Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Side 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Side 9
hjá sjúklingum væri verulegt vandamál. Nemendur í hjúkrunarfræði unnu forkönnun að þessari rannsókn vorið 1992 (Aðalheiður Guðmundsdóttir, Anna Lóa Magnúsdóttir og Brynhildur Þóra Gunnarsdóttir, 1992). Niðurstöður þeirrar könnunar bentu til þess að greining og meðhöndlun verkja væri einnig vandamál hérlendis. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf og væntingar skurðsjúklinga til verkja ðg verkjanleðferðar, reynslu þeirra af verkjum og þá verkjameðferð sem þeim var veitt. Markmið þess hluta rannsóknarinnar sem hér verða gerð skil voru að: (a) lýsa væntingum skurðsjúklinga til verkja og verkjameðferðar fyrstu dagana eftir aðgerð; (b) lýsa algengi og einkennum (styrk, samfelldni og áhrifum) verkja fyrir aðgerð, á 1. og 3. degi eftir aðgerð og a.m.k. 6 vikum eftir aðgerð; (c) lýsa reynslu skurðsjúklinga af fenginni verkjameðferð; (d) kanna samband ofangreindra þátta við ýmsar breytur, eins og fyrri reynslu af verkjum og verkjameðferð, lýðfræðilegar upplýsingar og upplýsingar sem tengdust sjúkdómnum og skurðaðgerðinni sjálfri. Aðferð Þátttakendur og framkvœmd Urtak þessarar framvirku, lýsandi rannsóknar var þægindaúrtak sjúklinga sem fóru í skurðaðgerð á Landspítala og Borgarspítala á 10 vikna tímabili haustið 1993 og uppfylltu skilyrði til þátttöku. Þau voru að sjúklingarnir væru á aldrinum 17-75 ára, með fulla meðvitund og færir um að svara spum- ingum rannsóknarinnar og veittu skriflegt samþykki til þátt- töku; að áætlaðir legudagar á sjúkrastofnun væm a.m.k. fjórir og aðgerð áætluð með a.m.k. 12 klst. fyrirvara. Tilskilin leyfi til rannsóknarinnar voru fengin frá rannsókna- og siðanefndum viðkomandi sjúkrastofnana og tölvunefnd. Óskað var eftir þátttöku 132 sjúklinga og samþykktu 130 að taka þátt. Þátttakendur í viðtali I voru 130, í viðtali II voru 111, í viðtali III vom 108 og í viðtali IV vom 95. Helstu ástæður þess að sjúklingarnir tóku ekki þátt í viðtölum II og III voru að þeir vom „of þreyttir", „of veikir“, eða ákváðu að þeir hefðu ekki áhuga á frekari þátttöku. Meginástæða fyrir brottfalli í viðtali IV var að ekki náðist í sjúklinginn, hann var enn á sjúkrahúsi, var kominn á sjúkrahús á nýjan leik eða að hann var látinn. Gagnasöfnun fyrir hvern sjúkling fór fram á fjómm dögum meðan á sjúkrahúsdvöl stóð. Tekin vom þrjú stöðluð viðlöl við sjúklingana á þeim tíma. Viðtal I fór fram fyrir aðgerð, viðtal II á 1. degi eftir aðgerð og viðtal III á 3. degi eftir aðgerð. Viðtal IV var svo tekið að jafnaði 14 (8 - 20) vikum eftir aðgerð og var það símaviðtal. Sami rannsakandi tók öll viðtöl við sama sjúkling, en auk greinarhöfunda tók einn hjúkmnar- fræðingur þátt í öflun gagna. Mœlitœki Gagna var aílað með spumingalista sem var unnin af greinarhöfundum og gerður að hluta í samvinnu við nemendur í hjúkmnar- fræði (Aðalheiður Guðmundsdóttir, Anna Lóa Magnúsdóttir og Brynhildur Þóra Gunnars- dóttir, 1992). Spurningalistinn var byggður á fræðilegri úttekt á efninu og með hliðsjón af mælitækjum sem notuð hafa verið erlendis (Donovan, Dillon og McGuire, 1987; Owen, McMillan og Rogowski, 1990). Með viðtölum var aflað upplýsinga um fyrri reynslu og væntingar til verkja og verkjameðferðar, reynslu af verkjum í tengslum við aðgerðina og fengið álit sjúklings á veittri verkjameðferð. Úr sjúkraskrám var aflað lýðfræðilegra upplýsinga og upplýsinga sem tengdust sjúkdómnum, skurðaðgerðinni sjálfri og verkja- lyfjum. Spumingalistinn var forprófaður með 8 manna þægindaúrtaki sem leiddi til þess að spurningalistinn var styttur og einfaldaður. Línukvarði og tölukvarði. Styrkur verkja hjá þátttakendum var annars vegar mældur með línukvarða (visual analogue scale) sem var 10 cm lína með orðunum „enginn verkur“ og „gæti ekki verið verri” við sitt hvorn enda hennar þar sem þátttakendur merktu við með striki hversu sterkur verkurinn var. Hins vegar var notast við tölukvarða (numerical rating scale) á bilinu 0 til 10 þar sem 0 þýddi „enginn verkur“ og 10 „eins mikill verkur og hægt væri að ímynda sér“ og gáfu þátttakendur upp þá tölu sem lýsti styrk þess verkjar sem var til athugunar. Verkurinn var fyrst metinn með tölukvarðanum og því næst með línukvarðanum. Eins og við má búast var fylgni milli kvarðanna tveggja góð (r = 0,88 - 0,99, p < 0,001) eins og fram kemur í töflu 1. Til einföldunar verða niðurstöður tölukvarðans því einungis notaðar hér á eftir. Vœntingar til verkja og verkjameðferðar. Við athugun á væntingum til verkja voru sjúklingarnir, í viðtali I, beðnir um að lýsa styrk þess verkjar sem þeir byggjust við að fá fyrstu dagana eftir aðgerðina. í forkönnun hafði komið fram að sjúklingar áttu erfitt með að leiða liugann að þessum þætti pg voru þvf felldar niður nákvæmari spurningar eins og t.d. væntingar til verkja í hvíld, við djúpöndun eða við hreyfingu. Væntingar til verkjalyfjameðferðar voru kannaðar með því að spyrja sjúklingana með hvaða hætti þeir teldu að þeir fengju verkjalyfin: „reglulega“, „þegar þeir segðust hafa verki“, „að þeir þyrftu að biðja um verkjalyf4, „að hjúkrunar- fræðingar og læknar vissu hvenær þeir þyrftu á verkjalyfjum að halda og gæfu þeim samkvæmt því“ eðá hvort „þeir vissu ekki hvernig þessu yrði háttað“. Sjúklingunum var gefinn kostur á að nefna fleiri en einn möguleika. Væntingar til verkjastill- ingar voru metnar með fullyrðingum allt frá því að verkjalyfin „minnki verki lítið sem ekkert“ í „gera mig verkjalausa(n)“. Styrkur verkja. I viðtali II voru sjúklingamir beðnir um að hugsa aftur til þess tíma er þeir vöknuðu/mundu fyrst eftir sér eftir aðgerð og nefna styrk verkjarins þá. í viðtali II voru sjúklingamir beðnir um að lýsa styrk versta verkjar sem þeir Mynd 1. Verkun verkjalyfja: Væntingar og reynsla 60 ■ Væntingar (N=130) Alveg Nær Verkur Dregurúr Minnkar verkjalaus verkjalaus bærílegur versta verk nær verk ekkert TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5. tbl. 72. árg. 1996 233

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.