. 1996; Juhl o.fl., 1993; Marks og Sachar, 1973; Paice, Mahon og Faut- Callhan, 1995). Rannsóknir hafa og gefið til kynna að sjúkl- ingar búast við og sætta sig við að hafa talsverða verki fyrst eftir aðgerð (Donovan, 1983; Ward og Gordon, 1994, 1996), og eru jafnvel tregir til að greina frá verkjum og taka inn verkjalyf (Ward o.fl., 1993; Vortherms, Ryan og Ward, 1992). Góð verkjameðhöndlun dregur hinsvegar úr fylgikvillum eftir aðgerð, getur stytt legutíma og jafnvel dregið úr heildarmagni verkjalyfja sem gefa þarf (Wilder-Smith og Schuler, 1992). Verkir hafa verið skilgreindir á ýmsan máta. Þessi rannsókn styðst við skilgreiningu McCaffery frá 1968 en hún segir: „Verkur er það sem einstaklingur segir að hann sé og er til staðar þegar sá hinn sami segir að svo sé“ (bls. 7), þ.e.a.s. það sem sjúklingurinn segir um sína verki er forsendan, ekki mat lækna og hjúkrunarfræðinga. Samsvörun milli reynslu sjúklinga af verkjum og mats hjúkrunarfræðinga og lækna á þeim hefur nefnilega iðulega verið lítil (Zalon, 1993; Teske, Daut og Cleeland, 1983). Hvatinn að þessari rannsókn var rannsókn þeirra Donovan, Dillon og McGuire (1987) á algengi og einkennum verkja hjá sjúklingum á almennum sjúkradeildum í Banda- ríkjunum. Niðurstöður þeirrar rannsóknar voru m.a. að 58% af 350 sjúklingum, völdum af handahófi á hand- og lyflækninga- deildum, voru með óbærilega verki einhvem tíma fyrstu dagana eftir aðgerð. Þau ályktuðu að greining og meðhöndlun verkja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.