Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 12
Myndir 3, 4 og 5 sýna meðaltalsstyrk versta verkjar við mismunandi aðstæður eftir fjórum aðgerðarsvæðum (hryggur, brjósthol, kviðarhol, neðri útlimir). Vegna þess hve einstakl- ingar í hverjum hópi voru fáir var ekki athugað hvort um marktækan mun væri að ræða á styrk verkjar eftir aðgerðar- svæðum eða dögum eftir aðgerð. Myndir 3 og 4 sýna að verkurinn var að meðaltali verstur hjá sjúklingum eftir aðgerðir á hrygg við hreyfingu á 1. degi (M = 6,9; n = 8) og við djúpa öndun/hósta á 3. degi (Af = 6,5; n = 4) eftir aðgerð. Styrkur versta verkjar var í heildina minnstur hjá sjúklingum sem fóru í aðgerð á brjóstholi, en meðaltalsstyrkurinn er minnstur hjá þeim sjúklingahópi 2,83 ( n = 26) á 3. degi við hreyfingu (mynd 3) og mestur 4,7 (n = 25) á 1. degi við djúpöndun/hósta (mynd 4). Sjúklingar sem fóru í aðgerð á kviðarholi greindu frá hærri meðaltalsstyrk verkja við djúpöndun/hósta (M = 6,1; n = 20; mynd 4) og við hreyfingu (M = 5,4; n = 20; mynd 3) en í hvíld (M = 4,9; n = 21; mynd 5). Aðgerð á neðri útlimum veldur skiljanlega ekki miklum verk við djúpöndun/hósta en á 1. og 3. degi mældist meðaltalsstyrkur versta verkjar 2,1 ( n = 20; mynd 4). Mestur varð meðaltals- styrkur verkjarins hjá þessum hópi sjúklinga 5,3 ( n = 34) við hreyfingu á 1. degi (mynd 3). Hlutfall sjúklinga sem greindi frá meðaltalsstyrk verkjar >7,0 Tafla 1 sýnir fjölda sjúklinga sem við mismunandi aðstæður greindi frá að hafa fengið verk >7,0 en hlutfallið á hverjum tíma lá á bilinu 16,5% til 32,4%. Af öllum þátttak- endum rannsóknarinnar sögðust 68 (52,3%) einhvern tíma í sjúkrahússlegunni hafa fengið verk > 7,0. Reynsla af verkjalyfjagjöf Tafla 3 sýnir að 60,2% sjúklinga greindu frá því að þeir hefðu fengið verkjalyf reglulega og að 28,7% sögðu að þeir hefðu þurft að biðja um lyfin. Ekki var marktækur munur á milli væntinga sjúklinganna til verkjalyfjagjafa og reynslu þeirra af henni. Hvað varðar verkun verkja- lyfjanna þá sögðu 60,4% sjúklinga í viðtali II og 57,4% sjúklinga í viðtali III að lyfin hefðu gert þá alveg eða nær alveg verkjalausa (sjá mynd 1). Verkir eftir útskrift af sjúkrahúsi Af 95 sjúklingum sem þátt tóku í IV viðtali greindu 54 (56,8%) frá því að þeir hefðu haft verki daginn sem þeir útskrifuðust af sjúkrahúsinu. Þar af voru 24 (25,3%) með töluverða (n= 17) eða mikla verki (n = 7). Viðtalið var tekið að meðaltali 100 dögum (sf= 20) eftir aðgerð og sögðust þá 35 sjúklingar (36,8%) enn finna fyrir verkjum. Þegar sjúklingar voru spurðir um samfelldni verkja heima voru 60 (63,2%) sjúklingar með enga eða nær enga verki en 16 (16,8%; sjá mynd 2) höfðu stöðuga eða nær stöðuga verki. Meðaltalsstyrkur versta verkjar sem sjúklingarnir höfðu fundið fyrir sólarhring fyrir viðtalið var 5,1 (sf = 2,4; n = 28) við áreynslu og 4,3 (sf = 3,4; n = 26) í hvíld. Verkirnir höfðu töluverð eða mikil áhrif á hreyfingu hjá 16 sjúklingum (16,8%), á svefn og hvíld hjá 17 sjúklingum (17,9%) og á vinnu/daglegt líf hjá 14 sjúklingum (14,7%). Fyrstu dagana eftir heimkomu tóku 64 sjúklingar (67,4%) inn verkjalyf. Átta sjúklingar (8,4%) sögðu að verkjalyfin hefðu einungis dregið úr versta verk eða minnkað verkinn lítið sem ekkert. Ekki fannst marktækt samband milli fjölda daga frá aðgerð og hversu mikil áhrif verkir hefðu á hreyfingu, svefn og hvíld, og vinnu/daglegt líf heima. Aðrir mögulegir áhrifaþættir á verki sjúklinga heima eftir aðgerð sem athugaðir voru og reyndust ekki hafa markvert samband voru: (a) greining um krabbamein, (b) hvort koma var bráð eða samkvæmt biðlista, (c) hvort verkir fyrir aðgerð trufluðu svefn, (d) taka verkjalyfja. Samanburður á verkjum vegna sjúkdóms fyrir aðgerð við verki í IV viðtali sýndi hins vegar að þeir sem höfðu verki fyrir aðgerð voru marktækt líklegri til að hafa verki í IV viðtali (ar (1) = 5,5; p < 0,02). Mat sjúklinga d fenginni verkjameðferð Af 108 sjúkingum, sem þátt tóku í III. viðtali, greindu 97 (89,8%) frá því að heilbrigðisstarfsfólk hefði spurt þá um verki einhvern tíma eftir aðgerðina, en 10 (9,3%) sögðust aldrei hafa verið spurðir. Einungis 36 sjúklingar (33,3%) sögðu einhvem hafa metið verkun verkjalyfjanna, 4 sjúklingar (3,7%) sögðust hafa fengið einhverja fræðslu um verkjalyf í sjúkrahúslegunni og 7 (6,5%) sögðust hafa fengið aðra meðferð en verkjalyf til að stilla verkina. í viðtali IV sögðust 15 sjúklingar (15,8%) hafa fengið einhverjar upplýsingar um hversu mikla verki þeir gætu búist við að hafa eftir heimkomuna, 12 sjúklingar (12,6%) sögðust hafa fengið einhveija fræðslu um notkun verkjalyfja áður en þeir útskrifuðust af sjúkrahúsinu og af þeim 64 sem ekki fengu fræðslu vom það 9 (14,0%) sem söknuðu þess. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5. tbl. 72. érg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.